Fréttablaðið - 04.04.2003, Síða 18
19FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003
hvað?hvar?hvenær?
1 2 3 4 5 6 7
APRÍL
Föstudagur
FÓTBOLTI Um síðustu helgi skrifaði
Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan,
undir tveggja ára samning við fé-
lagið. Maldini hefur verið á mála
hjá Milan frá 16 ára aldri en þeg-
ar nýi samningurinn rennur út
varður hann orðinn 37 ára.
Maldini hefur verið afar far-
sæll leikmaður hjá Milan. Sex
sinnum hefur hann orðið ítalskur
meistari, þrisvar Evrópumeistari,
tvisvar heimsmeistari og einu
sinni bikarmeistari.
Maldini er einnig leikjahæstur
Ítala með 127 leiki. Fjórtán ára
landsliðsferli hans lauk eftir
heimsmeistarakeppnina í fyrra en
Maldini lék alla 23 leiki Ítalíu í
fjórum lokakeppnum HM.
Cesare Maldini, faðir Paolo, lék
með Milan í tólf ár. Hann kom til
félagsins frá Triestina árið 1954
og fór til Torino árið 1966. Hann
varð síðar þjálfari hjá Foggia,
Ternana, Parma og ítalska U21-
liðinu áður en hann tók við A-
landsliðinu árið 1997. Maldini
þjálfaði Milan frá 1998 til 2001 og
landslið Paragvæ fram yfir loka-
keppni HM í fyrra. ■
18.00 Sýn
Sportið með Olís. Fjallað er um hel-
stu íþróttaviðburði heima og erlendis
18.30 Sýn
Football Week UK. Nýjustu fréttirnar
úr enska boltanum.
19.00 Sýn
Trans World Sport. Íþróttir um allan
heim.
20.00 Sýn
4-4-2. Snorri Már og Þorsteinn J.
fjalla um enska og spænska fótbolt-
ann, Meistaradeildina og allt mark-
vert sem gerist í þessum hasarleik
tuttugu og tveggja leikmanna. Þetta
er þáttur fyrir þá sem vita allt um fót-
bolta og líka þá sem vita lítið sem
ekkert
23.00 Sýn
4-4-2 (e.)
FERILL PAOLO MALDINI
(26. júní 1968)
AC Milan 1985-2003 501 25
Ítalía 1988-2002 126 7
Fyrsti deildarleikur
Udinese - AC Milan 1-1, 20. janúar 1985
Fyrsti landsleikur
Júgóslavía - Ítalía 1-1, 31. mars 1988
FERILL CESARE MALDINI
(5. febrúar 1932)
AC Milan 1954-1966 347 60
Ítalía 1961-1963 14 -
Fyrsti deildarleikur
AC Milan - Triestina 4-0, september 1954
Fyrsti landsleikur
Ítalía - Norður-Írland 3-2, 25. apríl 1961
Paolo Maldini:
Kjölfestan í liði AC Milan
MALDINI
Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, fram-
lengdi samning sinn við félagið til 2005.
bekkinn. En Sheringham átti eftir
að skila ómetanlegu starfi fyrir
United því þegar hann kom inn á í
tveimur af stærstu leikjum fé-
lagsins frá upphafi skipti hann
sköpum fyrir liðið og átti stóran
þátt í að tryggja liðinu þrennuna
frægu.
Sheringham kom inn á sem
varamaður í úrslitaleik ensku bik-
arkeppninnar gegn Newcastle og
skoraði strax eftir 96 sekúndur.
Því næst lagði hann upp annað
mark United fyrir Paul Scholes og
var í kjölfarið valinn maður leiks-
ins.
Sheringham átti eftir að endur-
taka leikinn því í úrslitaleik Meist-
aradeildarinnar gegn Bayern
München kom hann inn á sem
varamaður, skoraði jöfnunarmark
United og lagði upp sigurmarkið
ógleymanlega fyrir Ole Gunnar
Solskjær. Þar með hafði marka-
hrókurinn þaggað niður í öllum
óánægjuröddum og um leið öðl-
aðst þá virðingu sem hann verð-
skuldaði.
Næsta leiktíð var Sheringham
erfið. Hann fékk aðeins fjórtán
sinnum að byrja inn á í liði United
og skoraði lítið. Sú næsta, sem
jafnfnframt var hans síðasta með
United, var aftur á móti frábær.
Sheringham festi sig í sessi sem
aðalframherjinn í liði United,
skoraði 22 mörk fyrir liðið í öllum
keppnum og var kjörinn leikmað-
ur ársins í úrvalsdeildinni, eitt-
hvað sem fáum hefði dottið í hug
nokkrum árum áður.
Eftir að Sheringham sneri aft-
ur á White Hart Lane hefur hann
gert góða hluti en nú hillir undir
endalok hans hjá félaginu. Samn-
ingur hans rennur út eftir þessa
leiktíð og honum hefur verið til-
kynnt að samningur hans verði
ekki endurnýjaður komist félagið
ekki í Evrópukeppnina.
Sheringham getur samt sem
áður vel við unað. Ferill hans hef-
ur verið afar farsæll. Yfir 300
deildarmörk á ferlinum, þrennan
fræga með United og fjöldi lands-
liðsmarka fyrir England í gegnum
árin sanna það. ■