Fréttablaðið - 04.04.2003, Page 15
Svo virðist sem allir stjórnmála-flokkarnir séu sammála um
fram undan sé mikill hagvöxtur
vegna byggingar og stækkunar ál-
vera með tilheyrandi virkjunum.
Þeir deila ekki um þetta. Ágrein-
ingur snýst fremur um hvernig
ávöxtum hagvaxtarins skuli deilt
út og ráðstafað. Báðir ríkisstjórn-
arflokkarnir hafa boðað miklar
skattalækkanir til einstaklinga.
Framsókn lagði mesta áherslu á
lækkun tekjuskatts en Sjálfstæð-
isflokkurinn vildi auk þess lækka
neðra þrep virðis-
aukaskattsins og
þar með skattlagn-
ingu matvæla. Auk
þessa leggja flokk-
arnir til skatta-
lækkanir sem vega
minna í heildar-
skattheimtunni en
skipta ákveðna
hópa miklu máli; svo sem lækkun
eignarskatts og erfðafjárskatts.
Vinstri grænir hafa ekki lagt til
skattalækkanir. Tillögur þeirra
miða fremur að tiltekt í skattkerf-
inu til að auka tekjujöfnunaráhrif
þess; að flytja skattbyrði frá þeim
sem hafa lægri laun og þyngri
framfærslu yfir á þá sem hafa
hærri laun og léttari framfærslu.
Vinstri grænir leggja áherslu á að
nota bættan hag ríkissjóðs vegna
aukins hagvaxtar til að efla vel-
ferðarkerfið. Þeir vilja að ríkið
taki meira en deili jafnframt
meiru út á meðal borgaranna sam-
kvæmt einhvers konar réttlætis-
sjónarmiðum. Það er enn óljóst
hvað Samfylkingin vill. Hún held-
ur aukaflokksþing um helgina og
mun þá án efa kynna sínar tillögur
um hvernig bættum hag ríkissjóðs
verður deilt út. Það mátti skilja á
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
um daginn að tillögur Samfylking-
arinnar snerust um fjölþrepa
skattkerfi en vonandi endurskoð-
ar flokkurinn þær hugmyndir. Það
er löngu sannað að það er bæði
peninga- og orkusóun að nota rík-
issjóð til að leiðrétta launagreiðsl-
ur fyrirtækja. Núverandi skatt-
kerfi býður upp á einfalda leið til
jöfnunar. Með því að hækka per-
sónuafslátt fá allir jafn stóra sneið
af bættum hag og skattbyrðin
eykst jafnt og þétt með auknum
tekjum. Þótt mikið hafi verið deilt
um skatta að undanförnu hefur
enginn efast um réttlæti persónu-
afsláttarins. Það er því rétt að nota
jafn óumdeilt tæki meira og betur.
En allt er þetta gott og blessað.
Frá hagfræðingum hafa hins veg-
ar heyrst varnaðarorð sem vert er
að hlýða á. Þau felast í því að
vegna mikilla framkvæmda á
skömmum tíma muni gengi krón-
unar haldast hátt næstu árin og
sömuleiðis vextirnir. Mikil þensla
getur síðan þrýst mjög á verð-
bólgu. Þetta þrennt; hátt gengi,
háir vextir og meiri verðbólga, er
andstyggðarumhverfi fyrir fyrir-
tækin í landinu. Það getur því vel
farið svo að á meðan við erum að
byggja hér upp atvinnutækifæri í
áliðnaði munum við missa af mun
fleiri tækifærum í öðrum grein-
um. Sá mikli þjóðarhagur sem
flokkarnir keppast nú við að deila
út er því ekki á hendi. Sú mikla
framkvæmdatíð sem er fram und-
an mun án efa reynast mörgum
fyrirtækjum og jafnvel heilu at-
vinnugreinunum um megn. Það
væri ánægjulegt ef eitthvað af til-
lögum flokka sneri að þessum
vanda en væri ekki einvörðungu
ráðstöfun á káli sem er enn ekki í
ausuna komið. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um ráðstöfun flokkanna á
hagkerfi næstu ára.
16 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Síðustu vikurnar er eins oghinn almenni kjósandi sé far-
inn að velta sjávarútvegsmálum
fyrir sér á ný eftir nokkurt hlé.
Kannski vegna þess að bess-
ervisserarnir hjá LÍÚ og smá-
bátaeigendum hafa ekki staðið í
stöðugum hrópum hver á annan -
en slíkur hávaði virkar truflandi
á hugsun fólks um mál af þessu
tagi, ekki síst hjá venjulegum
landkröbbum, sem ekki eru van-
ir að hrópast á yfir vélar í bátum.
Það er greinilegt að þessi
málaflokkur er kominn að ein-
hvers konar þröskuldi. Óbreytt
er fiskveiðistjórnunarstefnan
hægt og hljótt að missa tiltrú.
Þessi efi er ekki tilkominn vegna
sannfæringarkrafts einhverra
stjórnmálamanna, og því síður
vegna stóryrtrar gagnrýni sjálf-
hverfra hagsmunaaðila. Fólk sér
einfaldlega að þetta er ekki að
ganga upp. Og þetta hafa stjórn-
málamenn líka komið auga á -
bæði stjórnarandstæðingar og
stjórnarliðar.
Árni Mathiesen varpaði á dög-
unum fram róttækri hugmynd (í
það minnsta á hans eigin mæli-
kvarða) um líffræðilega fisk-
veiðistjórnun, sem sýnir að hann
viðurkennir að kerfið, eins og
það er í dag, er ekki að gera það
sem það á að gera varðandi
verndun fiskistofnanna. Jafn-
framt rauf Árni bannhelgi á fjöl-
mörgum atriðum í umræðunni,
svo sem möguleikanum á að taka
upp færeyska kerfið, að í kring-
um landið væru margir undir-
stofnar þorsks og fleira. Stjórn-
völd, með sjálfan sjávarútvegs-
ráðherrann í broddi fylkingar,
eru þannig í raun að staðfesta
efasemdir fólks - kerfið er ekki
að byggja upp þorskstofninn.
Stjórnarandstæðingar hafa
vissulega líka bent á þennan
galla fiskveiðistjórnunarinnar.
Hins vegar hafa ræðuhöld þeirra
frekar beinst að misskiptingunni
og tilflutningi valdsins sem fylg-
ir kvótanum og hinu frjálsa
framsali. Hugsanlega er hluti
skýringarinnar á auknu gegni
Samfylkingarinnar í könnunum
sá að flokkurinn hefur tekið af-
gerandi afstöðu með fyrningar-
leiðinni svokölluðu, sem miðar
að því að vinda ofan af núverandi
fyrirkomulagi á eignarhaldi afla-
heimilda. En það eru fleiri póli-
tískar skútur sem vilja nýta sér
þennan nývakta byr sem nú virð-
ist vera fyrir gagnrýni á kvóta-
kerfið. Á þessi mið róa nú Frjáls-
lyndir af miklum móð og kynna
meira að segja sérstakt sjávarút-
vegsráðherraefni, einir flokka. Á
þessi sömu kvótamið rær nú líka
hinn óháði Kristján Pálsson, eftir
að hafa sloppið naumlega frá því
að verða ísaður í stíum djúpt í
lestum Sjálfstæðisflokksins.
Fyrir eru svo vitaskuld Vinstri
grænir, sem einnig eru afar
gagnrýnir á fiskveiðistjórnunar-
kerfið og hafa sína eigin út-
færslu á fyrningarleiðinni.
Öll eru þessi stjórnmálaöfl að
fiska eftir atkvæðum á sömu tak-
mörkuðu miðunum og ágangur-
inn því mikill á hvert atkvæðis-
ígildiskíló þessa síðustu sóknar-
daga fyrir kosningarnar. Og eins
og í öllum góðum skrapdagakerf-
um, þar sem sóknin er frjáls í til-
tekinn tíma, eru öll fley sjósett,
líka þau sem lengi hafa legið í
naustum. Þannig var í gær ýtt úr
vör enn einum kvótagagn-
rýnendaflokknum, Nýju afli. Þar
eru gamalkunnir „þráagemling-
ar“ innanborðs, menn sem hafa
rekist illa í gömlu flokkunum
vegna þess sem sumir kalla sér-
visku, en aðrir sjálfstæðar skoð-
anir.
Óvarlegt er að gerast of stór-
tækur í spádómum, en ekki
kæmi á óvart þótt endurnýjaður
áhugi fjölmargra á sjávarút-
vegs- og fiskveiðistjórnunar-
málum muni heldur dofna við
þessa sinfóníu kvótagagnrýni
sem nú er komin fram. Allt er
þetta jú í grunninn sama gagn-
rýnin, en blæbrigðin eru mörg
og sannfæring manna slík að all-
ir þurfa að vera í sérstökum
flokkum. Nánast flokkur á
mann! Á áttunda áratugnum var
á Íslandi nokkuð fjölmenn
maóistahreyfing - svona miðað
við það sem gerist með maóista-
hreyfingar í siðuðum löndum.
Aldrei náði hún þó að verða að
fjöldahreyfingu, enda klofin
upp í marga hópa með ólíkum
blæbrigðum. Það voru Komm-
únistasamtökin marxistarnir-
lenínistarnir. Svo voru það
Kommúnistasamtökin marxist-
arnir - lenínistarnir - byltingar-
sinnarnir, sem voru allt annað.
Og þessi tvenn samtök voru svo
auðvitað ekki það sama og Ein-
ingarsamtök kommúnista marx-
istarnir - lenínistarnir! Margir
reyndu að hlusta, enda virtust
maóistarnir flestir trúa á rétt-
læti og hið góða í manninum. En
fáir skildu hina dýpri merkingu
blæbrigðanna eða hvernig allir
hóparnir gátu verið handhafar
hins eina sanna sannleika. Á
endanum yppti fólk öxlum og
sneri sér frá þessum pólitísku
sértrúarsöfnuðum og að gömlu
flokkunum. Þó einhverjir
óánægðir sjálfstæðis- og fram-
sóknarmenn kjósi í vor kvóta-
gagnrýnendaframboð frekar en
að kjósa Samfylkinguna er hætt
við að flestir upplifi þessi fram-
boð og umræðuna almennt með
svipuðum hætti og maóistana á
sínum tíma - og haldi sig þá
einfaldlega frekar við þetta
venjulega, eitthvað sem þeir
þekkja. ■
Svikin loforð
R-listans
Anna María Jónsdóttir, Einar Birgir Hauks-
son, Elísa Sigrún Ragnarsdóttir, Emil Örn
Kristjánsson, Guðrún Erla Guðjónsdóttir,
Guðveig Jóna Hilmarsdóttir, Jón Oddur
Davíðsson, Lilja Viðarsdóttir, Skúli Viðar
Magnússon, Steinar Guðmundsson og Þór-
dís T. Þórarinsdóttir skrifa:
Að gefnu tilefni viljum við und-irritaðir íbúar í Rimahverfi að
eftirfarandi komi fram: Við teljum
að ekki hafi verið komið nema að
mjög litlu leyti til móts við óskir
okkar hvað varðar skipulag á svo-
kallaðri Landssímalóð í Gufunesi.
Fullyrðingar fulltrúa R-listans í
Skipulags- og byggingarnefnd
borgarinnar um annað eru ósann-
ar. Bókanir fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins eru réttar. R-listinn hef-
ur blákalt svikið þau loforð sem
okkur voru gefin og hafa ítrekað
farið með ósannindi, ef ekki hrein-
ar lygar, um framgang þessa máls.
Meginkrafa okkar er að þétt-
leiki byggðar á nefndri lóð verði í
samræmi við aðliggjandi byggð en
við því hefur ekki verið hreyft.
Annað sem gert hefur verið til að
koma til móts við okkur er vissu-
lega til bóta en hlýtur að teljast
smáatriði. Þremur dögum fyrir
síðustu borgarstjórnarkosningar
kom þáverandi borgarstjóri, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, á kosn-
ingafund í Grafarvogi. Þar fullyrti
hún að komið yrði til móts við kröf-
ur okkar. Það hefur ekki verið
gert.
Fögur loforð hafa verið brotin á
okkur íbúum og allar fullyrðingar
um að sátt hafi náðst eru rangar. ■
Um daginnog veginn
BIRGIR GUÐ-
MUNDSSON
■ stjórnmálafræðing-
ur skrifar um grósku í
kvótaframboðum.
Af maóískum
blæbrigðum
■ Bréf til blaðsins
■ Athugasemd
Bætiflákar
Verið að takmarka
skoðanafrelsi
„Mér finnst það skilyrði að
menn þurfi að bjóða fram í öll-
um kjördæmum afskaplega
strangt. Það jaðrar við að það
sé fyrst og fremst verið að
reyna að takmarka skoðana-
frelsi manna. Það er heilmikið
í mínum stefnumálum sem
varðar allt landið og mér
finnst að sú hlutleysisstefna
sem Ríkisútvarpið á að hafa sé
ekki virt,“ segir Kristján Páls-
son, alþingismaður og efsti
maður á framboðslista T-list-
ans.
T-LISTI KRISTJÁNS PÁLSSONAR FÆR EKKI AÐ TAKA ÞÁTT Í
UMRÆÐUÞÁTTUM RÍKISSJÓNVARPSINS FYRIR KOSNING-
ARNAR 10. APRÍL, VEGNA ÞESS AÐ HANN BÝÐUR BARA
FRAM Í EINU KJÖRDÆMI.
Kálið er
ekki sopið
Guðlaugur Þór Þórðarson
borgarfulltrúi
Almennt á hæsta
boð að gilda
Almenna reglan er sú að hæsta tilboð eigi að
gilda. Ég var reyndar mjög sáttur við það þegar
menn voru með önnur markmið eins og að leyfa
almenningi að taka þátt í einkavæðingunni eins
og gert var með FBA og bankana. Einstaklingum
var gefinn kostur á því að kaupa hlut sem var
síðan dreift eftir því hve margir tóku þátt. Þetta
var nokkuð misnotað, því miður. Mér finnst það
markmið í sjálfu sér að fólkið í landinu eigi fyr-
irtækin. Reglan er sú að hæsta boð gildi en ein-
nig er hægt að ná fram öðrum markmiðum eins
og ég nefndi með einkavæðingu bankanna. ■
Guðmundur Árni Stefánsson
alþingismaður
Nafn kaupanda
á ekki að skipta máli
Nafnið á því fyrirtæki eða þeim einstaklingi sem
býður hæst og best skiptir ekki máli. Mér finnst
mjög mikilvægt að skoða þær verðhugmyndir sem
liggja að baki og hugmyndir kaupanda um framtíð-
arrekstur, þetta tvennt þarf að vigta saman. Ég hef
alltaf verið skotinn í því þegar starfsmenn viðkom-
andi fyrirtækis hafa samið um að kaupa það.
Ákveðin trygging er þá fyrir því að fyrirtækið haldi
áfram starfsemi með lítið eða óbreyttum hætti. Það
tryggir starfsöryggi þeirra sem fyrir eru. Mér
finnst mjög mikilvægt að Íslenskir aðalverktakar
geti haldið áfram að vera öflugur aðili á innlendum
verktakamarkaði. ■
Hvaða tilboði á að taka?
Skiptar skoðanir
■ Af Netinu
Launamismunur óþolandi
„Jafnrétti er réttlæti. Það er óvið-
unandi að enn sé munur á þeim
launum sem körlum og konum eru
greidd fyrir sömu vinnu á íslensk-
um vinnumarkaði. Það er óþol-
andi að konum sem starfa hjá ríki
og sveitarfélögum séu greidd
lægri laun en körlum sem starfa
við hlið þeirra.“
ÁRNI MAGNÚSSON Á VEFNUM HRIFLA.IS
Auðræði í stað lýðræðis
„Við siglum áleiðis til þjóðskipu-
lags Bandaríkjanna, þar sem auð-
ræði hefur leyst lýðræði af hólmi,
þar sem meira en allur hagvöxtur-
inn fer í að bæta kjör þeirra allra
bezt settu, og þar sem almúginn
verður sífellt fátækari.“
JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS
■
Þetta þrennt;
hátt gengi, háir
vextir og meiri
verðbólga, er
andstyggðar-
umhverfi fyrir
fyrirtækin í
landinu.
FRÁ RITSTJÓRN Að gefnu tilefni
er ítrekað að þeir sem vilja fá
birt lesendabréf láti fylgja með
fullt nafn og heimilisfang. Það
kemur þó ekki í veg fyrir að
hægt sé að birta bréf undir dul-
nefni, sé þess óskað. Þá er æski-
legt að bréfin séu ekki lengri en
sem nemur 1.000 slögum.