Fréttablaðið - 04.04.2003, Side 25
26 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR
„Þetta er langskemmtilegasti og
besti tími ársins,“ segir Gunnar
Birgisson alþingismaður. „Þegar
sólin hækkar á lofti og lífið
kviknar, þá er gaman að vera til.“
Gunnar er þó ekki á kafi í
hefðbundnum vorverkunum núna
eins og hann var í sveitinni í
gamla daga. „Það er orðið minna
núna, þetta er svo allt annars eðl-
is í borginni. En það þarf auðvit-
að að hreinsa til og klippa tré,“
segir hann og viðurkennir hlæj-
andi að hann geri ekki mikið af
því í ár. „En ég sé til þess að aðr-
ir geri það.“
Gunnar segir kosningavor
öðruvísi en önnur vor. „Þetta er
tíminn þegar stjórnmálamenn í
öllum flokkum leggja verk sín í
dóm kjósenda og útskýra stefn-
una til næstu fjögurra ára. Það er
gríðarlega mikið að gera og
margt skemmtilegt og gott fólk
sem maður hittir og talar við.“ ■
GUNNAR BIRGISSON
Sér til þess að tré séu klippt þótt hann
klippi ekki sjálfur.
Gunnar Birgisson,
alþingismaður:
Kosninga-
vor öðru-
vísi en
önnur vor
„Vorið vekur með mér yndislegar
tilfinningar,“ segir Svanfríður
Jónasdóttir. „Það er þessi tilfinn-
ing að lífið hafi sigrað dauðann.
Þessi endurnýjun sem á sér stað
á vorin er svo mikilvæg, vegna
þess að hún sannar fyrir manni
hversu lífsmátturinn er sterkur.“
Svanfríður segir þó að haustið
sé meira hennar tími. „Menn
segja stundum að apríl sé mesti
svikamánuðurinn, fólk hefur
væntingar um gott veður þegar
líður á apríl, sem standast svo
ekki endilega, ekki síst á Íslandi.
September er mánuður sem
aldrei klikkar,“ segir hún hlæj-
andi. „Þá er allra veðra von, sem
er andstætt við apríl, og maður
er þakklátur í september fyrir
góðu dagana.“
En Svanfríður líkir vorkom-
unni við það að verða ástfangin.
„Það losnar um og allt blómstrar,
nýjar tilfinningar verða til og líf-
ið getur farið í alveg nýjan far-
veg, sem er svo spennandi og
skemmtilegt.“ ■
SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR
Bjartsýni og gleði einkenna vorið, segir
Svanfríður.
Svanfríður Jónasdóttir,
alþingismaður:
Eins og
að verða
ástfangin
GRÓÐUR Það má segja að vorverkin
hafi byrjað hjá garðeigendum í
janúar en þá fara margir að huga
að því að klippa og snyrta runna
og tré. Lára Jónsdóttir, garðyrkju-
fræðingur hjá Blómavali, segir
það æskilegt að öllum slíkum að-
gerðum sé lokið í maí en segist þó
frekar hafa reynt að halda aftur
af fólki og mælir með því að það
bíði aðeins átekta og sjái til hvern-
ig veðráttan verður í apríl.
„Það er ágætt að fara að huga
að þessu en í sumum tilfellum er
réttast að bíða fram undir miðjan
mánuðinn þar sem það getur enn
frosið og þá gæti fólk lent í því að
þurfa að tvíklippa vegna þess að
það sem er þegar skemmt myndi
þá halda áfram að skemmast. Upp
úr miðjum apríl er mál til komið
að yfirfara trén og klára klipping-
arnar. Sé eitthvað óklippt þá verð-
ur væntanlega komið í ljós hvað
hefur skemmst í frosti og því er
rétt að ljúka þessu alveg í apríl-
lok.“
Lára segir að það sé helst
spurning um að byrja að klippa
birkið núna. „Besti tíminn er í jan-
úar og febrúar. Nú rennur safinn
úr birkinu þannig að ef fólk finn-
ur til með því á meðan safinn
rennur þá er allt í lagi að bíða með
snyrtinguna fram í miðjan maí en
sumir klippa þótt það blæði.“
Kuldakast gæti haft bakslag
í för með sér
Þar sem jörðin er þíð og jarð-
vegurinn rakur er gróðurinn kom-
inn lengra og jafnvel byrjaður að
blómstra. Lára segir að það verði
svo bara að koma í ljós hvort
laufgun verði ekki eðlileg í fram-
haldinu.
„Töfratré eru búin að blómstra
og ýmis fjölær gróður er kominn
upp en veðráttan mun skera úr
um hvort eitthvað skemmist. Ef
kólnar þá stoppar gróðurinn bara
svo lengi sem það er frostlaust.“
Lára bætir því við að smá frost
ætti ekki að koma að sök þar sem
gróðurinn sé með smá frostvörn í
sér. „Við verðum bara að vona að
veðrið verði á köldu nótunum
næstu tvær vikurnar og gróður-
inn flýti sér hægt úr því sem kom-
ið er.“
Hættan á kali eykst ef gróður-
inn hefur náð því að laufgast en
það er þó ekki hætta á því að neitt
eyðileggist fyrr en frostið er um
eða undir þremur gráðum. „Það
ætti ekki að vera hundrað í hætt-
unni ef frostið verður á bilinu 1-2
gráður, ekki nema í norðvestan
báli og sólskini en þá er hætt við
því að þetta þorni allt upp.“
Lára segir að ef lauf skemmist
í frosti verði þau lengur að ná sér.
„Skemmist vaxtarbrumið er tréð
lengur að koma út með dvala-
brumið sem það á til vara. Ef
blómgun á mjög snemmsprottn-
um runnum og fjölærum plöntum
misferst vegna kulda þá skilar
það sér svo bara aftur á næsta
ári.“
Þeir sem hyggjast flytja fjöl-
ærar blómjurtir til í görðum sín-
um ættu að fara að hugsa sér til
hreyfings og Lára mælir með því
að næsti mánuður verði notaður
til þess, ekki síst ef jörð er þíð og
það er auðvelt að stinga upp og
grafa fyrir. „Ef stendur til að
flytja stóra runna er ráðlegt að
klippa þá vel niður í flutningnum,
þá er ekki eins mikið álag á rótina
og runninn nær frekar að halda
lífi.“
Tími gulrótanna er kominn
Þeir sem eru með matjurtar-
garða geta farið að huga að því að
setja niður og Lára nefnir gulræt-
ur sérstaklega í því sambandi.
„Gulræturnar eru lengi að spíra
og ef jarðvegurinn er ekki þeim
mun blautari er alveg óhætt að
fara að stinga upp og sá. Þær bíða
Kapp er best með
forsjá í frostleysinu
Mildur vetur og frostlaust vor hafa gert það að að verkum að gróður
jarðar hefur tekið við sér fyrr en venjulega. Vetrardvalinn var óvenju
stuttur og það er kominn fiðringur í græna fingur. Það borgar sig þó að
fara varlega af stað þar sem kuldaboli gæti enn látið á sér kræla.