Fréttablaðið - 04.04.2003, Page 11
■ Afríka
11FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003
blómstrandi páskar
299kr.
Blómstrandi
páskagreinar, 2 stk.
99kr.
Ís & málsháttarpáskaegg
(aðeins í Sigtúni og Akureyri)
699kr./stk.
Páskabegoníur
699kr./stk.
Páskakrýsi
399kr./stk.
Páskaliljur í potti &
Mónu páskaegg
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
07
26
04
/2
00
3
FERÐAMÁL Nýtt ferðakort sem sýn-
ir svæðið frá Snæfellsnesi suður
um Reykjanes og austur um að
Skaftafelli er komið út. Einnig
sýnir kortið drjúgan hluta há-
lendisins og er í mælikvarðanum
1.250.000. Meðal nýjunga má
nefna að við helstu ferðamanna-
staði eru þjónustutákn svo auð-
velt er fyrir ferðamenn að velja
sér áfangastað með tilliti til
þeirrar þjónustu sem sóst er eft-
ir.
Á kortinu eru yfir sex þúsund
örnefni og allar almennar stað-
fræðiupplýsingar. Þá er að finna
hæðarskyggingu og 50 metra
hæðarlínubil. Á því er meðal ann-
ars að finna vegi, veganúmer,
vegalengdir og bensínafgreiðsl-
ur. Merkingar eru fyrir helstu
staði þar sem þjónusta er í boði
fyrir ferðamenn, s.s. gisting,
tjaldstæði, sundlaugar, golfvellir
og svo framvegis. Á kortinu er
enn fremur að finna upplýsingar
um söfn, friðlýstar minjar, upp-
lýsingamiðstöðvar, hringsjár,
bæi í byggð, eyðibýli og rústir
svo eitthvað sé nefnt. Skýringar
eru á ensku, frönsku og þýsku
auk íslensku. ■
MANNFALL Í BORGARASTRÍÐI Að
minnsta kosti 440 óbreyttir borg-
arar hafa látið lífið í átökum
Hutu-skæruliða og hersveita rík-
isstjórnarinnar í Búrúndí síðan í
janúar, að sögn óháðu útvarp-
stöðvarinnar APR. Borgarastríð
hefur ríkt í landinu í níu og hálft
ár.
HUNGURSNEYÐ YFIRVOFANDI
Bann við flutningi búfénaðar til
að koma í veg fyrir frekari út-
breiðslu gin- og klaufaveiki í
Mósambík hefur orðið til þess að
auka til muna hungursneyðina í
landinu. Fátækir bændur selja
gjarnan búfénað til þess að kaupa
matvæli. Hungursneyð blasir nú
við hjá um einni og hálfri milljón
landsmanna vegna þurrka.
Hjálparstarfsmenn í Simbabve
segja að stjórnvöld hafi lagt land-
búnað í landinu í rúst með því að
gera bóndabýli upptæk og úthluta
þeim til stuðningsmanna sinna.
Land sem eitt sinn var brauðkarfa
nærliggjandi landa býr nú við það
að sjö milljónir horfa fram á
hungursneyð.
Matargjafir til landsins hafa
ekki skilað sér sem skyldi. Áætlað
er að 200.000 tonn af matvælum
hafi verið seld á svarta markaðn-
um en ekki verið dreift eins og til
var ætlast.
Stjórnvöld í Malaví seldu mat-
vælabirgðir sínar árið 2001. Á
sama tíma bentu Sameinuðu þjóð-
irnar á að útlit væri fyrir mat-
vælaskort í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
hefur greint frá því að spilling í
stjórnkerfi Angóla kosti landið
meira en nemur upphæðunum
sem farið hefur verið fram á í að-
stoð.
Eyðni skæðasti ógnvaldur-
inn
Þrátt fyrir spillingu og upp-
skerubrest er eyðnifaraldurinn
skæðasti ógnvaldurinn og helsta
ástæðan fyrir viðvarandi hungri,
segir Richard Ragan, svæðisstjóri
Matvælahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna í Sambíu. „Faraldurinn
gegnsýrir allt sem þú gerir í þess-
um heimshluta,“ segir hann.
Ragan segir eyðni draga úr
framleiðslu, auka fátækt og draga
úr möguleikum stofnana til að
koma fólki til hjálpar. Hann bend-
ir á að af 40 afrískum verkfræð-
ingum sem hafi verið ráðnir til að
líta á vegi og hjálpa við skipulagn-
ingu matvæladreifingar séu að-
eins fjórir á lífi.
Ef það á að takast að ráða bug á
hungri í Afríku verða Sameinuðu
þjóðirnar og afrískar ríkisstjórnir
að ráðast til atlögu gegn eyðnifar-
aldrinum af fullum krafti, segir
Ragan. „Ef þau gera það ekki, á
eyðni eftir að útrýma heimsálf-
unni að mestu.“ ■
FRJÓSÖM LANDSVÆÐI ERU EKKI NÓG
Víða eru það ekki landslag og veðurfar sem
stuðla mest að hungursneyð. Skortur á fólki
til að vinna í landbúnaði hefur orðið sífellt
meiri samhliða því að fleiri hafa orðið
eyðnifaraldrinum að bráð.
NÝTT FERÐAKORT
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, afhenti Siv Friðleifsdóttur umhverf-
isráðherra fyrsta kortið á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af útgáfunni. Er kortinu
ætlað að taka við af gömlu Aðalkortum Landmælinga Íslands en þau voru níu talsins.
Nýtt ferðakort:
Rýnt í Vesturland
og Suðurland