Fréttablaðið - 21.06.2003, Síða 18

Fréttablaðið - 21.06.2003, Síða 18
18 21. júní 2003 LAUGARDAGUR Ef ég vissi það, tja, þá væri þaðbara Nóbelinn,“ segir dr. Jós- ep Ó. Blöndal aðspurður um hvað valdi bakverkjum. Hann er yfir- læknir á St. Franciskusspítalan- um á Stykkishólmi, sem getið hefur sér gott orð fyrir árangurs- ríka meðhöndlun sjúklinga sem þjást af háls- og bakmeinum. Jósep er vel metinn í sam- félagi Hólmara, þar sem hann hefur nú búið og starfað í rúman áratug. Þegar svo ber undir sest hann við píanóið og leikur djass ásamt félögum sínum en þeir komu til dæmis fram á nýlegri blúshátíð í Stykkishólmi. En hann tekur starf sitt alvarlega. Eitt af því sem gert er á St. Franciskusspítalanum er að taka niður nákvæma sjúkdómssögu þeirra sem koma til meðferðar og því ekki úr vegi að ganga á lækninn hvað varðar orsakavald- inn? Bakverkir tíðastir í ríkum löndum „Mjög erfitt er að alhæfa þar um og sennilega eru orsakirnar mismunandi frá einum einstak- lingi til annars. En rannsóknir sýna að tíðnin er mun hærri í rík- um samfélögum. Hún er miklu hærri á Vesturlöndum en í lönd- um eins og Nígeríu, Indónesíu og Indlandi, þar sem gerðar hafa verið býsna góðar faraldsfræði- rannsóknir. Tíðnin fer upp í að vera fjórum sinnum hærri hér. Þetta er því sennilega lífsstíls- vandamál.“ Þetta telur Jósep nægjanlega illa skilgreint til að hann þori að halda því fram. Líklega hafi þetta eitthvað með kyrrstellingar að gera, mannslíkaminn sé skapaður til að vera á hreyfingu. „Skrokkurinn og sálin eru sköpuð fyrir aðstæður sem voru til staðar í Norðaustur-Afríku fyr- ir 120 þúsund árum. Sé litið til samfélaga á borð við San-ættbálk- inn í Kalahari-eyðimörkinni, sem eru veiðimenn og safnarar, þá ganga karlmennirnir þar svona 15 til 20 kílómetra á dag og konurnar 10 til 15 kílómetra. Þetta er nokkurn veginn það sem við þurf- um: Að ganga. Það er eitt af því sem við ráðleggjum fólki að gera auk þess að synda, hjóla, dansa, fara á gönguskíði... öll eðlileg hreyfing er af hinu góða. Þetta leiða allar rannsóknir í ljós. Auk þess sem hreyfingin lækkar tíðni fjölmargra annarra sjúkdóma.“ Erfitt er að leggja mat á hvort tíðni bakverkja sé að aukast og eru skoðanir sérfræðinga þar um skiptar. Vitað er að fleiri og fleiri fara á örorku vegna bakverkja. En það hefur kannski meira með aðra samfélagsþætti að gera en að bakverkir séu að færast í aukana. „Mín persónulega skoðun er sú að tíðni bakverkja hafi færst í auk- ana undanfarin tvö til þrjú hund- ruð ár. Þar miðar maður við iðn- byltinguna, þá fara menn að vinna sitjandi og lifnaðarhættir fólks í iðnvæddum samfélögum taka miklum breytingum. Síðan verður breyting upp úr fyrri heimstyrj- öldinni, þegar skrifstofumenn setjast allt í einu niður í stól. Áður stóðu þeir. Annars má segja að allt frá landbúnaðarbyltingunni fyrir tíu til tólf þúsund árum hafi hreyfivenjur mannsins breyst dramatískt, þannig að kyrrstell- ingar eru nú orðnar algjörlega ríkjandi í tilveru nútímamannsins í iðnvæddu samfélagi.“ Íhaldssöm en fordómalaus meðferð Sérstök deild sem tekur á bak- og hálsvandamálum hefur verið rekin á Franciskusspítalanum frá árinu 1992. Þar starfa þrír læknar og sex sjúkraþjálfarar í fimm stöðugildum, ásamt hjúkrunar- fræðingum, sjúkraliðum og gangastarfsfólki. Deildin hefur verið rekin í tæp 11 ár og eru meðhöndluð 400 til 500 sjúk- dómstilfelli á ári. Innlagnir eru um 200 manns á ári og meðallegu- tíminn er tvær vikur. Biðlistinn er gegnumgangandi 50 til 60 manns í innlögn. Hins vegar er sveigjan- leiki í kerfinu og þeir sem virki- lega þurfa á því að halda komast inn fljótt. En meðalbiðtími er ann- ars 6 til 8 vikur. Það vekur athygli að meðalaldur er ekki hár, á bilinu 35 til 40 ár. „Þá er tíðnin hæst. Þetta er ekki ellisjúkdómur og við erum með fólk hér alveg niður í 14-15 ára gamalt.“ Þarna er praktíserað það sem Jósep kallar íhaldssama aðferða- fræði. „Sem þýðir að við erum ekki að gera neinar skurðaðgerðir heldur notum ýmsar aðferðir sjúkraþjálfunar, undirgreinar læknisfræðinnar, þjálfunarfræði, ýmsar undirgreinar og svo fram- vegis. Síðastliðin 10 til 15 ár hafa menn verið að átta sig á að skurð- aðgerðir eru ekkert endilega lausnin á velflestum bakvanda- málum. Kannski er eitt prósent fólks með bakvandamál sem kallar á skurðaðgerð – fer reynd- ar eftir því hvernig er reiknað.“ Skurðaðgerðir sjaldnast lausnin Jósep þorir ekki að fjölyrða um hvort skurðaðgerðir séu beinlínis ofmetnar, á því séu skiptar skoð- anir, en þeirra afstaða sé að beita hinni íhaldssömu aðferð áður en til skurðaðgerðar kemur. „Conservative treatment hljómar kannski eins og það sé einhver pólitík í þessu – Valhallarmódelið, en svo er nú ekki. Þessar aðferðir urðu til upp úr 1980 í San Franc- isco. Þær eru fjölfaglegar og byggjast á teymisvinnu. Fyrstu vísindalegu rannsóknirnar koma hringum 1988. Við byrjum á þessu upp úr 1990 og deildin var sett á stofn 1992, þannig að við erum snemma í því má segja.“ Í meðferðinni er lögð áhersla á að hlusta vel á það sem sjúkling- arnir segja, nákvæm sjúkrasaga tekin niður og sjúklingarnir skoð- aðir rækilega. Það hefur sýnt sig að myndatökur gefa sjaldnast ná- kvæmar sjúkdómsgreiningar. „Saga, skoðun og eftirfylgni segir manni hvað er að og hvaðan verkirnir koma. Ákveðnir hlutar vöðvakerfisins, sem tengjast mjó- bakinu, virka ekki rétt hjá yfir áttatíu prósentum þeirra sem þjást af bakverkjum. Þetta reyn- um við umfram allt að leiðrétta með sérstöku æfingakerfi. Við notum fjölmargar aðferðir til að ráða við verkina, til dæmis með bólgueyðandi sprautum. Síðan er mikil fræðsla í þessu prógrammi. Við kennum aðferðir til að draga úr verkjunum, förum mikið í stell- ingafræði, líffærafræði hryggjar- ins, lífeðlisfræði og fleira.“ Meðferð bakvandamála var, áður en hinar fjölfaglegu aðferðir komu til sögunnar, einkum fólgin í rúmlegu, lyfjagjöf, svokölluðum bakskólum og skurðaðgerðum. Rúmlega er nú úr sögunni sem meðhöndlun, lyfjagjöf á sennilega að beita í lágmarki og þá hafa rannsóknir sýnt að árangurinn af bakskólum og annarri hópmeð- ferð er rýr. Jósep vill að íhalds- söm meðferð sé reynd til þrautar áður en gripið er til skurðaðgerða. „Við eigum ágætt samstarf við verkjasérfræðinga og skurð- lækna á Reykjavíkursvæðinu, hér er engin einangrunarstefna, langt í frá, og vonandi á það samstarf eftir að verða ennþá meira. En það sem við erum að gera hér er algerlega einstaklingsbundin meðferð og prógrammið er sniðið að þörfum hvers og eins. Engin hópmeðferð. Vísindarannsóknir hafa sýnt að bakskólarnir skiluðu ekki árangri.“ Þjóðhagslega hagkvæmt Meðferðin á Franciskusspítal- anum einkennist af algjöru for- dómaleysi og Jósep segir einu kröfuna að aðferðirnar sem notað- ar eru séu vísindalega undir- byggðar. Meðal annars eru þar stundaðar hnykkingar, sem geta verið ágætar til síns brúks þó það sé „sjaldgæft að varanlegur ár- angur náist með þeim,“ og nála- stungur þegar svo ber undir. „Okkar vinnubrögð einkennast jafnframt af því að við miðum starfið ekki við neinn einn skóla. Hins vegar er þetta mikil teymis- vinna: Við vinnum þetta saman starfsfólkið.“ Og Jósep telur að góður starfsandi, sem hlýtur að vera forsenda slíks fyrirkomu- lags, sé í góðu lagi. „Okkur geng- ur mjög vel að vinna saman. Við læknarnir höfum mjög gaman af því að vinna með sjúkraþjálfurun- um og lærum mikið af þeim og þeir vonandi læra eitthvað af okk- ur líka.“ St. Franciskusreglan á sjúkra- húsið á pappírnum og flokkast það sem einkasjúkrahús. En það er rekið alfarið af íslenska ríkinu og drífur fólk að víða, einkum af höfuðborgarsvæðinu. Fólk leggst inn og borgar ekkert sjálft. Rekstur deildarinnar er að mati Jóseps mjög ódýr en sjúkraþjálf- arafyrirkomulagið er svolítið dýrt. „Hins vegar verður í því samhengi að benda á að tölur frá öðrum löndum leiða í ljós að starfsemi sem þessi er afar þjóð- hagslega hagkvæm. Þá er mikill kostur að hafa starfsemina í hæfilegri fjarlægð frá ys og þys borgarinnar.“ Aðilar ferðaiðnaðar í Stykkis- hólmi líta vonglöðum augum til heilsutengdrar ferðaþjónustu, sem rímar ágætlega við starfsemi sjúkrahússins án þess að það sem slíkt geti komið þar beint að mál- um. Jósep segir þó ekkert því til fyrirstöðu að sjúkraþjálfarar spít- alans geti annast ráðgjöf og slíkt í því sambandi. Og heilsusamlegt vatnið í tveimur pottum við sund- laugina, sem fengið hefur vottun frá viðurkenndri stofnun í Þýska- landi, sé ekki til að spilla fyrir bata. jakob@frettabladid.is Í Stykkishólmi er rekið einkar athyglisvert einkasjúkrahús – St. Franciskusspítali – sem hefur náð góðum árangri meðhöndlun bakveikra. Þang- að streymir fólk úr öllum áttum, enda um gríðarlega algengt mein að ræða. Yfirlæknirinn vill leita allra leiða til að komast hjá skurðaðgerðum. Bakverkir eru lífsstílsvandamál Er vinningur í lokinu? Utanlandsferðir, siglingar, sjónvörp og fjöldinn allur af öðrum glæsilegum vinningum. , , . Kemur línunum í lag Cellufit er unnið úr 6 virkum jurtum. Vinnur á appelsínuhúð. Cellufit hefur verið prófað af konum í Skandinavíu. 76% þeirra fundu mun, allt að 5 cm á erfiðustu svæðunum. Fæst í apótekum og verslunum Hagkaups e in n t v e ir o g þ r ír 2 8 5. 0 12 DR. JÓSEP Ó. BLÖNDAL Telur skrokkinn skapaðan fyrir aðstæður sem voru til staðar í Norðaustur Afríku fyrir 120 þúsund árum. Hann vill reyna til þrautar áður en gripið er til skurðaðgerða við bakverkjum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.