Fréttablaðið - 21.06.2003, Side 8

Fréttablaðið - 21.06.2003, Side 8
„Það er mikið í húfi þegar kem- ur að því að dönsku þjóðinni verð- ur gert að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá Evrópusambands- ins,“ segir í leiðara Politiken. Af- leiðingarnar af aðild Danmerkur að sambandinu verða djúpstæðari og margþættari þegar nýja stjórn- arskráin gengur í gildi. Af þeim sökum er mikilvægt að danska þjóðin gefi sér góðan tíma til að ræða málið á grundvelli raunveru- legra aðstæðna en ekki út frá þeim tálsýnum og óraunhæfu hugmynd- um sem oftar en ekki hafa ein- kennt umræður um Evrópusam- bandið. Leiðarahöfundur hvetur al- menning til þess að lesa stjórnar- skrárdrögin og kynna sér þær breytingar sem í vændum eru. Hann segir mikilvægt að líflegar umræður skapist um málið á öllum sviðum samfélagsins og stjórn- málamenn verði ekki látnir einir um það að komast að niðurstöðu um framtíð Evrópusambandsins. „Allir eiga að vera með því þetta snýst ekki síst um það að gera ESB að lýðræðislegum vígvelli þar sem takast á hugmyndir og skoðanir.“ Leiðarahöfundur breska viku- blaðsins The Economist studdi á sínum tíma þá hugmynd að Evr- ópusambandið fengi fullgilda stjórnarskrá og batt miklar vonir við innihaldið. Eftir að hafa kynnt sér nýju stjórnarskrárdrögin hef- ur afstaða hans breyst verulega. Hann segir að vonir sínar um að fundnar yrðu lausnir á þeim vandamálum sem hingað til hefðu íþyngt sambandinu séu nú orðnar að engu. Meðal þess sem leiðarahöfund- ur er ósáttur við er það hvernig fjallað er um stjórnskipulag Evr- ópusambandsins í nýju stjórnar- skránni. Að hans mati er það enn óskiljanlegra en áður og umfjöllun um valdskiptinguna innan sam- bandsins mjög óskýr og loðin. „Skilgreining valds, eða valdsviða á máli Evrópusambandsins, er svo óræð að í mörgum tilfellum geta þeir sem unnu að gerð stjórnar- skrárinnar ekki einu sinni útskýrt sjálfir hvað í textanum felst.“ Leiðarahöfundur Jyllandspost- en er talsvert jákvæðari í garð nýju stjórnarskrárinnar en koll- egi hans í Bretlandi. „Tekist hefur að skapa skynsamlega heild með því að grípa til ýmis konar mála- miðlana,“ segir um stjórnar- skrána í leiðara blaðsins. Bent er á að fyrirhuguð þjóðar- atkvæðagreiðsla um stjórnar- skrána geti haft úrslitaþýðingu fyrir áframhaldandi aðild Dan- merkur að Evrópusambandinu. Leiðarahöfundur telur þó ekki að stjórnarskráin feli í sér víðtækar breytingar. Hann saknar þess að ekki skuli vera fjallað af alvöru um framtíð Evrópu í þessu mikil- væga og langþráða plaggi. Hann hefur jafnframt litla trú á því að stórar ákvarðanir verði teknar á leiðtogafundi sambandsins sem nú stendur yfir. „Þátttakendur í fundinum munu að öllum líkind- um eiga tíma aflögu til að njóta út- sýnisins yfir flóann.“ ■ Úr leiðurum ■ Leiðtogar Evrópusambandsins eru mætt- ir til Grikklands til að ræða drög að nýrri stjórnarskrá. Leiðarahöfundar evrópskra dagblaða hafa kynnt sér stjórnarskrárdrögin og hafa ýmislegt við þau að athuga. 8 21. júní 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ritstjóri Fréttablaðsins skrifaðióvenju óljósan ritstjórnarpistil í blaðið sitt í gær um spurninguna um opinbera birtingu í fjölmiðlum á nöfnum þeirra sem sakaðir eru um einhver misindismál, annars vegar fjármálamisferli og hins veg- ar níðingsskap gegn börnum. Ég skildi ekki hver átti að vera niður- staða Gunnars Smára; sú helst, sýndist mér, að ekki ætti að líta á nafnbirtingar í fjölmiðlum eða fjöl- miðlana almennt sem framhald á dómsmála- eða lögreglusýstemi landsins. Sú athugasemd er vita- skuld rétt en svo almenn að segja má að hún hafi nánast ekkert gildi – þó fannst mér að ritstjórinn hlyti, með því að setja hana fram, að eiga við að nafnbirtingar ættu ekki að eiga sér stað, hvorki í málum sem snertu fjárglæfra né ofbeldi gegn börnum. Og af því tilefni má láta fáein orð falla. Ef einhver hefur áhuga: almennt séð er ég ekki talsmaður þess að fjölmiðlar birti í tíma og ótíma nöfn á mönnum sem sakaðir eru um ýmsa glæpi. En þó gildir annað um þá menn sem berir verða að níð- ingsskap gegn börnum. Ástæður þess þarf vonandi ekki að fjölyrða að ráði. Þessir glæpir eru í senn svo viðbjóðslegir og hafa svo afdrifa- ríkar afleiðingar gegn varnarlaus- um börnum að það hljóta allir menn að skilja. Má ég taka dæmi? Dæmdur kynferðisbrotamaður Fyrir allnokkrum árum varð maður nokkur sem þá var búsettur á Akureyri uppvís að því að hafa níðst á börnum nágranna sinna en hann hafði leikið sannan barnavin og sóst eftir því að fá að passa börn- in. Þegar málið varð uppvíst kom jafnframt í ljós að maðurinn átti langan sakaferil að baki. Fyrir sunnan hafði hann verið ákærður og dæmdur fyrir níðingsskap af sama tagi og hann hafði nú gerst sekur um á Akureyri. Eftir að hann hafði afplánað dóm sinn flutti hann sem sagt norður, laus allra mála, og sóttist eftir að passa börn. Það sem gerði málið alvarlegra var að við- komandi yfirvöld vissu vel af manninum og vissu meira að segja líka að hann var farinn að sækja í að gæta þessara barna nágranna sinna. En á þeim grundvelli að mað- urinn hefði tekið út sinn dóm var ákveðið að ekkert væri hægt að gera, það væri skerðing á mann- réttindum mannsins ef vara ætti fólk opinberlega við honum. Eftir að málið komst í hámæli kom meira að segja lögfræðingur Barnavernd- arstofu eða hvað sem það apparat hét þá og varði þá ákvörðun að hafa ekki látið nágranna mannsins vita af fortíð hans. Jú, vissulega væri málið hörmulegt, en svona væri það nú bara – maðurinn hefði eins og allir aðrir sín mannréttindi og það hefði verið partur af mannréttind- um hans að fá að lifa sínu lífi óáreittur eftir að hann hafði tekið út dóm sinn. Því hefði ekki verið varað við honum. Þó snerist þetta mál í raun eingöngu um þá stór- kostlegu skerðingu á mannréttind- um dæmds kynferðisbrotamanns að nágrönnum hans væri bent á að hann væri kannski ekki allra manna heppilegust barnapía. Víti til varnaðar? Ég veit ekki hvort þetta mál varð til þess að yfirvöld hafi í ein- hverju breytt sínu eftirliti með kynferðisbrotamönnum. Á hinn bóginn er ljóst að ef nafn þessa manns hefði á sínum tíma birst í fjölmiðlum er mjög sennilegt – en vissulega ekki alveg öruggt – að hann hefði ekki komist upp með að leika barnavininn mesta norður á Akureyri. Og þau börn sem hann níddist á þar þyrftu þess vegna ekki að bera til æviloka á sálinni örin eftir hann. Nú má segja sem svo: þótt þessi tiltekni barnaníðingur hafi því miður sótt í sama farið er ekki víst að svo hefði farið um aðra. Annar dæmdur barnaníðingur hefði kannski látið alveg af iðju sinni en ef nafn hans hefði samt verið birt, þá hefði hann að ósekju mátt glíma við alls konar fordóma og andúð samborgara sinna. Vel má það vera, en hvorn pólinn á að taka í hæðina – að svipta dæmdan barna- níðing til æviloka þeim mannrétt- indum að fá að hæna að sér börn – eða létta af börnum í nágrenni slíkra manna allri hættu sem af þeim KYNNI að stafa. Það er rétt hjá Gunnari Smára að ákvarðanir um slíkt á ekki að taka á bönkum eða bensínstöðvum. En það má al- veg heita partur af því að vinna á fjölmiðli að horfast í augu við slík- ar ákvarðanir. Uppsögn tengdist ásælni í börn Annað mál, nýtilkomið. Maður hefur orðið uppvís að því að eiga ókjör af barnaklámi. Og hefur ber- sýnilega sótt í börn gegnum tíðina. Um málið hafa orðið miklar um- ræður – til dæmis rakti DV ævi mannsins í smáatriðum um dag- inn. Þar vantaði þó eina mikilvæga staðreynd. Frá því var greint að manninum hefði á sínum tíma ver- ið sagt upp störfum hjá KFUM en það hefði ekki tengst kynferðis- legri ásælni hans í börn, hann hefði einfaldlega þótt slæmur starfs- maður. Nú vill svo til að ég veit að þetta er rangt. Uppsögn mannsins hjá KFUM tengdist VÍST ásælni í börn – hann varð uppvís að því að vilja „kenna“ sjö átta drengjum kynferðislegt athæfi og var m.a.s. kærður. Málinu lauk með dóms- sátt. Það varð hins vegar aldrei op- inbert, nafn mannsins var aldrei birt í fjölmiðlum og því gat hann haldið áfram að sækja um störf þar sem hann gat verið í samvist- um við börn. Hvaða skaða það gerði vitum við ekki enn. ■ Brúin yfir Víðidalsá horfin Christina Böhner og Hans-Martin Mozer skrifa: Við erum tveir Þjóðverjar semstörfum við ferðaþjónustu á Íslandi á sumrin. Í gönguferð 11. júní síðastliðinn uppgötvuðu við að brúin yfir Víðidalsána, á gönguleiðinni frá Víðidal yfir í Lónsöræfi að Múlaskálanum, var horfin. Steinsteyptir stöplar stóðu eftir en járnbitar sem tilheyrðu brúnni lágu um það bil fimmtíu metrum neðar í straumharðri ánni. Ferðahópurinn sem við stýrðum ákvað að vaða yfir ánna. Sem betur fer gekk sú ferð greið- lega þrátt fyrir að vatnið næði ferðalöngunum upp að mjöðmum og áin væri straummikil. Það er ekki víst að allir treysti sér til þess að vaða ána og er leitt til þess að vita að göngufólk þurfi jafnvel að snúa frá. Við teljum víst að smíði á nýrri brú sé tímakrefjandi og erfið vinna. Þrátt fyrir það hvetjum við til þess að brúin verði endurbyggð sem fyrst og um leið óskum við fólkinu fyrir austan velfarnaðar með endurbygginguna. ■ Um daginnog veginn ILLUGI JÖKULSSON ■ skrifar um nafnabirt- ingar í fjölmiðlum. Nafnabirtingar í fjölmiðlum ■ Bréf til blaðsins Framtíð Evrópu enn óráðin ■ Af Netinu Undirgefni dugar skammt „Eins ótrúlega og það hljómar, þá tekur Bandaríkjastjórn ekkert sérstakt tillit til ríkisstjórnar sem hefur sýnt henni skilyrðis- lausa hlýðni og undirgefni og lof- ar því að gera það áfram um ókomna framtíð.“ SVERRIR JAKOBSSON Á VEFNUM MURINN.IS. Í stuði á þjóðhátíð „Landsfaðirinn var í stuði eftir sigurför gegn Írak og notaði þjóð- hátíðina til að hreyta skætingi í stjórnarandstæðinga, sem höfðu í kosningabaráttunni amast við gerðum hans á liðnu kjörtíma- bili.“ JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS. Árni Þór Sigurðsson forseti borgarstjórnar Unnt að spara „Það er eðlilegt að borgaryfirvöld reyni á hverjum tíma að gæta aðhalds og sparnaðar í rekstri og leita leiða til að ná sem mestum árangri í því sambandi um leið og tryggð er öflug samfélagsþjónusta við borgarbúa. Það er okkar skoðun að unnt sé að ná fram verulegum sparnaði með aðhaldi í ýmsum rekstrarþáttum, svo sem síma- og fjarskiptakostnaði, ferðalögum, risnu, akstri og þess háttar án þess að skerða þá grundvallarþjónustu sem við viljum halda uppi í borginni. Í framhaldi af til- lögum sparnaðarnefndar munu stofnanir vinna tillögur um frekari útfærslu sem munu að sjálfsögðu fá póli- tíska umfjöllun í sparnaðarnefnd og borgarráði áður en þær koma til framkvæmda.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík Útþensla ekki stöðvuð „Það er mikilvægt að spara og hagræða eins og kost- ur er í rekstri borgarinnar, ekki síst nú þegar fjárhags- staðan er afar erfið. Það sem er gagnrýnisvert er að stærstur hluti þessara sparnaðartillagna beinist að fræðslu-, tómstunda- og félagsmálum en ekki að út- þenslunni í stjórn borgarinnar. Þar á einungis að spara 6,5 milljónir króna. Það er einnig einkennandi fyrir þessar tillögur að þær eru lítið rökstuddar, enda ekkert samráð haft við forstöðumenn einstakra sviða við gerð þeirra. Ljóst er að sífellt er að koma betur og betur í ljós að allt sem við sjálfstæðismenn höfum sagt um fjár- málastjórn borgarinnar og óhóflega skuldasöfnun er rétt.“ Reykjavíkurborg sparar 500 milljónir Skiptar skoðanir Reykjavíkurborg hyggst spara 500 milljónir króna, þar af 200 milljónir í fræðslumálum, 50 milljónir í Íþrótta- og tómstundaráði og einnig hjá Félagsþjónustunni. Ísland í dag Tryggur áskrifandi Stöðvar 2 skrifar: Hvað hefur komið fyrir Ísland ídag? Þátturinn var góður og skemmtilegur í heild en nú er maður hættur að horfa. Er ein- hver upplausn og vandræða- gangur á ferð- inni? Kastljós heldur sínu striki ágætlega. Getur Stöð 2 ekki lagað þetta ástand? ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.