Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 27
 14.00 Íslensk-japanska félagið stendur fyrir kynningu á bonsai; ræktun dvergtrjáa í bonsai-garðinum í Hellis- gerði í Hafnarfirði. Páll Kristjánsson bonsairæktandi mun kynna þessa ævafornu japönsku listgrein. Bonsai- garðurinn er í eigu Hafnarfjarðarbæjar.  16.00 Liður í Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka. Jörg Sondermann leikur á orgel Eyrarbakkakirkju og Magnús Karel Hannesson segir sögu kirkjunnar og greinir frá kirkjugripum.  21.00 Félagar úr kvæðamannafé- laginu Iðunni koma og kveða af kappi. Boðið verður upp á siglingar og fleira á hafnarsvæðinu í Búðardal. Dagskráin er liður í Jónsmessuhátíð í Dölunum.  23.30 Skemmtun á Bjargi í Búðar- dal. Þar kemur meðal annars Lalli Hannesar, Presley lætur drauminn ræt- ast og fleira. Dagskráin er liður í Jóns- messuhátíð í Dölunum. ■ ■ KVIKMYNDASÝNINGAR  Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir sýningu á myndinni Karlsen stýrimaður eða Styrmand Karlsen. Leikstjóri mynd- arinnar er Annelise Reenberg og aðal- hlutverkin eru í höndum þeirra Frits Helmuth, Johannes Meyer og Dirch Passer. Sýningin er í Bæjarbíó við Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLIST  14.00 Barnatónleikar í Norræna húsinu sem eru liður í Norrænum sum- artónum. Camerarctica og Norræna hús- ið bjóða ókeypis aðgang á þessa tæplega klukkustundar tónleika þar sem börn fá að hlusta á, syngja og dansa við tónlist.  20.00 Tónleikar í Hafnarfjarðar- kirkju. Tónleikarnir eru liður í Syngjandi sumri í Hafnarfjarðarkirkju. Kristín R. Sigurðardóttir sópran syngur kirkjuleg lög og óperuaríur við undirleik Antoníu Hevesi á orgel og píanó.  20.00 Kammertónleikar sem eru liður í Norrænum sumartónum, hátíð sem haldin er í Norræna húsinu þessa dagana. Þar flytur Camerarctica strengja- kvartett eftir Franz Berwald, „In the Twilight“ fyrir flautu, fiðlu og víólu eftir Árna Egilsson og kvartett fyrir klarinett og strengi eftir Bernhard Crusell.  20.00 Síðustu aðaltónleikarnir í röðinni Við Djúpið verða í Hömrum Ísa- firði en þar koma þeir Jónas og Ólafur aftur fram og flytja sígildar söngperlur.  21.00 Tónleikar Guðrúnar Gunn- arsdóttur, Óður til Ellýjar, ásamt hljóm- sveitarmeðlimunum Eyþóri Gunnarssyni, Birgi Bragasyni, Sigurði Flosasyni, Erik Qvick og gestasöngvaranum Friðriki Ómari Hjörleifssyni. Tónleikarnir eru í Ketilshúsinu. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Rómeó og Júlía sýnt á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Verkið er sett upp í samstarfi við Vesturport. ■ ■ KEPPNI  14.00 Hálanda- og kraftakeppn- in Uppsveitartröllið 2003 verður haldin að Flúðum. ■ ■ ÚTIVERA  Gangan Fljúgandi fiskisaga með landvörðum í Þjóðgarði Snæfellsjökli. Farið er að Gufuskálavör og í fiskibyrgin. Gengið er frá fiskibyrgunum. ■ ■ SAMKOMUR  14.00 Messa í gömlu safnkirkj- unni á Árbæjarsafni. Prestur er séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Að lokinni messu býður húsfreyjan í Árbæ gestum og gangandi upp á nýbakaðar lummur. Á baðstofuloftinu verður prjónað og saumaðir roðskór. Í Dillonshúsi eru ljúf- fengar veitingar og Karl Jónatansson leikur á harmóníku.  Flugdrekadagur í Árbæjarsafni. Allir þeir sem eiga flugdreka eru sérstaklega hvattir til að mæta, og sá sem kemur með flottasta heimagerða flugdrekann fær viðurkenningu frá safninu.  21.00 BSKH-samsteypan býður til kvöldvöku í Súfistanum í Hafnarfirði. Kvöldvakan er lokaþáttur sýningarinnar Skopparakringlur með boðskap og Mitt lið, sem staðið hefur frá 7. júní. ■ ■ SÝNINGAR  Ljósmyndasýning í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Ís- lenskar samtímaljósmyndir eftir ýmsa listamenn. Sýningin var áður í Rúss- landi.  Samsýning listamanna úr Gallery VERU í Veitingahúsinu Ránni í Kefla- vík. Sýndar er landslags- og blóma- myndir. Sýningin stendur til 14. júlí.  Síðasta sýningarvikan er að hefjast hjá Ragnari Kjartanssyni í gallerí Kling og Bang. Ragnar er þar með einkasýn- ingu sem nefnist Nýlendan.  Lovísa Lóa Sigurðardóttir myndlist- armaður sýnir í Rauða húsinu á Eyrar- bakka 11 myndverk unnin í olíu og blandaðri tækni á striga. Sýningin stend- ur fram í ágúst.  Í Bóka- og byggðasafni N-Þingey- inga hefur verið opnuð leikfangasýning. Leikföngin hafa verið fengin að láni frá mörgum íbúum í nágrenni safnsins. Sýningin verður opin til 31. ágúst.  Ormarnir sýna í fyrsta sinn saman listir sínar í Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Sýningin nefnist Hafsýnir og stendur til 29. júní.  Þrjár nýjar sýningar í Safnasafninu – Alþýðulistasafni Íslands, á Svalbarðs- strönd, Eyjafirði. Í Hornstofu verða sýnd málverk eftir Sigurð Einarsson í Hvera- gerði. Í garðinum er sýning á trjáköttum eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur á Akureyri og nær ánni er samsýning 11 og 12 ára nemenda í Valsárskóla.  Sýningin Ísjakar og Sahara opnar í Hveragerði að Klettahlíð 7. Hún er í Stúdíó-gallerí Jóhönnu Bogadóttur en þar verða málverk og múrristur bæði úti og inni. Sérstök áhersla er þó núna á nýjar litógrafíur sem Jóhanna hefur unn- ið að í vetur út frá skissum sem hún hefur unnið á ýmsum stöðum í heimin- um. Sýningin stendur frá 14. til 29. júní frá kl. 14 til 18 alla daga.  Katrín Elvarsdóttir sýnir á Mokka. Sýningin nefnist Lífsandinn en á henni má sjá 12 ný verk sem eru seinni hluti myndaraðarinnar Lífsfsanda.  Sigurdís Harpa Arnarsdóttir mynd- listarmaður sýnir á verk sín á Næsta bar, Ingólfsstræti 1.  Þrjár sýningar í Listasafni Reykjavík- ur – Hafnarhúsinu. Sýningarnar Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár, Inn- sýn í alþjóðlega samtímalist á Íslandi og Erró Stríð.  Stóra norræna fílasýningin í sýning- arsal Norræna hússins. Á sýningunni eru verk eftir dönsku listamennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pernelle Maegaard. Victoria Winding hefur gert fræðslutexta.  Sýning sem nefnist Ferskt ung- nautahakk á Björtum dögum. Mynd- listarsýningin er í nýjum sal í menning- ar- og kaffihúsi fyrir ungt fólk í Gamla bókasafninu Mjósundinu.  Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona er með myndlistarsýningu að Hvirfli í Mosfellsdal. Sýningin er haldin utandyra.  20.00 Opnun á þremur sýning- um í Listasafni Reykjavíkur – Hafn- arhúsinu. Opnaðar verða sýningarnar Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Íslandi og Erró Stríð.  Höggmyndalistamaðurinn Teddi (Magnús Th. Magnússon) verður með sýningu á viðarhöggmyndum á vinnustofu sinni til 1. júlí. Vinnustofan er á horni Skúlagötu og Klapparstígs. LAUGARDAGUR 21. júní 2003 ✓ ✓ 27 Menntaskólinn að Laugarvatni 2002-2003 Hefurðu áhuga á íþróttum og náttúruvísindagreinum? Viltu verða stúdent með góðan undirbúning undir háskóla? Ertu góður nemandi? Ef svörin við spurningunum eru jákvæð lestu þá áfram. Menntaskólinn að Laugarvatni getur bætt við sig nemendum á íþróttabraut skólaárið 2003- 2004. Nýtt skipulag brautarinnar miðast við að nemendur taka áfanga brautarskipulags íþróttabrautar menntamálaráðuneytisins (71 einingu) og 46 einingar af náttúrufræðibraut að auki á þremur árum. Á fjórða árinu (valkvætt) taka nemendur allt að 38 einingar með nemendum náttúrufræðibrautar til stúdentsprófs. Nemendur íþróttabrautar ML geta orðið stúdentar eftir fjögurra ára nám með 80% námseiningum hefðbundinnar náttúrufræðibrautar að jafnaði, auk verklegra og bóklegra faggreina. Sérstaða íþróttabrautar ML er m.a. að áfangar skólans í íþróttagreinum eru fleiri en viðmiðunarnámskrá gerir ráð fyrir, ekkert þriðja mál er kennt en aukaáhersla er á íslensku og ensku. Einnig eru útivistaráfangar hans (8 ein.) alger sérstaða. Kröfur eru gerðar á brautinni um áhuga og ástundun enda miðast skipulag hennar við að veita sem bestan undirbúning fyrir Íþróttafræðisetur KHÍ á Laugarvatni, sjúkraþjálfunarnám eða annað heilsutengt nám í háskólum og sérskólum, innanlands sem erlendis. Á íþróttabraut ML er mikil áhersla á náttúruvísindi, íslensku, ensku og faggreinar íþrótta - sem og áhuga og ástundun. Laugarvatn - frábær aðstaða - öflugur menntaskóli - heimavist - mötuneyti - þvottaþjónusta - þráðlaus nettenging haustið 2003 á öllu skólasvæði ML, einnig á öllum vistum. Sjá heimasíðu skólans; http://www.ml.is Upplýsingar fást í símum 486 1156, 486 1258 og 486 1274 á skrifstofutíma. Eins má senda tölvupóst á ml@ml.is Umsóknarfrestur á brautina er framlengdur til 26. júní 2003. Skólameistari hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 JÚNÍ Sunnudagur Markmið tónleikanna er aðleyfa ungu hljómsveitunum að fá tækifæri til að spila með þeim eldri og reyndari,“ segir Logi Karlsson, skipuleggjandi tónleika sem haldnir verða í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Að sögn Loga er mikill skortur á tækifær- um fyrir ungar hljómsveitir að koma fram en það má með sanni segja að hafnfirskum hljómsveit- um gefist gott tækifæri í dag. „Það eru um það bil sautján hljómsveitir sem koma fram á tónleikunum. Allt frá Írafári, sem er toppurinn á poppísjakanum, til Botnleðju og Jet Black Joe. Þarna verða einnig ungir djassarar, rapparar og örgustu rokkarar.“ Að sögn Loga er mikið að gerj- ast í tónlist í Hafnarfirði og ótal hljómsveitir til sem ekki enn eru komnar út úr bílskúrnum. „Það má að hluta til þakka bænum fyr- ir gróskuna í tónlistarlífinu. Hann lánar ungum hljómsveitum æf- ingarhúsnæði endurgjaldslaust og það er að skila sér. Hljómsveit- irnar spila síðan í staðinn, sem heldur kostnaði í lágmarki við at- burði eins og þessa.“ Aðspurður um fjölda stelpna í hafnfirskum hljómsveitum segir Logi að stelpugrúbburnar séu ekki á hverju strái og til að mynda verði á tónleikunum í dag aðeins tvær stelpur í þeim sautján hljómsveitum sem fram koma þrátt fyrir þó nokkra leit Loga. „Tónleikarnir eru búnir að vera nokkuð lengi í vinnslu. Ég lagðist í rannsóknarstarfsemi og reyndi að grafa upp sem flestar hljómsveitir í Hafnarfirði. Helsta vandamálið við skipulagninguna hefur þó verið fólgið í því að bíl- skúrsböndin eru alltaf að hætta og sífellt er verið að stofna fleiri. Það hættu til dæmis tvær hljóm- sveitir í síðustu viku sem áttu að spila.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 15 í dag á Norðurbakkanum í Hafnarfirði og standa til miðnætt- is. „Írafár er klukkan 16.30 til að fólk geti mætt með barnavagninn en Jet Black Joe er klukkan 23 þegar búið er að svæfa börnin,“ segir Logi að lokum. vbe@frettabladid.is ■ TÓNLIST Reynsluboltar og bílskúrsbönd LOGI KARLSSON Sautján hljómsveitin koma fram á tónleikunum í Hafnarfirði í dag. Meðal þeirra eru Dáða- drengir, Botnleðja, Írafár og Jet Black Joe. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og lýkur klukkan 24. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.