Fréttablaðið - 13.02.2003, Page 27

Fréttablaðið - 13.02.2003, Page 27
27FIMMTUDAGUR 13. febrúar 2003 Anthony Hopkins: Giftist í þriðja sinn FÓLK Breski leikarinn Anthony Hopkins er á leið upp að altarinu í þriðja sinn. Sú heppna heitir Stella Arroyave, gjaldþrota fyrrverandi fornmunasali frá Suður-Ameríku. Þau hafa verið á föstu í 18 mánuði. Hopkins hefur átt erfitt með ástarsambönd sín að undanförnu þar sem hann grunar konur um að ásælast einungis peningana hans. Fyrrverandi eiginkona hans Jenni fékk til að mynda 7 milljónir punda í skilnaðarsáttmála. Jenni lýsir Hopkins sem barna- legum manni. „Ég þurfti að halda á veskinu hans, húslyklum, ávís- anahefti og vasaklút. Hann er al- gjörlega ósjálfbjarga.“ ■ ANTHONY HOPKINS Þykir maður dularfullur en góður leikari. Hann túlkaði mannætuna Hannibal Lecter á eftirminnilegan hátt. FYRIRHUGUÐUM ÁRÁSUM MÓTMÆLT Um 750 naktar konur sjást hér mynda setninguna „Ekki stríð“ á hæð við Byron-flóa rétt fyrir utan Sydney í Ástralíu. Konurnar kröfðust þess að John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, kallaði her landsins til baka frá Mið-Austurlöndum. Twiggy Ramirez, fyrrverandibassaleikari Marilyn Manson, er genginn til liðs við hljómsveit- ina A Perfect Circle. Twiggy, sem hætti í sveit Manson í fyrra, var boðið að ganga í A Perfect Circle eftir spjall við trommuleikara hennar, Josh Freese. „Við rædd- um um sveitina og ég hafði sam- band við þá nokkrum vikum síðar. Síðan hófust æfingar,“ sagði Twiggy. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.