Fréttablaðið - 04.04.2003, Side 37

Fréttablaðið - 04.04.2003, Side 37
4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR Madrid-spjallarinn Kristinn R.Ólafsson kom með þarfa ábendingu í pistli sínum í Ríkisút- varpinu á dögunum. Lagði þar til að neðanjarðarlest- ir yrðu framvegis kallaðar jarðlestir samanber jarðhús. Eða jarðgöng. Þetta er rétt hjá Kristni. Neðanjarð- arlestir draga nafn sitt af af enska orðinu subway – undirvegur. En jarðlestir eru réttnefni. Heyrði að fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tekið ábendingu Kristins vel og notar nú orðið. Stundum svakalegt að horfa ákristilegu sjónvarpsstöðina Ómega. Þar ríður heimatilbúinn sannleikur oft röftum. Sá Ómar Kristjánsson, fyrrum forstjóra Þýsk-íslenska og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, predika zion- isma af þvílíkum þrótti að ég þakkaði mínum sæla fyrir að vera ekki arabi. Í sjálfu sér gaman ef fleiri sérvitringahópar kæmu sér upp sjónvarpsstöðvum okkur hin- um til skemmtunar og afþreying- ar. Ísland í bítið-parið smyglaði sérinn til vændiskonu í Hafnarfirði með falda myndvél. Einhverjum kann að þykja þetta spennandi en þegar að útsendingu kom var myndin svo kolrugluð að efnið hefði sómt sér betur í útvarpi. Annars er ástæða til að benda þessu ágæta sjónvarpsfólki og ónefndu síðdegisblaði á að þessi kynlífsumræða er komin út tísku. Hún var heit fyrir hálfu öðru ári. Nú ísköld. Hlutverk fjölmiðla er að fanga tíðarandann. Ekki fortíð- ina. ■ Við tækið EIRÍKUR JÓNSSON heyrði nýyrði og horfði á Ómega en sá enga vændiskonu í morgunsárið. Neðanjarðar og ofan 20.00 Jimmy Swaggart 21.00 Adrian Rogers 21.30 Joyce Meyer 22.00 Life Today 22.30 Joyce Meyer Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 18.00 Sportið með Olís 18.30 Football Week UK 19.00 Trans World Sport 20.00 4-4-2 21.00 Best (Knattspyrnustjarnan George Best) Aðalhlutverk: John Lynch, Ian Bannen, Ian Hart, Patsy Kensit. Leikstjóri: Mary McGuckian. 2000. 23.00 4-4-2 0.00 One Man’s Hero (Hetju- saga) Dramatísk kvikmynd um írska innflytjendur sem mæta for- dómum í bandaríska hernum á 19. öld. Foringi Íranna er John Riley en þetta er saga hans. Riley og félagar flýðu til Mexíkós en þar tók ekkert betra við og Írarnir áttu í útistöðum við yfirvöld í báðum löndum. Aðal- hlutverk: Tom Berenger, Joaquin De Almeida, Daniela Romo. Leik- stjóri: Lance Hool. 1999. Strang- lega bönnuð börnum. 2.05 Papertrail Aðalhlutverk: Chris Penn, Michael Madsen, Jennifer Dale. Leikstjóri: Damian Lee. 1997. Stranglega bönnuð börnum. 3.35 Dagskrárlok og skjáleikur 16.35 At 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Pekkóla (12:26) (Pecola) 18.30 Einu sinni var... - Uppfinn- ingamenn (4:26) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.10 Disneymyndin - Toby Tyler (Toby Tyler) Fjölskyldumynd frá 1960. Toby er munaðarlaus dreng- ur sem elst upp hjá ættingjum sín- um. Þar er hann látinn finna fyrir því að hann sé byrði á fjölskyld- unni og þess vegna slæst hann í för með sirkusfólki. Aðalhlutverk: Kevin Corcoran, Henry Calvin, Gene Sheldon og Bob Sweeney. 21.45 Af fingrum fram 22.30 Brotin ör (Broken Arrow) Bandarísk spennumynd frá 1996. Herflugmaður stelur tveimur kjarnaflaugum og krefst lausnar- gjalds fyrir þær en félagi hans í flughernum eltist við hann í gljúfr- um Utah. Leikstjóri: John Woo. Aðalhlutverk: John Travolta og Christian Slater. 0.15 Mambó-kóngarnir (The Mambo Kings) Aðalhlutverk: Arm- and Assante, Antonio Banderas, Cathy Moriarty og Maruschka Det- mers. 1.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours (Nágrannar). 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 What about Joan (6:13) 13.05 The Education of Max Bick- ford (21:22) 13.50 Fugitive (13:22) 14.30 Jag (14:24) 15.15 60 Minutes II 16.00 Smallville (9:21) 16.45 Barnatími Stöðvar 2 17.20 Neighbours (Nágrannar) 17.45 Buffy, the Vampire Slayer 18.30 Fréttir Stöðvar 2 Fyrstu 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Friends (13:24) 20.00 Friends (14:24) (Vinir) 20.25 Off Centre (20:21) 20.50 The Osbournes (20:30) 21.20 American Idol (11:34) 22.40 Jay and Silent Bob Strike Bac Aðalhlutverk: Jason Mewes, Kevin Smith, Ben Affleck, Jeff And- erson. 2001. Stranglega bönnuð börnum. 0.20 Life (Fyrir lífstíð) Aðalhlut- verk: Eddie Murphy, Martin Lawrence, Obba Babatundé. 1999. 2.05 Pushing Tin (Flugdólgar) Aðalhlutverk: John Cusack, Billy Bob Thornton, Angelina Jolie, Cate Blanchett. Leikstjóri: Mike Newell. 4.05 Friends (13:24) (Vinir) brún 4.25 Friends (14:24) (Vinir) 4.45 Ísland í dag, íþróttir, veður 5.10 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 6.00 All For Love 8.00 Ferngully 10.00 Swingers (Stuðboltar) 12.00 Guinevere 14.00 Ferngully 16.00 Swingers (Stuðboltar) 18.00 All For Love (Allt fyrir ást- ina) 20.00 Guinevere 22.00 Chocolat (Súkkulaði) 0.00 The Cell (Klefinn) 2.00 Shadow Run (Skuggaleiðin). 4.00 Chocolat (Súkkulaði) 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 19.00 XY TV 21.00 Greece Uncovered (3:8) 22.03 70 mínútur 23.10 Meiri músík 17.45 Brúðkaupsþátturinn Já (e) 18.30 Guinness World Records (e) 19.30 Yes Dear (e) 20.00 Grounded for life Finnerty- fjölskyldan er langt frá því að vera venjuleg en hjónin Sean og Claudia gera sitt besta til að gera börnin sín þrjú að heiðvirðum borgurum með aðstoð misjafnlega óhæfra ættingja sinna. Spreng- hlægilegir gamanþættir um fjöl- skyldulíf í víðara samhengi... 20.30 Popp & Kók 21.00 Law & Order SVU 22.00 Djúpa laugin 23.00 Will & Grace (e) 23.30 Everybody Loves Raymond (e) 0.00 CSI: Miami (e) 0.50 The Dead Zone (e) 1.40 Jay Leno (e) 2.30 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is Stöð 2 20.25 Sjónvarpið 21.40 Af fingrum fram Sigríður Beinteinsdóttir söng- kona, gjarnan nefnd Sigga Bein- teins, er gestur Jóns Ólafssonar í hinum sívinsæla þætti Af fingr- um fram í kvöld. Sigga vakti fyrst athygli í hljómsveitinni Kikk, þar sem Guðmundur Jónsson, sein- na Sálarmaður spilaði á gítar. Þá söng hún með Björgvini Hall- dórssyni og gerir enn í BSG þar sem Grétar Örvarsson, félagi hennar í Stjórninni er þriðja hjól undir vagni. Hún keppti fyrir Ís- lands hönd í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva 1990 og varð í fjórða sæti með Eitt lag enn. Tveir vinir og annar á föstu Tveir vinir og annar á föstu, eða Off Centre, er bandarískur gam- anmyndaflokkur frá leikstjórum American Pie og það segir meira en mörg orð um grínið í þáttunum. Aðalsöguhetjurnar eru tveir strákar sem deila íbúð í New York. Euan veður í kyn- þokkafullum konum en Mike, sem er á föstu, reynir að halda sig á mottunni. Í þætti kvöldsins ber það helst til tíðinda að Euan leitar til læknis vegna mjög per- sónulegra mála. Á frett.is er hægt að sækja Fréttablaðið í dag á pdf-formi. Þar er einnig hægt að nálgast eldri tölublöð Fréttablaðsins á frett.is. Þú getur sótt Fréttablaðið þitt á frett.is í útlöndum úti á landi í vinnu í útlöndum ■ ...að ég þakkaði mínum sæla fyrir að vera ekki arabi. SJÓNVARP Fjörutíu milljónir Bandaríkjamanna horfðu á Amer- ican Idol á þriðjudag og miðviku- dag í síðustu viku. Þátturinn er einhvers konar útsláttarkeppni milli fólks sem dreymir um frægð og frama í skemmtanalífinu og virðist vera efstur á vinsældalista Bandaríkjamanna þegar kemur að því að flýja drungalegar stríðs- fréttirnar sem drottna yfir dag- skrám sjónvarpsstöðvanna. Þó að landið standi í stríði virðist þjóðin þannig geta gleymt sér yfir frægðardraumum annarra og ein- hverjir segjast víst ekki hafa neina þörf fyrir að horfa á sprengum rigna yfir Írak á meðan hinn dómharði Simon Cowell rífur kjaft við hæfileikafólkið með frægðardraumana, en eins og þeir sem fylgst hafa með American Idol á Stöð 2 vita þá er Simon þessi átakanlega ruddalegur og vondur. Dansdrottningin Paula Abdul og Randy Jackson, sem eiga sæti í dómnefndinni með Simon, þurfa því oft að hafa sig öll við þegar kemur að því að hugga blessað fólkið. ■ SIMON COWELL Ruddinn Simon virðist bjóða Bandaríkjamönnum upp á kærkominn frið fyrir sprengjuregninu í Bagdad. Sjónvarpsgláp: Frægðardraumar í sprengjuregni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.