Fréttablaðið - 21.06.2003, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 26
Leikhús 26
Myndlist 26
Bíó 28
Íþróttir 10
Sjónvarp 30
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
LAUGARDAGUR
21. júní 2003 – 138. tölublað – 3. árgangur
ÍÞRÓTTIR
Spænska
deildin klárast
bls. 10
FÓLK
Skrítin
gælunöfn
bls. 16
TÍSKA
Ótrúlega
litrík
bls. 24
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
Kvennahlaupið
HLAUP Íþróttasambands Íslands
mun fara fram í 14. sinn í dag.
Hlaupið verður á yfir 90 stöðum
hérlendis og á 15 stöðum í 9 lönd-
um erlendis. Í Garðabæ hefst
hlaupið á Garðatorgi klukkan 14,
en hlaupnar verða vegalengdirnar
2, 5, 7 og 9 km. Á Akureyri hefst
hlaupið hins vegar klukkan 11 og í
Mosfellsbæ klukkan 12.
SÞ í kjölfar
Íraksstríðsins
FUNDUR Utanríkisráðuneytið og
stofnun stjórnsýslufræða og
stjórnmála standa fyrir fundi um
stöðu og hlutverk Sameinuðu þjóð-
anna í kjölfar Íraksstríðsins. Til-
efni fundarins er heimsókn dr.
David M. Malone, þekkts fyrirles-
ara um alþjóðamál. Malone hefur
undanfarin fjögur ár verið forseti
Alþjóða friðarakademíunnar.
Fundurinn stendur frá klukkan
10.30 til 12.
BIÐIN LANGA Unga fólkið lagði ýmislegt á sig til að komast yfir fimmta bindi Harry Potter-bókanna. Mikil leynd hvíldi yfir söguþræði
bókarinnar og hófst sala hennar á sama tíma um allan heim í gær, á miðnætti hérlendis. Við bókabúð Máls og menningar á
Laugavegi myndaðist biðröð strax á hádegi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
REYKJAVÍK Norðlæg átt, 5-10
m/s, en hægari í nótt og á
morgun. Bjartviðri og hiti 11
til 15 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-5 Skúrir 11
Akureyri 3-5 Skýjað 10
Egilsstaðir 3-5 Skýjað 11
Vestmannaeyjar 5-10 Léttskýjað 15
➜
➜
➜
➜ +
+
laugardag
og sunnudag
Kringlu
kast
Það liggur auðvitað ljóst fyrir aðsamstarfsaðilar okkar í R-list-
anum, Framsóknarflokkur einkan-
lega, hafa sett hornin í Samfylk-
inguna oft og einatt,“ segir Guð-
mundur Árni
S t e f á n s s o n ,
þingmaður Sam-
fylkingarinnar.
„Því segi ég ein-
faldlega að við
eigum að vera í
stakk búin til
þess að mæta því
sem að höndum
ber.“ Guðmund-
ur Árni lýsti þeirri skoðun sinni á
nýliðnu flokksþingi að hann teldi
rétt að Samfylkingin byði fram sér
í öllum sveitarfélögum í næstu
kosningum. Það myndi leiða til
þess að Reykjavíkurlistasamstarf-
ið yrði látið lönd og leið.
Guðmundur segir það hafa
breytt talsverðu í sínum huga
varðandi Reykjavíkurlistasam-
starfið að Framsóknarflokkurinn
hafi ekki viljað fara í ríkisstjórn-
arsamstarf með Samfylkingunni
eftir síðustu kosningar. „Auðvitað
voru það ákveðin skilaboð sem
Framsóknarflokkurinn sendi frá
sér í því sambandi,“ segir Guð-
mundur. „Hann lét ekki svo lítið að
eiga orðastað við Samfylkinguna
þegar tækifæri gafst á því að
mynda jafnaðarstjórn á miðju ís-
lenskra stjórnmála í fyrsta skipti í
sögu lýðveldisins. Hann eyddi ekki
einu sinni mínútu í að ræða það
mál. Það er því augljóst á hvaða
ferðalagi þessi Framsóknarflokk-
ur er. Ég leyni því ekki að það er
ekki síst í því ljósi sem ég tel það
vera ábyrgðarleysi að vera ekki í
stakk búin og reiðubúin til þess að
stilla upp sjálfstæðum Samfylk-
ingarlista í næstu borgarstjórnar-
kosningum.“
Guðmundur Árni segir það
einnig vera ástæðu fyrir Samfylk-
inguna til að „vera á tánum,“ að
oddviti Sjálfstæðisflokksins í borg-
arstjórn hafi sent frá sér þau skila-
boð að Sjálfstæðisflokkurinn geti
hugsanleg myndað nýjan meiri-
hluta í borgarstjórn með einhverj-
um þriggja flokka Reykjavíkurlist-
ans. Ekkert launungarmál sé að
þar sé átt við Framsóknarflokkinn.
„Ég veit ekki meira um það en
næsti maður,“ segir Guðmundur.
„En ég heyri og les það sem eftir
Vilhjálmi Vilhjálmssyni er haft og
hann hefur gefið það til kynna að
einhverjir möguleikar séu í stöð-
unni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að
lauma sér inn í meirihlutastjórn í
borginni utan kosninga. Það eitt
veit ég að hann er ekki í samtölum
við Samfylkinguna um það mál.“
gs@frettabladid.is
Viðsnúningur í efnahags-
málum:
Nýtt hag-
vaxtarskeið
EFNAHAGSMÁL Nýtt hagvaxtarskeið
er runnið upp, að mati greiningar-
deildar Íslandsbanka. Hagstofan
birti hagvaxtartölur í gær, sem
bankinn telur að renni stoðum
undir þetta mat sitt.
Samkvæmt Hagstofunni er
landsframleiðsla talin hafa vaxið
um 3,3% á fyrsta fjórðungi ársins.
Það er mikill viðsnúningur því á
þriðja ársfjórðungi ársins 2002
var hún neikvæð um 1,3% og á
síðasta ársfjórðungi síðasta árs
dróst hún saman um 2,5%.
Vöxturinn nú er knúinn áfram
af vaxandi neyslu og útflutningi.
Einkaneysla jókst um 4,6%, sam-
anborið við 1,3% á fjórða árs-
fjórðungi síðasta árs. Aukninguna
má helst rekja til aukinna bif-
reiðakaupa og útgjalda erlendis. ■
Tortryggni í garð
Framsóknarflokks
Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir málflutning Framsóknar-
flokks í síðustu kosningum gefa tilefni til þess að vera á tánum í Reykjavíkurlistasamstarfinu.
„Það er
augljóst á
hvaða ferða-
lagi þessi
Framsóknar-
flokkur er.
JERÚSALEM, AP Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, segir að
Hamas-samtökin séu óvinur friðar-
ins og palestínsk yfirvöld verði að
gera allt sem í þeirra valdi stendur
til að brjóta hryðjuverkastarfsemi
samtakanna á bak aftur. Samninga-
viðræður Mahmoud Abbas, forsæt-
isráðherra Palestínumanna, við
leiðtoga öfgahópa dugi ekki til.
Powell kom til Ísraels í gær til að
funda með leiðtogum Palestínu-
manna og Ísraela og reyna að
bjarga vegvísinum til friðar. Á með-
an hann ræddi við Ariel Sharon,
forsætisráðherra Ísraels, féll ísra-
elskur ökumaður fyrir hendi liðs-
manna Hamas-samtakanna og þrír
aðrir særðust í skotárás á Vestur-
bakkanum.
Á fundi með fjölmiðlum ítrekaði
Powell mikilvægi þess að hrinda
vegvísinum í framkvæmd nú þegar,
ekki síst í ljósi átaka síðustu daga.
Hann gagnrýndi Hamas-samtökin
harðlega og sagði að þau hefðu í
gegnum tíðina lagt sig fram um að
grafa undan öllum friðaráætlunum
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Adbel Aziz Rantisi, einn af leið-
togum Hamas, brást hart við ásök-
unum bandaríska utanríkisráðherr-
ans. Rantisi kallaði Powell lygara
og þræl Sharons og sagði að hann
væri hinn raunverulegi óvinur frið-
arins. ■
Colin Powell heldur til Ísraels:
Ávítar Hamas-samtökin
KA leikur í
Evrópukeppninni
FÓTBOLTI KA mætir FK Sloboda
Tuzla frá Bosníu-Hersegóvínu í Int-
ertoto-keppninni klukkan 17 á Ak-
ureyrarvelli. Einn leikur fer fram í
Landsbankadeild karla. Grindavík
tekur á móti Þrótti á Grindavíkur-
velli klukkan 14.
GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON
Segir sjálfstæðismenn vera að reyna að
lauma sér í meirihlutastjórn í borginni.