Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 21
12 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR
ÍRAK Talsverðrar óánægju gætir
meðal breskra hermanna með
framgöngu Bandaríkjamanna í
innrásinni í Írak, að sögn breska
dagblaðsins The Times. Blaðið
hefur eftir breskum herforingj-
um að bandarísku hermennirnir
séu of harðhentir og taki ekki
nægjanlegt tillit til mannslífa.
Mannfall meðal óbreyttra
borgara fyrir hendi bandarískra
hermanna hefur farið fyrir
brjóstið á Bretum. Þar ber hæst
atvikið þegar bandarískir her-
menn skutu ellefu óbreytta íraska
borgara til bana við vegatálma.
Blaðamaður dagblaðsins Wash-
ington Post sagði yfirmenn her-
mannanna sem skutu á fólkið hafa
öskrað á undirmenn sína að þeir
hefðu drepið fólk vegna þess að
þeir hefðu varað það of seint við
til þess að því gæfist færi á að
stöðva.
Að sögn The Times þykir
bresku herforingjunum atvikið til
marks um að bandarískir her-
menn leggi annað hvort ekki
nægjanlega áherslu á að verja
óbreytta borgara eða að þeir séu
ekki undir það búnir. Þeir vísa til
þess að reynsla Breta frá Norður-
Írlandi og friðargæsluverkefnum
víða um heim hafi undirbúið þá
fyrir að eiga við almenning þrátt
fyrir árásir borgaralega klæddra
manna.
Bretar eru einnig svekktir út í
Bandaríkjamenn vegna árása á
eigin hersveitir sem hafa kostað
þrjá breska hermenn lífið. Að
auki segja þeir bandarískar her-
sveitir hafa skilið Breta eftir
strax í upphafi innrásarinnar þeg-
ar hersveitir beggja landa áttu að
vinna saman. ■
Herforingjar segja aðferðir Bandaríkjahers of harkalegar:
Bretar ósáttir við
Bandaríkjamenn
LÉTTLYNDUR BRESKUR HERMAÐUR
Breskum hermönnum hefur verið fyrirskipað að taka léttar húfur fram yfir hjálmana þegar
þeir eiga leið um borgir og bæi. Þannig eiga þeir að virka vinalegri en ella.
SKEMMDARVERK
Tölvuþrjótar brutust inn á vef Al-Jazeera í
síðustu viku og sendu alla gesti heimasíðu
stöðvarinnar inn á enska vefsíðu með
mynd af bandaríska fánanum.
Sjónvarpsstöðin Al-
Jazeera:
Vinsælli
en kynlíf
NEW YORK, AP Þó heimasíða arab-
ísku sjónvarpsstöðvarinnar Al-
Jazeera hafi legið meira og minna
niðri að undanförnu er hún engu
að síður ein sú fjölsóttasta á ver-
aldarvefnum þessa dagana. „Al-
Jazeera“, með mismunandi staf-
setningu, hefur jafnframt verið
algengasta leitarorðið á fjölmörg-
um leitarvélum og þar með slegið
út orðið „sex“.
Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera
vakti athygli umheimsins þegar
hún birti myndir af bandarískum
stríðsföngum í haldi Íraka sem
bandarískar sjónvarpsstöðvar
vildu ekki sýna. Stöðin sendir út
frá smáríkinu Katar við Persaflóa
en þykir fremur sjálfstæð og óháð
í fréttaflutningi í samanburði við
aðra arabíska fjölmiðla. ■
DRÁP ÓBREYTTRA BORGARA FOR-
DÆMD Abdullah II Jórdaníukon-
ungur fordæmdi dráp á saklausu
fólki í Írak. Kóngurinn þótti
óvenju berorður þegar hann
sagðist finna „til sársauka og
sorgar þegar við fylgjumst með
sífellt auknum fjölda píslarvotta
meðal óbreyttra íraskra borgara.
Sem faðir finn ég sársauka
hverrar íraskrar fjölskyldu.“
Stjórn Abdullah hefur verið
gagnrýnd heima fyrir að and-
mæla ekki innrásinni í Írak.
HÆTTULEGAR MATARGJAFIR
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
hefur gagnrýnt að matarpakkar
sem bandarískir og breskir her-
menn hafa dreift til íraskra
barna séu í sama lit og smá-
sprengjur sem varpað er á Írak.
Forráðamenn Barnahjálparinnar
óttast að börn geri ekki greinar-
mun á sprengjunum og matar-
pökkunum með skelfilegum af-
leiðingum.
■ Innrás í Írak/
Örfréttir
AÐ SKURÐAÐGERÐ LOKINNI
Nokkur tími leið frá því skurðaðgerð á
þessu íraska barni lauk áður en það var
flutt á aðra sjúkradeild. Barnið er eitt
þeirra sem slösuðust í loftárásum á Al
Hillah.
FAÐIR HUGGAR SON SINN
Abbas Kissim missti annan handlegg sinn í loftárás á Al Hillah. Sonur hans særðist einnig í loftárásinni. Starfsmenn sjúkrahússins segja
að 33 hafi látið lífið í árásunum og yfir 300 særst.
MEÐ SPRENGJUR Á LOFTI
Harðar árásir hafa verið gerðar á íraskar hersveitir um allt land. Þessi Kúrdi heldur tveimur
íröskum sprengjum á lofti. Í bakgrunni má sjá eyðilagt farartæki.
HART BARIST Í KARBALA
Harðir bardagar hafa verið háðir við Kar-
bala. Aðfaranótt miðvikudags réðust
Bandaríkjamenn til atlögu og notuðu
þungar vélbyssur á borð við þá sem hér
mótar fyrir.
STÖÐVUM INNRÁSINA Í ÍRAK
Sumir andstæðingar innrásar í Írak velkjast
ekki í vafa um hverjar séu ástæðurnar fyrir
innrás. Þessu spjaldi var haldið á loft í
mótmælagöngu í Róm. „Stöðvum innrás-
ina í Írak“ er yfirskrift spjaldsins.
MEIRI RÓ Í UMM QASR
Breskir hermenn segjast hafa fundið fyrir því snemma í vikunni að íbúar bæja undir þeirra
stjórn væru farnir að taka þeim vel. Í kjölfarið viku þungu hjálmarnir fyrir léttum húfum.
PAKISTANAR MÓTMÆLA INNRÁS
Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að tengsl væru á milli Saddams Husseins og al
Kaída-hreyfingar Osama bin Ladens. Engar afgerandi sannanir hafa fengist fyrir því. Pakist-
anskir andstæðingar innrásar steypa þeim þó saman í eina hreyfingu.