Fréttablaðið - 04.04.2003, Síða 19
Þegar ég var lítil hópuðustkrakkar saman og stofnuðu til
ýmissa leikja. Í öllum hópum fann
maður foringja. Við krufum það
aldrei til mergjar af hverju einn
var meiri for-
ystusauður og
oft reyndu
minni spámenn
að ná hylli á leik-
vellinum og
gripu til allra
ráða sem tiltæk
voru, t.d. að
mæta með
nammipoka.
Þetta kom í hugann þegar ég
hlustaði á ræðu Davíðs á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins á
fimmtudaginn var. Einhvern tím-
ann hefði ráðherrann kallað það
sem þar var boðið á borð ósann-
færandi yfirboð og ábyrgðarleysi.
Sérstaklega ef jafnaðarmenn
ættu í hlut.
Ég upplifi foringja sem hefur
ráðið ríkjum á leikvellinum, en nú
er komin ný hörkustelpa í hverfið.
Allir laðast að henni og vilja vera
í liðinu hennar. Þá reynir kappinn
að mæta með fulla vasa af nammi
til að ná sínum fyrri vinsældum.
Við jafnaðarmenn höfum á Al-
þingi oft minnt stjórnarflokkana á
loforðin fyrir síðustu kosningar.
Minnt Framsóknarflokkinn á
barnakortin, hækkun barnabóta
og afnám tekjutenginganna. Við
höfum ítrekað minnt sjálfstæðis-
menn á svikin við eldri borgara.
Fyrir síðustu kosningar var því
lofað að afnema tekjutengingu líf-
eyrisgreiðslna almannatrygginga
til þeirra sem náð hefðu 67 ára
aldri. Þeir sögðu að í stað grunn-
lífeyris, tekjutengingar og heimil-
isuppbóta ætti hver einstaklingur
að fá tiltekin eftirlaun á mánuði
sem ekki yrðu tekjutengd eða
skert með nokkru móti en þetta
reyndust innihaldslaus kosninga-
loforð.
Það er alveg sama hvernig þeir
reyna að snúa sig út skattaum-
ræðunni. Staðreyndirnar koma
fram í þingskjali sem kom fram á
næstsíðasta degi þingsins með
svörum við spurningum sem ég
bar fram í október. Það er alvar-
legt umhugsunarefni að upplýs-
ingar um dreifingu skattbyrðanna
skuli ekki hafa legið á lausu í fjár-
málaráðuneytinu. Að hátt á fimm-
ta mánuð hafi tekið að vinna upp-
lýsingarnar sem ég bað um.
Hvernig er unnt að framkvæma
réttláta skattapólitík ef maður
veit ekki hvernig byrðarnar
dreifast á bökin? Í svarinu er stað-
fest það sem stjórnarandstaðan,
verkalýðshreyfingin, félög eldri
borgara og Öryrkjabandalagið
hafa margsinnis áréttað. Að með
því að lækka skattprósentu flatt
er þeirri skattalækkun óréttlát-
lega skipt sé ekkert annað að gert
og skattfrelsismörk haldast jafn
lág áfram.
Í þessu margrædda svari sést
að ríkið er búið að spara hátt á 8.
milljarð króna í barnabótum í stað
þess að auka stuðning við barna-
fólk. Úr því má líka lesa að ójöfn
skattbyrði heldur áfram þó 5 millj-
örðum verði veitt til lækkunar
skattprósentunnar. Þarna sést
svart á hvítu að skattbyrði 18 millj-
óna hjónanna hefur lækkað um 8
prósent meðan neðstu tekjuhóp-
arnir hækkuðu um 5 til 7 prósent.
Áfram á að lækka tekjuskatt
flatt, lækka hátekjuskattinn, ekki
hækka fjármagnstekjuskattinn,
ekki hækka skattfrelsismörk,
ekki hlusta á verkalýðshreyfing-
una og enn á að lofa barnafólkinu
að skila til baka því sem af þeim
hefur verið tekið í lækkuðum
barnabótum. ■
20 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR
Laugavegi 32 561 0075
Hagsæld á landsvísu
Helsta misskipting auðs, ogdragbítur á tilveru byggða
kringum landið, sameinast í hinu
alræmda kvótakerfi. Frá því
kvótakerfið var sett á fyrir 20
árum hefur þorskafli dregist sam-
an úr 400 þúsund
tonnum á ári,
niður í tæp 180
þúsund tonn,
þvert ofan í spár
og fyrirheit. Nú
er svo komið að
þjóðarbúið er að
verða af útflutn-
ingsverðmætum, sem nema hálfri
Kárahnjúkavirkjun á ári. Við þetta
bætist, að skuldir sjávarútvegsins
hafa meira en tvöfaldast, og nema
nú um 230 milljörðum króna. Tugir
milljarða af þessari skuldaaukn-
ingu kemur til af því að ríkis-
stjórnin heimilar framsal á kvóta,
þessari stjórnarskrárvörðu sam-
eign þjóðarinnar. Með blessun rík-
isstjórnarinnar, og hagstæðum
breytingum á skattalöggjöf, þá
hafa einstaklingar, sem fengu út-
hlutaðar aflaheimildir, snúið baki
við útgerð og farið með hundruð,
jafnvel þúsundir milljóna króna,
skattfrjálst úr landi.
Slæm staða sjávarútvegsins
hefur áhrif á alla landsmenn. Þeg-
ar sú staða hefur komið upp, hefur
hagur sjávarútvegsins gjarnan
verið réttur af með skerðingu á
gengi krónunnar, sem aftur rýrði
kaupmátt launafólks. Þrátt fyrir
öll teikn, þá hefur ríkisstjórn Ís-
lands ekkert lært af reynslu sinni
af kvótasetningum. Nú er landbún-
aður að verða ofurseldur sömu ör-
lögum, og öll framleiðsla þar að
verða bundin kvóta. Þessi þróun
hefur haft gífurleg áhrif á þróun
byggðar í landinu. Sjávarpláss sem
eitt sinn iðuðu af lífi, eru ekki
nema svipur hjá sjón nú. Undir-
stöðuatvinnuvegur sjávarbyggða
hefur verið seldur burt.
Eina raunhæfa samlíkingin,
sem mér dettur í hug til að fólk í
Reykjavík skilji áhrifin á þessar
byggðir, er þessi: Segjum að mat-
vöruverslun yrði sett undir
kvóta. Síðan myndu Akureyring-
ar kaupa annan helminginn kvót-
ans og Keflvíkingar hinn. Þannig
að matvöruverslun legðist af í
Reykjavík. Það er ekki ofsögum
sagt, að slík breyting á grund-
vallar þætti mannlífs hér myndi
hafa áhrif á líf fólks. Í hugum
Reykvíkinga er þessi röskun á
lífi þeirra fjarstæðukennd, en í
mörgum byggðalögum í kringum
landið hefur sambærileg röskun
þegar átt sér stað. Þessi röskun á
búsetuskilyrðum úti á landi, hef-
ur orðið til þess, að fólk leitar í
auknum mæli inn á höfuðborgar-
svæðið. Þessir fólksflutningar
kalla á aukna fjárfestingu í bæj-
arfélaginu sem flutt er til, og
valda vannýtingu á fjárfesting-
um sem fyrir eru, svo sem í
gatnagerð, skóla og heilsugæslu.
Því getur sala á kvóta frá Raufar-
höfn á ísfisktogara sem gerður er
út frá Akureyri haft bein áhrif á
útgjöld ríkis, og þeirra bæjarfé-
laga sem fólk hefur flúið til í leit
að atvinnu.
Afnám núverandi kvótakerfis,
og upptaka nýs fiskveiðistjórn-
unarkerfis eftir tillögum Frjáls-
lynda flokksins, með tilheyrandi
breytingu á sóknarmynstri frá
sjávarbyggðum, mun færa lífs-
viðurværi sjávarplássanna aftur
til síns heima. Að þeirri breyt-
ingu á kominni, mun almenn hag-
sæld á Íslandi aukast til muna, og
þær breytingar á skattaumhverfi
einstaklinga sem Frjálslyndi
flokkurinn styður, munu nýtast
enn betur. ■
Kosningar
maí 2003
SIGURÐUR
INGI
JÓNSSON
■ oddviti F-lista,
Reykjavík norður,
skrifar um kvótakerfið.
Raunsæ leið til kjarabóta
Sannast sagna átti ég ekki von áþví að stjórnarflokkarnir tveir
gerðu sig seka um eins mikil yfir-
boð og raun hefur orðið á. Fram-
sókn reið á vað-
ið, skelfingu
lostin yfir slæm-
ri útreið í skoð-
anakönnunum,
og bauð upp á
skattalækkanir
og aukin ríkisút-
gjöld sem flokk-
urinn segir sjálf-
ur að komi til
með að kosta fimmtán milljarða á
ári. Sjálfstæðisflokkurinn bætti
um betur og hækkaði tilboð sitt til
kjósenda um væna fimm millj-
arða. Það er svipuð upphæð og
varið er til félagslegra ráðstafana
í gegnum Félagsmálaráðuneytið á
heilu ári.
Þessir tveir flokkar, sem hafa
verið afspyrnu nískir gagnvart
láglaunafólki og millitekjuhópum
á þeim átta árum sem þeim hefur
verið treyst fyrir stjórnartaumun-
um, lofa nú gulli og grænum skóg-
um. Eða hvað? Gæti verið að lof-
orð um skattalækkanir séu jafn-
framt hótanir um lífskjaraskerð-
ingu? Ef svo færi að hagvöxtur
yrði ekki eins mikill og vonir okk-
ar allra standa til, þá þýða þessar
skattalækkanir annað tveggja,
stórfelldan niðurskurð eða að
kostnaður fyrir veitta þjónustu
yrði tekinn beint, þ.e. með not-
endagjöldum, skólagjöldum, sjúk-
lingasköttum og öðrum álögum.
Þessu verða ábyrgir stjórn-
málaflokkar að svara; hvernig
ætla þeir að bregðast við ef hag-
vöxturinn veitir þeim ekki sjálf-
krafa tækifæri til að efna kosn-
ingaloforð sín? Hvar ætla þeir þá
að skera niður eða hverjir verða
rukkaðir? Þetta eru sjálfsagðar og
eðlilegar spurningar. Í ljósi
reynslunnar upplifa margir kosn-
ingaloforð Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks sem hótanir
um niðurskurð og gjaldtöku.
Hverjar eru þá tillögur Vinstri-
hreyfingarinnar græns framboðs?
Þær ganga ekki út á skattalækkun
heldur tilfærslu innan skattkerfis-
ins. Við viljum auka ráðstöfunarfé
þeirra sem hafa minnstar tekjur
eða heyra til svokallaðra milli-
tekjuhópa. Með öðrum orðum, við
viljum bæta stöðu almennings í
landinu. Það hyggjumst við gera
með tilfærslu innan skattkerfisins
og millifærslukerfisins, svo sem í
barnabótum og húsnæðisbótum.
Við leggjum einnig fram tillög-
ur um hvernig við hyggjumst
reisa húsnæðiskerfið við og þá
sérstaklega bæta stöðu láglauna-
og millitekjufólks til að kaupa eða
leigja húsnæði. Stuðning við
barnafjölskyldur viljum við stór-
auka. Þar leggjum við áherslu á að
leikskólagjöld verði felld niður í
áföngum og komið verði í veg fyr-
ir að efnahagur foreldra ráði því
hvort börn geti stundað íþróttir
eða sótt tónlistartíma.
Þetta eru dæmi um áherslur
okkar á sviði velferðarmála. Við
erum staðráðin í því að efla vel-
ferðarkerfið á Íslandi. Það gerum
við ekki í neinum heljarstökkum.
Þvert á móti þá setjum við fram
tillögur sem ganga upp, segjum
hvernig við ætlum að afla fjárins
og með hvaða hætti við hyggjumst
framkvæma loforð okkar.
Kosningastefna Vinstrihreyf-
ingarinnar græns framboðs mun
ekki fá falleinkunn eins og kosn-
ingastefnuskrár Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks eru þessa dag-
ana að fá frá greiningardeildum
bankanna.
Og eitt mega menn vita, að ef
við verðum svo lánsöm að ytri
skilyrði verða hagstæð, eins og
þau hafa verið undanfarin ár, með
miklum afla og hagstæðu mark-
aðsverði, þá munum við láta allan
þann ávinning sem þjóðinni sam-
eiginlega áskotnast, renna til þeir-
ra hópa sem ríkisstjórnir undir
forræði Sjálfstæðisflokksins hafa
fryst úti allar götur frá 1991. ■
Kosningar
maí 2003
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
■ þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar græns
framboðs skrifar um
skattalækkanir.
Kosningar
maí 2003
RANNVEIG
GUÐMUNDS-
DÓTTIR
■ alþingismaður skrif-
ar um loforð Sjálf-
stæðisflokksins á ný-
afstöðnum landsfundi.
Með fulla vasa af nammi
„Slæm
staða sjávar-
útvegsins hef-
ur áhrif á alla
landsmenn.
„Hvar ætla
þeir þá að
skera niður
eða hverjir
verða
rukkaðir?
„Við höfum
ítrekað minnt
Sjálfstæðis-
menn á svikin
við eldri
borgara.