Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 30
30 11. janúar 2002 LAUGARDAGUR STÍLLINN MINN Ali G: Á leið til Bandaríkjanna FÓLK Sacha Baron Cohen, sem er betur þekktur sem Ali G, hyggst fara í víking til Bandaríkjanna til að hefja framleiðslu á nýjum þætti sem hefur fengið nafnið „Da Ali G Show.“ Hann mun meðal annars ræða við repúblikanan Newt Gingrich, Michael Dukakis, fyrrum forsetaefni Demókrata- flokksins, og geimfarann Buzz Aldrin. Meðal persóna í þættinum verður hinn eilífi Borat frá Kasakstan. „Við ætlum að reyna að vekja upp gamla Ali G,“ segir Dan Mazer, framleiðandi þáttanna. „Við ætlum að ræða við fólk sem hefur ekki kynnst honum og veit ekki hverju það á von á.“ Þegar er búið að sýna útvöld- um nokkra þætti og lögðust þeir vel í áhorfendur. ■ LÁRÉTT: 1 nauðsyn, 4 spilið, 8 vaða, 11 eðja, 13 hress, 14 hætta, 15 líka, 16 röst, 17 egg, 18 herðaskjól, 20 skaði, 21 komast, 23 ól, 25 átt, 26 rödd, 28 skoði, 29 svar, 31 fjandskapur, 32 pípur, 33 heiðursmerkinu, 35 fæði, 36 bunga, 38 eðlisfar, 41 sefa, 42 hlóðir, 44 einhver, 46 ásaka, 48 syngja, 50 háski, 51 hæðir, 53 skref, 54 grip, 56 eldsneyti, 57 bikar, 58 litaða, 59 eira, 60 fótabúnað, 62 drottinn, 63 mjúk, 64 átt, 66 fullkominn, 69 ónefndur, 70 traust, 72 ásamt, 73 frost- skemmd, 75 þor, 77 kjánar, 79 nögl, 80 nýtast, 83 gagnleg, 85 hvíla, 86 hraða, 87 kvenmannsnafn, 88 togaði, 89 slá, 91 munnbiti, 94 varðandi, 95 stefna, 97 fugl, 98 fantur, 100 fiskur, 101 alltaf, 102 huldumann, 103 atorku, 105 fæðu, 106 svara, 107 heimsk, 108 skítur. LÓÐRÉTT: 1 breiðvaxnar, 2 hljóp, 3 logir, 5 drykkur, 6 veiðarfæri, 7 utan, 8 manar, 9 sníkjur, 10 vorkenndi, 12 bók, 14 hratt, 18 galdra, 19 fæðan, 22 áhrinsorð, 23 alda, 24 spyrja, 25 hamingja, 27 dyggur, 28 munn, 30 venju, 31 þukl, 34 kæpu, 37 eyðsla, 39 fé, 40 þíðuna, 42 hvíldi, 43 óð, 45 andanum, 47 spilin, 48 menn, 49 viðkvæmur, 50 ullarábreiðan, 52 fóðra, 53 kusk, 55 miskunn, 56 frostskemmd, 61 tryllt, 62 hugur, 65 geislabaugur, 67 mætur, 68 kostur, 70 duga, 71 vota, 73 hníf, 74 jörð, 75 sakka, 76 varp, 77 bjálfa, 78 mögru, 79 heitkona, 81 óhljóð, 82 gat, 84 rauðaldin, 90 ræna, 92 vænn, 93 karlmannsnafn, 95 atlaga, 96 gangur, 98 liðug, 99 hyskna, 103 dýrka, 104 gelt. LAUSN Á SÍÐUSTU HELGARKROSSGÁTU: Lárétt: 1 öfug, 4 lofar, 8 hála, 11 nem, 13 kát, 14 lóð, 15 döngun, 16 vitund, 17 ann, 18 sær, 20 mar, 21 er, 23 sýtir, 25 há, 26 góm, 28 sek, 29 fúa, 31 bæn, 32 iðu, 33 kinnung, 35 una, 36 andúð, 38 angra, 41 dór, 42 lyf, 44 soð, 46 vá, 48 róður, 50 ká, 51 æra, 53 húm, 54 mót, 56 los, 57 næstum, 58 múrana, 59 iða, 60 gum, 62 bur, 63 gan, 64 na, 66 mæt- ur, 69 nn, 70 rok, 72 rýr, 73 svo, 75 góður, 77 skort, 79 fet, 80 restina, 83 kúf, 85 lit, 96 til, 87 núp, 88 ari, 89 ár, 91 fælni, 94 an, 95 mat, 97 góa, 98 áts, 100 álítur, 101 blökku, 102 lag, 103 fat, 105 ske, 106 afar, 107 fáráð, 108 krás. Lóðrétt: 1 öndvegi, 2 unna, 3 gegna, 5 ok, 6 fágæt, 7 at, 8 hótar, 9 áður, 10 andrána, 12 mun, 14 lim, 18 sýkn, 19 rifu, 22 róða, 23 seið, 24 Rúna, 25 hæna, 27 mund, 28 skúr, 30 agns, 31 burð, 34 neyð, 37 dós, 39 got, 40 ávæning, 42 lóm, 43 fum, 45 lásanna, 47 áræða, 48 rúmum, 49 rómur, 50 konan, 52 asa, 53 hug, 55 túr, 56 lag, 61 mær, 62 bur, 65 roð, 67 týnt, 68 þvo, 70 rótt, 71 kurt, 73 skap, 74 orka, 75 geir, 76 reif, 77 snúi, 78 túra, 79 fláráða, 81 slæg, 82 inna, 84 fingurs, 90 matar, 92 lógar, 93 stökk, 95 míla, 96 tug, 98 áls, 99 sker, 103 fá, 104 tá. ALI G Hefur verið einn dáðasti sjónvarpsmaður Bretlands. Hann ætlar nú að nema land í Ameríku. HELGARKROSSGÁTAN Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Stórútsalan Yfirhafnir í úrvali 20-50% afsláttur Fyrstir koma, fyrstir fá Allt á að seljast Opið sunnudag frá 13 til 17 Bryndís Loftsdóttir, innkaupastjóri íslenskra bókahjá Pennanum - Eymundssyni, segist ekki vera mik- ið fatafrík. Mottó hennar í fatakaupum er: „Maður sparar þegar maður eyðir.“ „Dýrari föt fara betur í þvotti og endast betur. Það eru því hagkvæmari kaup þegar til lengri tíma er litið,“ segir Bryndís. Hún segist ekki eiga margar flíkur en góðar. „Þær eru flestar einfaldar og gjarnan svartar. Ég kaupi yfirleitt flíkur sem er þægilegt að hlaupa í og sem ég get notað til að skokka í á milli staða.“ Fötin sem Bryndís klæðist á myndinni mótast tals- vert af því að hún er á 39. viku meðgöngu. BOLURINN „Bolurinn er fjögurra ára gamall Nike-bolur og sannar það einmitt að oft þegar maður kaupir eitt- hvað aðeins dýrara þá endist það ótrúlega vel. Kúlan virðist ekki aflaga hann á nokkurn hátt. Hann kemur alltaf eins og nýr úr þvotti.“ BUXURNAR „Ég lét eftir mér að kaupa þessar buxur en annars hef ég bara reynt að nota það sem ég á og reyna á teygj- anleika þeirra flíka. Það hefur gengið ágætlega. Buxurnar eru eina óléttuflíkin sem ég hef keypt. Ég er komin með algjöra eitrun fyrir þeim og hatast út í þær á hverjum morgni. Þær hafa þó gegnt sínu hlutverki afar vel. Ég er búin að strengja þess heit að ég fleygi þeim þegar barnið fæðist.“ SKÓRNIR „Skóna keypti ég í brúðkaupsferðalagi mínu um Am- eríku. Þetta eru stórkostlegir svartir strigaskór sem eru afar þægilegir í vinnunni þegar ég hleyp til og frá. Þeir gera mig léttari á fæti. Ég vil ekki vera í neinu sem íþyngir mér. Ég þarf til dæmis ekki á háum hælum að halda þar sem ég er hátt í 1.80 á hæð.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.