Fréttablaðið - 04.04.2003, Síða 28
29FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003
MS-Stoðmjólk er mjólk sem ætluð er börnum
frá 6 mánaða til 2 ára aldurs. Hún var þróuð
af Mjólkursamsölunni að beiðni og í samvinnu
við samstarfshóp um næringu ungbarna.*
Nýja Stoðmjólkin er unnin úr íslenskri mjólk
og er líkari móðurmjólk en nýmjólkin og tekur
samsetning hennar sérstaklega mið af næringar-
þörfum ungra barna hér á Íslandi. Hún hentar
vel til notkunar samhliða brjóstagjöf og mælt er
með áframhaldandi brjóstagjöf svo lengi sem
hugur stendur til hjá móður.
Mælt er með notkun Stoðmjólkur í nýjum
ráðleggingum Manneldisráðs og Miðstöðvar
heilsuverndar barna um næringu ungbarna.
Stoðmjólkin er m.a. járnbætt og er að mati
sérfræðinga talin tryggja næringarbúskap barna
mun betur en nýmjólk. Próteinsamsetning hennar
virðist henta ungbörnum betur en prótein-
samsetning þurrmjólkurafurða sem unnar eru
úr mjólk úr erlendum kúakynjum. Stoðmjólkin er
jafnframt hentugri þar sem hún er tilbúin til
drykkjar.
Nánari upplýsingar um næringu ungra barna
fást hjá fagfólki ung- og smábarnaverndar og
heilsugæslu.
*Samstarfshópur um næringu ungbarna starfar á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala-
háskólasjúkrahús, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Í starfshópnum sátu fulltrúar ofangreindra
aðila auk sérfræðinga frá Miðstöð heilsuverndar barna og rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala-
háskólasjúkrahús. Einnig fékk málið stuðning barnalækna í ung- og smábarnavernd.
FYRIR
ÁRA
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
barnsins sto›
og stytta
STO‹MJÓLK
byggja nýjan skóla strax. Reynd-
ar fékk ég spurnir af því ekki alls
fyrir löngu að samþykkt hafi ver-
ið að veita fjármagni í byggingu
fyrir þetta hverfi. En það hefur
verið sagt áður og ég trúi því
ekki fyrr en ég sé framkvæmdir
hefjast,“ segir Aðalbjörg.
Ýmislegt hefur batnað
Aðalbjörg segir að áður hafi
hún búið í Vesturbænum og sótt
þjónustu til Heilsugæslu miðbæj-
ar. „Fín bílastæði eru undir
heilsugæslunni en þegar ég ætlaði
að borga mig út þurfti að fara upp
tröppu þannig að bílastæðin nýtt-
ust mér ekki neitt. Nú er ég kom-
in í Grafarvoginn þar sem er glæ-
ný heilsugæslustöð og aðgengi er
mjög gott í alla staði. Áður en
stelpan byrjaði í skóla var hún á
leikskóla í Víkurhverfi. Þar var
allt mjög gott hvað aðgengi varð-
ar, það var eitt þrep þegar hún
byrjaði en það var lagað fljótlega
og rafmagn sett í hurðina. Helst
er vandamál með bílastæði. Marg-
ir eru með P-merki í bílum. Bæði
þeir sem eru í hjólastól og þeir
sem eiga erfitt með gang. Tvær
breiddir af bílastæðum væri mjög
góð lausn. Sá sem er í hjólastól
þarf rými til að komast inn og út
úr bílnum. Mér er sama þó ég fái
stæði lengra í burtu, ef ég get
bara lagt og verið örugg um að
komast inn í bílinn aftur.
Allt í sambandi við aðgengi
fyrir fatlaða hefur lagast til
muna, í það minnsta hérna í
Reykjavík. Líka ef fólk hringir og
lætur vita af vanköntum hvað að-
gengi fatlaðra varðar, þá er mál-
unum oftast kippt í liðinn. Ég skil
vel að fólk sé ekki alltaf að velta
þessu fyrir sér. Ég vil því benda á
þessa hluti. Frekar en að hver sitji
í sínu horni og tuði, það lagast
ekkert við það. Yfirleitt eru allir
boðnir og búnir til að bæta úr því
sem upp á vantar,“ segir Aðal-
björg.
hrs@frettabladid.is
KORPUSKÓLI
Í skólanum er slæmt
aðgengi fyrir fatlaða.
Allt í sambandi
við aðgengi fyrir fatlaða hef-
ur lagast til muna, í það
minnsta hérna í Reykjavík.
Líka ef fólk hringir og lætur
vita af vanköntum hvað að-
gengi fatlaðra varðar þá er
málunum oftast kipp í
liðinn.
,,
NUDD „Við erum að ræða við
lögmenn okkar um þessa heim-
sókn Íslands í bítið,“ segir Gunnar
Jónsson, eigandi nuddstofunnar
X-nudd, um myndskeið sem
morgunþátturinn Ísland í bítið
sýndi þar sem starfsmaður þátt-
arins fór inn á nuddstofuna með
leynimyndavél innanklæða. Gest-
inum var vísað inn til nuddara
sem bauð þjónustu sína með þeim
orðum að erótíska nuddið væri
ekki fyrir þá sem þjáðust af
vöðvabólgu. Markmiðið með
nuddinu væri kynferðisleg full-
næging. Myndir frá heimsókninni
voru sýndar á þriðjudagsmorgun
en í gærmorgun heimsótti þáttur-
inn vændiskonu þar sem leyni-
myndavélin var með í för.
Gunnar framkvæmdastjóri
segist reka stofuna ásamt Birnu
Pálsdóttur í Mosfellsbæ, sem
skráð er eigandi lénsins xnudd.is.
Hann segir að þar eigi sér ekkert
ólögmætt stað en heimsókn sjón-
varpsstöðvarinnar hafi verið sið-
laus og að sínu mati ólögleg. Hann
segist leggja ríka áherslu á það
við starfsstúlkur sínar að þær
leyfðu ekki viðskiptavinum að
snerta sig.
„Hjá okkur er ekkert vændi
leyft,“ segir hann. ■
ÍSLAND Í BÍTIÐ
Fóru með leynimyndavél á fund nuddara og vændiskvenna.
Eigendur X-nudd óánægður með sjónvarpsþátt:
Ræða leynimyndavél
við lögmenn