Fréttablaðið - 21.06.2003, Page 24

Fréttablaðið - 21.06.2003, Page 24
Appelsínugult, neongrænt,sterkgult, skærblátt, mínípils, sléttbotna skór, legg- hlífar og gammosíur eru lykilorð tískunnar í sumar. Þess utan verða allir sem vilja vera flottir að eiga Hensongalla eða annan viðlíka íþróttagalla. Vala Björk Ásbjörnsdóttir, verslunarstjóri í Sautján í Kringlunni, segir litagleðina allsráðandi í sumar. Blanda má öllum litum saman; aðalatriði sé að vera nógu skrautlegur. „Legghlífar og sokkar sem krumpast niður eru mikið með mínípilsunum. Við það ganga konur í sléttbotna skóm í öll- um litum. Gammosíur eru einnig mikið notaðar við mínípilsin,“ segir hún. Buxurnar eru að þrengjast og eiga nú að vera beinar niður þótt að þær útvíðu sjáist mikið enn. Bolir eru í öllum litum og nú er mikið um að tveir litir séu notað- ir saman. Innri bolurinn er þá síðari og nær lengra fram á erm- um. Vala segir að nú séu allir jakkar stuttir með stroffi og ren- nilás eins og var fyrir 20 árum. „Það er ekki laust við að það sé dálítið afturhvarf til áttunda áratugarins eins og legghlífarn- ar og gammósíurnar sýna. Ef pilsin eru síðari þá eru mikið núna hálfhringskorin pils sem ná niður að hné eða rétt þar fyr- ir neðan,“ segir hún. Jogginggallar og íþróttaföt eru klæðnaður sumarsins sem aldrei fyrr. Hensongallarnir sem voru hvað vinsælastir fyrir 20- 30 árum og voru þá að mestu notaðir í íþróttum skrýða nú konur á öllum aldri. „Það eru engin aldurstakmörk þar því konur allt yfir fimmtugt koma og kaupa á sig Hensongalla,“ segir Guðný Ólafsdóttir í Deres. Íþróttaskór eru notaðir við – og jafnvel háhælaðir skór! – og þá má segja að tískan sé komin í hring. Hver man ekki eftir krumpugöllunum þegar þeir komu um árið? Þá þótti ekki par fínt að ganga í há- hæluðum skóm við. Skór með í þ r ó t t a s n i ð i eru þó mun vin- sælli og er hægt að fá hin ýmsu af- brigði þeirra. Fylgi- hlutir eins og belti eru í öllum litum og mest er um að þau séu einföld úr striga. Karlfatatískan er alltaf íhaldssamari en þó eru þar stökkbreytingar, svo sem áprentaðar skyrtur á baki. Bolir eru meira en nokkru sinni fyrr áprentaðir og nú er í lagi fyrir karlmenn að ganga í bol með blóma- mynstri. Fötin eru úr þvegnu flaueli og kakí auk þess sem jakkaföt úr gallabuxnaefni eru í mikilli tísku. Hárið er að síkka og nú er það bítlatískan sem þykir hvað flottust. ■ 24 21. júní 2003 LAUGARDAGUR Sléttbotna skór, hringskorin pils og jakkar með stroffi Tískan í sumar er ótrúlega litrík. Allar síddir af pilsum, támjóir háhælaðir skór jafnt og sléttbotna en umfram allt í sterkum litum. BOLIR OG GALLABUXUR Í tísku í sumar eins og svo oft áður. Efnið í gallabuxurnar eru með föstum krumpum á lærunum. SKÓR Í ÖLLUM LITUM? Allar konur gengu í skóm með þessu lagi fyrir 25 árum en skórnir í dag eru lit- skrúðugari en þá. Hællin með svokölluðu klósettlagi. SUMARIÐ ER Í MEIRA LAGI LITSKRÚÐUGT Bolir í öllum litum, hringskorin pils og sokkarni krumpast á leggjunum. Nú eiga allir jakkir að vera með stroffi. HENSON GALLAR 30 ár eru síðan þeir komu fyrst fram og þá voru þeir nákvæmlega eins og þessi galli. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FRÉTTABLAÐIÐ/RÓ BERT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.