Fréttablaðið - 13.02.2003, Page 28

Fréttablaðið - 13.02.2003, Page 28
28 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR TÍSKA Tónlistarmaðurinn Sean Combs, eða P. Diddy eins og hann kallar sig, er talinn vera einn rík- asti listamaður Bandaríkjanna. Hann er einnig talinn hafa haft mikil áhrif á menningu vestan- hafs, ekki bara fyrir tónlist sína og kvikmyndir heldur hönnun á fatnaði sem hann klæðist gjarnan sjálfur. P. Diddy boðaði til glæsilegrar sýningar um síðustu helgi og sýndi þar nýja haustlínu. Þar gaf að líta glæsilega sam- setningu á leðri, jakkafötum, loð- feldum og úlpum svo fátt eitt sé nefnt. P. Diddy er sagður vera betri kaupsýslumaður en listamað- ur. Þó velkist enginn í vafa um að hann er frábær fatahönnuður og hannar föt fyrir bæði kynin. Konur eru afar hrifnar af hönnun hans, enda átti hann um tíma í ástarsam- bandi við eina frægustu konu heims, Jennifer Lopez. P. Diddy hefur mikið verið í sviðsljósinu undanfarin ár. Hann gengur undir jafn mörgum nöfn- um og kölski sjálfur, samanber Puff Daddy, Sean Combs eða P. Diddy. Hann komst í kast við lögin fyrir nokkrum árum þar sem hann var grunaður um að hafa átt þátt í morði. ■ Haustlína P. Diddy: Leður og loðfeldir SMART Í ÚLPU Jakkaföt og loðfóðruð úlpa yfir er eitthvað sem P. Diddy gæti hugsað sér að klæðast í haust. LEÐURKLÆDD Fyrirsæta sést hér klædd leðri en hönnuður fatnaðarins P. Diddy er afar hrifinn af því. P. DIDDY SEAN „P. Diddy“ Combs var ánægður með af- raksturinn þegar hann var klappaður upp eftir tískusýningu sem hann hélt. Pondus eftir Frode Øverli Til hamingju með daginn, Gunni! Kom þetta á óvart, kallinn minn? Já, ég verð að segja það! FLOTTUR Á SVIÐI Jon Bon Jovi var að vanda flottur þegar hann tróð upp með hljómsveit sinni á Meadowlands-leikvanginum í New Jersey. Er þörf á samkeppni í menntamálum? - málþing um samkeppnisstöðu háskólanna, LÍN, framtíðarsýn í menntamálum og fleira. Framsögumenn: Hjálmar Árnason, alþingismaður Ármann Höskuldsson, þjóðlífsfulltrúi í háskólaráði Háskóla Íslands Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst Sæunn Stefánsdóttir, háskólanemi og frambjóðandi Framsóknarflokksins Pallborð að loknum framsögum Fundarstjóri: Dagný Jónsdóttir, formaður SUF Málþingið fer fram fimmtudagskvöldið 13. febrúar kl. 20:00 að Hverfisgötu 33, 101 Reykjavík. Allir hjartanlega velkomnir. Samband ungra framsóknarmanna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.