Fréttablaðið - 04.04.2003, Page 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 4. apríl 2003
Tónlist 18
Leikhús 18
Myndlist 18
Bíó 20
Íþróttir 15
Sjónvarp 22
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
ÞINGMENNSKA
Barist
við jaxla
VORIÐ
Bjartsýni
og gleði einkenna
vorið
FÖSTUDAGUR
80. tölublað – 3. árgangur
bls. 26
MYNDLIST
Tvíeggjað
farartæki
bls. 31
TÓNLEIKAR Eivør Pálsdóttir og hljóm-
sveit eru með tónleika í Kaffileik-
húsinu klukkan 21. Á tónleikunum
verða flutt lög eftir Eivøru auk
gamallar færeyskrar tónlistar og
nokkurra íslenskra laga.
Færeyskir og
íslenskir tónar
FUNDUR Stígamót standa fyrir opnum
fundi með frambjóðendum flokk-
anna í Hlaðvarpanum klukkan 12. Á
dagskrá verða málefni kynjanna
með áherslu á kynferðisofbeldi í
sinni víðustu mynd.
Rætt um
kynferðisofbeldi
AFMÆLI Finnur Arnar opnar mynd-
listarsýningu í 12 Tónum á Skóla-
vörðustíg klukkan 16 í tilefni fimm
ára afmælis verslunarinnar. Sýn-
ingin ber yfirskriftina Að vera eða
að þykjast ekki vera. Klukkan 17
mun hljómsveitin Kitchen Motors
leika í versluninni.
Myndlist og
lifandi tónlist
bls. 34
REYKJAVÍK Suðlæg átt, 5-10
m/s og súld öðru hverju eftir
hádegi. Hiti 5 til 8 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-10 Rigning 7
Akureyri 10-15 Rigning 5
Egilsstaðir 10-15 Slydda 5
Vestmannaeyjar 10-15 Þokusúld 7
! " #$%&'( )"((**+ ) , -*(.* / 0-$%&'1
(-* ( ! )
RÁN „Rannsóknardeildin hefur ýtt
flestum málum til hliðar og öllu er
tjaldað til að leysa þetta mál. Okkur
eru að berast vísbendingar frá ýms-
um stöðum á landinu, bæði frá lög-
reglu sem fólkinu í landinu,“ sagði
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni í Hafn-
arfirði, um gang rannsóknarinnar
vegna ránsins í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar. Þrátt fyrir það hversu mik-
ið afl hefur verið sett í málið hefur
enginn verið handtekinn.
Umfangsmikil leit stendur yfir
að ræningjanum, en vitað er að
hann er ungur. Margar vísbend-
ingar hafa borist lögreglunni í
Hafnarfirði og margir verið kall-
aðir til.
Bankaræninginn kom vopnaður
hnífi inn í Sparisjóðinn og náði öll-
um peningum í skúffu eins gjald-
kerans. Kristján segir ránið alvar-
legt en telur ekki spilla rannsókn-
inni þó hún taki nokkurn tíma.
Grunur leikur á því að banka-
ræninginn hafi flúið á bíl. Eftir
að starfsmenn Sparisjóðsins til-
kynntu um ránið voru lögreglu-
menn fljótir á staðinn, eða í
kringum tvær mínútur. Ólíklegt
er að maðurinn hafi komist af
vettvangi á hlaupum. Kristján
segir leitarhunda hafa rakið slóð
ræningjans og að hún hafi endað
við Bónusverslun skammt frá
bankanum.
Bankaræninginn var með hulið
andlit þegar hann réðist til atlögu í
sparisjóðnum. Því sést ekki hver er
þar á ferð.
Karl Karlsson, skósmiður í Skó-
aranum í næstu byggingu við bank-
ann, sagði að um sama leyti og rán-
ið var framið hafi piltur komið inn
til sín og viljað fá bíða. Lýsing
Karls passar við þá mynd sem lög-
reglan gefur af ræningjanum.
Þrátt fyrir það taldi Karl ekki víst
að hann myndi þekkja manninn á
mynd.
Ekki hefur fengist uppgefið,
hvorki hjá lögreglu né Sparisjóðn-
um, hversu hárri upphæð banka-
ræninginn náði.
kolbrun@frettabladid.is
Ræninginn
ófundinn
Rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði reynir allt til að finna þann
sem rændi Sparisjóð Hafnarfjarðar. Vísbendingar hafa borist lögreglu
frá ýmsum stöðum víða um land. Enginn verið handtekinn.
BANKARÆNINGINN
Víðtæk leit sendur nú yfir að manninum.
ÍRAK Bandarískir hermenn komust
að útjaðri Bagdad síðla í gær.
Sprengingar heyrðust við alþjóða-
flugvöllinn rétt fyrir utan borgina
þar sem bandarískar og íraskar
hersveitir börðust um yfirráðin.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði banda-
ríska hermenn hafa náð nokkrum
jaðarsvæðum Bagdad á sitt vald.
Íraskir ráðamenn sögðust vera að
vinna stríðið.
Rafmagn fór af borginni eftir að
mikil sprenging kvað við að nætur-
lagi að íröskum tíma. Bandaríska
herstjórnin neitaði því að árásir
þeirra hefðu beinst gegn rafveitu
borgarinnar. Bardagar halda áfram
víðs vegar í Írak. Írakar veita
harða mótspyrnu í og við nokkrar
borgir sem bandarískar og breskar
hersveitir reyna að ná á sitt vald.
Bæði Bandaríkjamenn og Bret-
ar hafa viðurkennt notkun klasa-
sprengja í stríðinu í Írak. Notkun
slíkra sprengja hefur verið harka-
lega gagnrýnd þar sem þær þykja
ónákvæmar og líklegar til að valda
mannfalli meðal óbreyttra borg-
ara. ■
FASTEIGNIR
Forystumenn í Félagi fasteignasala vilja að
meiri kröfur séu gerðar til þeirra sem oft
höndla með aleigu fólks í kaupum og sölu
á fasteignum.
Fasteignasalar:
Áhyggjur
af fasteigna-
sölum
FASTEIGNIR Félag fasteignasala hélt
fund í fyrrakvöld þar sem mennt-
unarmál fasteignasala voru meðal
annars á dagskrá. Forystumenn
fasteignasala hafa áhyggjur af
reglum sem í gildi eru varðandi
starfsleyfi og löggildingu fast-
eignasala og þykir sem kröfur séu
oft ekki nægar. Benda þeir á nýleg
dæmi um ófagleg vinnubrögð
ákveðinna fasteignasala máli sínu
til stuðnings, vinnubrögð sem jafn-
vel hafa endað í fjárhagslegri
skelfingu viðskiptavinanna:
„Við viljum auka orðspor stétt-
arinnar og höfum ákveðnar
áhyggjur,“ segir Björn Þorri Vikt-
orson, formaður Félags fasteigna-
sala, sem var ánægður með
fundinn í fyrrakvöld þar sem ein-
ing ríkti um að breytinga væri þörf
í þessum efnum. Samkvæmt gild-
andi reglum þurfa menn aðeins að
ljúka einu námskeiði og starfa síð-
an í 30 daga undir handleiðslu lög-
gilts fasteignasala til að geta opnað
eigin stofu og farið að höndla fjár-
muni fólks, oft aleiguna. Námskeið
fasteignasalanna tekur tvö ár og
vinna þeir samhliða náminu. Kennt
er tvö kvöld í viku og að auki á
laugardögum. Að því loknu eru
menn færir í flestan sjó:
„Við verðum að gera meiri kröf-
ur og það gleðilega er að dóms-
málaráðuneytið er sammála þeirri
skoðun okkar,“ segir Björn Þorri
Viktorsson. ■
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
febrúar 2003
26%
D
V
90.000 eintök
73% fólks lesa blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
föstudögum?
68%
77%
➜
➜
➜
➜
Hart barist í og við írösku höfuðborgina:
Snaran hert um Bagdad
BANDARÍKJAHER SÆKIR FRAM Skriðdrekar Bandaríkjahers sjást hér sækja fram í Írak. Að sögn bandarískra heryfirvalda eru fremstu
hersveitirnar komnar inn í ystu hluta Bagdad.
AP
/M
YN
D