Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 2
EVRÓPUSAMBANDIÐ „Sjávarútvegs- stefna ESB hefur verið að breyt- ast,“ segir Örn D. Jónsson, pró- fessor í viðskipta- og hagfræði- deild HÍ. Í gær komu út tvær nýj- ar skýrslur hjá Alþjóðamálastofn- un Háskóla Íslands, sem unnar eru í samstarfi við norsku al- þjóðamálastofn- unina NUPI, sem taka á hugs- anlegri inn- göngu Íslands og Noregs í Evr- ópusambandið. Önnur skýrslan fjallar um þrjár leiðir fyrir ríkin tvö til að tengjast Evrópusam- bandinu almennt. Hin skýrslan er sérstakur viðauki um sjávarút- vegsmál. Þar er Örn einn íslensku höfundanna, ásamt Þórólfi Matth- íassyni dósent og Sveini Agnars- syni hagfræðingi. Í sjávarútvegsskýrslunni er það skoðað hverju það myndi breyta ef Norðmenn og Íslending- ar sæktu sameiginlega um aðild að ESB. Við það, segir í útdrætti skýrslunnar, myndi heildarafli ESB-ríkjanna aukast úr 6-7 millj- ón tonnum í 10-11 milljón tonn. Innkoma ríkjanna gæti því hugs- anlega, á grundvelli þess að um svo miklar sjávarútvegsþjóðir er að ræða, haft í för með sér endur- skoðun á sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu ESB. Örn bendir á að sjávarútvegur hafi sífellt minni efnahagslega þýðingu innan ESB. „Ef stefna ESB í sjávarútvegsmálum er skoðuð er þetta greinilegt, að þeir eru að reyna að minnka hina stað- bundnu hagsmuni í sjávarútvegi, sem hafa oft verið mjög óþægileg- ir pólitískt séð,“ segir Örn. Hann bendir á Spán í þessu sambandi og að úthafsveiðifloti Spánar hafi minnkað mjög á undanförnum árum. Á stöðum eins og Bilbao hafi meiri áhersla verið lögð á ferðamannaiðnað en sjávarútveg. Af þessu leiðir, að sögn Arnar, að þrýstingur innan bandalagsins á að fá aðgang að fiskimiðum Nor- egs og Íslands er ekki jafnmikill og áður. Í hinni skýrslunni eru þrjár leiðir skoðaðar til að tengjast ESB, með áframhaldandi EES samningi, með inngöngu í ESB eða með tvíhliða samningum. Meginniðurstaðan var sú að það myndu litlu breyta efnahagslega, einkum fyrir Noreg, hvaða leið væri valin. Í norskum fjölmiðlum í gær var niðurstaðan túlkuð þannig að ákvörðunin um inn- göngu væri fyrst og fremst póli- tísk. gs@frettabladid.is 2 21. júní 2003 LAUGARDAGUR Já, það er ekki spurning. Þetta er með auðveldari spurningum sem ég hef fengið. Hann er algjörlega ómissandi í brekkusöngnum. Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, hefur gagn- rýnt Guðjón Hjörleifsson, fyrrum bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, fyrir hringlandahátt í bæjar- stjórn. Spurningdagsins Guðjón, viltu fá Árna Johnsen á Þjóðhátíð? ■ Evrópa SJÁVARÚTVEGUR Samherjamenn hafa keypt þýska fiskvinnslufyrirtækið Pickenpack og sameinað það Huss- mann & Hahn í Cuxhaven. Finn- bogi A. Baldvinsson er fram- kvæmdastjóri sameinaða fyrir- tækisins og segir hann tilganginn með sameiningunni að fullnýta framleiðslugetu Pickenpack, þar sem vinnslur Hussmann & Hahn hafi fullnýtt afkastagetu sína. Sameiginlega fullvinna fyrirtækin um 70 þúsund tonna afla, sem jafn- gildir þriðjungi alls þorskkvóta við Ísland. Fyrirtækið vinnur tilbúnar frystar afurðir og selur þær í smá- sölu. Það verður með sameining- unni það eitt stærsta sinnar teg- undar í Evrópu og mun velta um 20 milljörðum króna á ári. Hráefnið kemur meðal annars frá Banda- ríkjunum, Rússlandi og Chile, en stærsti hluti hráefnisins er Alaska- ufsi sem unninn er í fiskstauta. Þá kaupir fyrirtækið karfa frá Ís- landi, sem að sögn Finnboga er vinsæll hjá venjulegum húsmæðr- um í Þýskalandi. „Þegar maður borðar einu sinni karfa hættir maður því aldrei,“ segir hann. ■ SLYS Ung kona slasaðist á golfvell- inum Hlíðavelli í Mosfellsbæ í fyrradag þegar hún fékk golfkúlu í höfuðið af stuttu færi. Hún fékk heilahristing og var flutt á slysa- deild með sjúkrabíl. Henni hefur nú verið leyft að fara heim. Þetta er í annað sinn sem slys verður á sama stað á vellinum á þessu ári. Fyrir fáeinum mánuð- um varð maður á sextugsaldri fyrir alvarlegu slysi þegar kúla lenti í auga mannsins með þeim afleiðingum að hann missti sjón á öðru auga. Bæði slysin áttu sér stað á flöt- inni á þriðju braut en þar fyrir ofan er teigur fyrir næstu braut á eftir. Í báðum tilvikum misfórust upphafshögg hjá fólki á fjórða teig með þeim afleiðingum að golfkúlan skrúfaðist niður á flöt þriðju brautar. „Við erum þegar búnir að færa teiginn,“ sagði Haukur Hafsteins- son, framkvæmdastjóri golf- klúbbsins Kjalar, sem hefur að- stöðu á Hlíðavelli. „Það hefur orð- ið það mikil aukning á félögum í klúbbnum að hættan á að svona gerist vex mikið en þess ber að geta að í fyrra tilfellinu voru að- stæður öðruvísi en nú er, þá var spilað af svokölluðum vetrarteig sem var ekki á sama stað og hann er nú. En slys eru alltaf leiðinleg og við höfum þegar gert ráðstaf- anir og fært teiginn.“ ■ Vestfjarðagöng: Þriggja bíla árekstur ÁREKSTUR Þrír bílar lentu í árekstri í Vestfjarðagöngunum í gærdag. Einn ökumaðurinn leit- aði sér læknisaðstoðar vegna minniháttar áverka, aðrir sluppu við meiðsl. Áreksturinn varð með þeim hætti að sendibíll var á leið inn í göngin Ísafjarðarmegin og olíu- bíll á leið út og rákust þeir sam- an. Skömmu síðar var fólksbíl ekið aftan á sendibílinn. Bílarnir voru óökufærir og þurfti að draga þá af vettvangi. Loka þurfti göngunum í klukkutíma. ■ Mótmæli á leiðtogafundi: Lögreglan beitti táragasi GRIKKLAND, AP Gríska óeirðalög- reglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum í bænum Þessa- lóníku þar sem leiðtogafundur E v r ó p u s a m - bandsins stendur nú yfir. H u n d r u ð ó e i r ð a s e g g j a drógu sig út úr um 10.000 manna hópi friðsamra mótmælenda og tóku að kasta eldsprengjum, grjóti og flöskum að lögreglunni. Árásunum var svarað með því að sprauta táragasi á fólkið, sem lagði skelfingu lostið á flótta. Mikill meirihluti mótmælenda tók ekki þátt í átökunum heldur kaus að koma málstað sínum á framfæri með friðsamlegri hætti. ■ Æði rann á slátrara: Stakk sex þorpsbúa FRAKKLAND, AP Mikil skelfing greip um sig í þorpinu Salleboeuf í Frakklandi þegar æði rann á mið- aldra slátrara. Maðurinn hljóp viti sínu fjær um götur bæjarins og réðst með hnífi á þorpsbúa. Slátrarinn kom fyrst við í bak- aríi við hliðina á kjötverslun sinni og stakk þar bakarann og einn við- skiptavin í andlitið. Því næst hljóp hann að aðaltorgi bæjarins og stakk fjögur börn. Eitt fórnar- lambanna liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir hnífstungu í brjóstkassann. „Við getum okkur þess til að maðurinn hafi misst vitið en það hefur ekki fengið staðfest,“ sagði lögreglustjóri bæjarins. ■ VAXANDI ANDSTAÐA VIÐ EVRUNA Andstaðan við evruna fer vax- andi í Svíþjóð, ef marka má nýja skoðana- könnun sem birtist í Dag- ens Nyheter. Um 51% að- spurðra sögð- ust myndu hafna aðild landsins að mynt- bandalaginu í þjóðaratkvæða- greiðslu í september. Um 35% sögðust fylgjandi evrunni. Í síð- asta mánuði sögðust 48% mundu greiða atkvæði gegn evrunni. MEINTUR BARNAMORÐINGI FYR- IR RÉTT Réttarhöld yfir Belgan- um Marc Dutroux, sem ákærður er fyrir að hafa misnotað og myrt fjölda barna, munu hefjast í mars á næsta ári. Dutroux var hand- tekinn fyrir tæpum átta árum síðan og vakti mál hans athygli um allan heim. Gert er ráð fyrir því að það muni taka að minnsta kosti mánuð að rétta yfir Dutroux. Samherjamenn sameina fyrirtæki í Þýskalandi: Stórfyrirtæki í Evrópu BALDVIN ÞORSTEINSSON VIÐ LÖNDUN Í SUNDAHÖFN Samherji hefur keypt þýska fiskvinnslufyrirtækið Pickenpack og sameinað það Hussmann & Hahn í Cuxhaven. UNGUR MÓTMÆLANDI Þúsundir manna eru komnir til Grikklands til þess að mótmæla stefnu Evrópusam- bandsins. HLÍÐAVÖLLUR Í MOSFELLSBÆ Tvö alvarleg slys hafa orðið á flötinni á þriðju braut en þar fyrir ofan er teigur fyrir næstu braut á eftir. Tvö alvarleg slys hafa orðið á sama stað á golfvelli í Mosfellsbæ: Maður missti sjón og kona fékk heilahristing Aðstoðaði útlendinga við að komast ólöglega til landsins: Sex mánaða fangelsi DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur banda- rískur ríkisborgari var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dóminn fékk hann fyrir að hafa með skipulögð- um hætti aðstoðað útlendinga við að koma ólöglega til landsins eða annars ríkis með viðkomu hér. Fjórir Kínverjar voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli með vegabréf sem voru fölsuð eða í eign annarra aðila. Áður hafði hann aðstoðað tvo Kínverja til að komast til Banda- ríkjanna. Átti hann að fá 50 til 60 þúsund Bandaríkjadali fyrir hvern þann sem kæmist á bandaríska grund. Frá dómnum dregst óslitið gæsluvarðhald mannsins frá því í lok mars. ■ Sífellt minna vægi fiskveiða innan ESB Segir Örn D. Jónsson, prófessor og einn höfunda nýrrar skýrslu um sjávarútvegsstefnu ESB. Krafan um aðgang að Íslandsmiðum er sögð vera minni nú en áður. FISKVEIÐAR Í nýrri skýrslu um sjávarútvegsstefnu ESB er bent á að floti sambandsins hafi minnkað og þrýstingur á aðgang að fiskimiðum Íslendinga sé minni nú en áður. „Sjávarút- vegsstefna ESB hefur verið að breytast.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.