Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2003, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 04.04.2003, Qupperneq 16
17FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003 Atvinnuleysi þroskaheftra: Ný deild í Bjarkarási FÉLAGSMÁL Styrktarfélag vangef- inna í Reykjavík hefur opnað nýja deild í Bjarkarási. Deild- inni er ætlað að veita sex ein- staklingum með þroskahömlun og atferlisfrávik hálfsdagsþjón- ustu. Flestir þeirra sem munu sækja þjónustu á nýju deildina, sem nefnd hefur verið Selið, eru að hefja vinnu eftir langvarandi atvinnuleysi. Í Selinu munu þeir fá einstak- lingsmiðaða þroskaþjálfun sem hefur það að markmiði að þeir verði betur færir um að takast á við daglegt líf og verkefni við hæfi hvers og eins. Deildin er opnuð á grundvelli verksamnings milli Styrktar- félags vangefinna annars vegar og Svæðisskrifstofu Reykja- víkur og félagsmálaráðu- neytisins hins vegar. ■ Komdu og kynnstu af eigin raun hvað það er sem heillar bílaáhugafólk um víða veröld við Mazda6. Og svo er verðið miklu hagstæðara en ríkulegur búnaður bílsins gefur til kynna. Mátaðu Mazda6 Mazda6 bíll ársins í Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Litháen, Írlandi, Skotlandi, Svíþjóð og annað sætið í kosningu á bíl ársins í Evrópu og Gullna stýrinu í Þýskalandi. . Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 12-16. Ræsir, Skúlagötu 59. HEILBRIGÐISMÁL Könnun Manneld- isráðs um mataræði og holdafar Íslendinga leiðir í ljós greinilegan mun á íbúum höfuðborgarsvæðis- ins og landsbyggðarinnar. Fólk á landsbyggðinni er feitara en höf- uðborgarbúar. Laufey Steingrímsdóttir, for- stöðumaður Manneldisráðs, segir að könnunin verði notuð til að stuðla að jöfnuði milli höfuðborg- ar og landsbyggðar. „Við gerum könnunina í þeim tilgangi að nota hana. Heilbrigðisáætlun kveður á um að jöfnuður eigi að ríkja milli fólks á landsbyggð og í höfuðborg, en könnunin sýnir að svo er ekki. Fólk á landsbyggðinni borðar feit- ari mat og er feitara en í borginni og áróðri okkar verður hagað eft- ir þeim niðurstöðum,“ segir hún. Talsverður munur er á matar- æði fólks eftir því hvort það býr í dreifbýli eða á þéttbýlisstöðum landsbyggðarinnar. Ungir karl- menn á þéttbýlisstöðunum neyta meiri sælgætis og gosdrykkja en í sveitum og borg. Í sveitum lands- ins er aftur á móti neytt meira feitmetis. Að sögn Laufeyjar gref- ur þetta ekki undan ágæti ís- lenskra landbúnaðarvara. „Þetta er alltaf spurning um hversu mik- ið magn fólk borðar af ákveðnum fæðutegundum.“ Munurinn á holdafari og mataræði landans eftir búsetu- svæðum er skýrður með mismun- andi aðstæðum fólks á svæðun- um. Ólíkt því sem áður var er auð- veldara að nálgast ferskan fisk í höfuðborginni en úti á landi og að- stæður til líkamsræktar eru ekki þær sömu. „Svo fær fólk í sjávarplássum fiskinn ekki lengur spriklandi upp á borð til sín. Nú er hann beinfrystur í matvörubúðunum. Auk þess eru aðstæður til hreyf- ingar betri í borginni en lands- byggð, hversu undarlega sem það hljómar. Eitt af því sem vekur furðu mína er að erlendar rann- sóknir hafa sýnt fram á að borg- arbúar víða um heim hreyfa sig meira en landsbyggðarfólk. Fólk úti á landi hefur ekki sömu tæki- færi á að hreyfa sig og borgarbú- ar, og það hreyfir sig væntanlega minna,“ segir Laufey forstöðu- maður. ■ Átak gegn offitu landsbyggðarfólks Manneldisráð hefur birt niðurstöður um holdafar og mataræði landans: SJÁVARÚTVEGSMÁL „Það er rétt sem hann segir að við höfum eytt gríð- arlegum tíma og orku í að deila um kvótakerfið. En það er náttúr- lega fyrst og fremst vegna þess að það er svo óréttlátt og ekkert at- vinnufrelsi ríkir þar meðan einka- eignaréttur er á aflaheimildum. Þar verður aldrei friður um og mönnum ætti að vera það ljóst eft- ir allan þennan tíma,“ segir Jó- hann Ársælsson, Samfylkingu, en hann á sæti í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Jóhann er afar ósáttur við ým- islegt sem fram kemur máli Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra í helgarviðtali Fréttablaðsins. Hann telur það til dæmis fjar- stæðu sem Árni segir um sátt í sambandi við fiskveiðistjórnun. „Þetta eru fáránleg öfugmæli. Þeir ákváðu þetta bara sjálfir í al- gerri ósátt við stjórnarandstöð- una. Ég var í sáttanefndinni og það voru ákveðnir möguleikar inni í myndinni. En skyndilega klipptu Árni og þeir sjálfstæðis- menn bara á umræðuna og vildu ekkert halda áfram á þeirri braut þar sem við vorum komnir með snertifleti í málinu. Þá var bara kippt í einhverja spotta.“ Árni Mathiesen talar um að engin leið sé fyrir stjórnarand- stöðuna að ná saman í málinu. Það telur Jóhann firru, segir megin- ágreininginn milli þeirra sem vilja einkaeignahald á veiðrétti, líkt og nú er, og þeirra sem vilji að fiskurinn í sjónum sé alvöru þjóð- areign. „Og þar sem hann talar um að stefna Samfylkingarinnar myndi leiða til þess að veiðiheim- ildir flyttust á höfuðborgarsvæð- ið! Ég veit ekki í hvaða heimi þessi maður býr? Sér Árni ekki byggðaröskunina sem núverandi kerfi hefur í för með sér?“ ■ JÓHANN ÁRSÆLSSON Gagnrýnir harðlega málflutning Árna Mathiesen og segir það fáránleg öfugmæli að komin sé sátt og niðurstaða um stefnu í fiskveiðistjórnun. Urgur vegna viðtals við sjávarútvegsráðherra: Fiskurinn sé þjóðareign Tungudalur: Kviknaði í út frá kamínu LÖGREGLUMÁL Eldur kviknaði í sumarbústað í Tungudal við Ísa- fjörð í fyrrakvöld. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Að sögn lögreglunnar á Ísa- firði barst tilkynning klukkan sjö. Töluverðar skemmdir urðu innanhúss, aðallega vegna sóts og reyks. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kamínu. Vegna vegaframkvæmda inn í Tunguskóg var vegurinn að bú- staðnum lokaður. Vegagerðar- menn brugðust skjótt við og ruddu leið fyrir slökkviliðið. Komu þeir þannig í veg fyrir taf- ir vegna slökkvistarfs. ■ MISMUNUR EFTIR BÚSETU Landsbyggðarfólk er feitara.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.