Fréttablaðið - 21.06.2003, Side 28
21. júní 2003 LAUGARDAGUR28
JOHNNY ENGLISH kl. 3.45
THE MATRIX R.. 5.30, 8, 10.30 b.i 12
BRINGING DOWN... kl. 3.45, 5.50, 8, 10.15
Sýnd kl. 2. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl.4, 6, 8 og 10
kl. 4NÓI ALBINÓI
kl.4 og10 b.i 12THE MATRIX REL...
6, 8 og10 TRICKY LIFE (EN LA PUTA VIDA)
OLD SCHOOL b.i. 12
kl. 3.45, 5.50, 8, 10.15 b.i 12
Lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15
TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. kl. 2 og 4
IDENTITY kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i 16
kl. 8
Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20 b.i. 16 ára
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i 16
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30
Sýnd í lúxus kl. 3.30, 6 og 8.30
kl. 4JOHNNY ENGLISH
kl. 5.45, 8 og 10.15HOW TO LOSE A...
XMEN kl. 10.15 bi 12 SKÓGARLÍF 2 kl. 2 og 4
KANGAROO JACK kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Fréttiraf fólki
TÖLVULEIKIR MurK vann Drake í
æsispennandi úrslitaleik í HK hús-
inu Digranesi um helgina. „Skjálfti
er langstærsta keppnin hérlendis og
við leggjum fullan metnað í hana
hvert sinn,“ segir Kristján, klan-
meðlimur í MurK. „Okkur þykir í
raun aðeins virkilega skemmtilegt
að keppa núna, að spila leikinn einn á
Netinu hefur ekki sama sjarma og
þegar maður var að byrja í þessu.“
MurK-menn eru þó engin undra-
börn, að baki velgengninni liggja
þrotlausar æfingar og þeir eiga sitt
eigið æfingarhúsnæði við Frakka-
stíg. „Ætli við æfum ekki að meðal-
tali 4 tíma virka daga, með fríum.“
Æfingar eru þó langt því frá að
spila bara leikinn. Jóhannes klan-
meðlimur útskýrir, „Við tökum
venjulega eitt kort (borð) fyrir og
skoðum það vandlega einir fyrst. Þá
erum við að móta áætlanir og skipa
mönnum í stöður. Svo tökum við æf-
ingu með öðru klani, oftast erlendu.“
En hver er svo uppskera erfiðis-
ins? „Að vinna Skjálfta er náttúrlega
aðallega bara spurning um veg og
virðingu, þó auðvitað séu líka verð-
laun. Höfum fengið fjóra síma síð-
asta árið,“ segir Kristján glettinn.
„Já, verðlaunin eru oftast ágæt, en
einu sinni fengum við samt FIFA
2002, það var slappt,“ segir Jóhann-
es. „Og mínu eintaki var stolið seinna
um daginn til að fullkomna það,“
bætir Kristján við hlæjandi.
„Svo er maður náttúrlega frægur
innan viss hóps, sem er bæði blessun
og bölvun. Maður mætir kannski í
partí þar sem maður þekkir engan,
og svo berst það bara út, „Knifah er
hér, Knifah er hér!“, og allt í einu er
maður umkringdur strákum að tala
um CS, og gellurnar flýja.“ Kristján
tekur undir þetta: „Já, maður er
þekktur fyrir að sitja fyrir framan
tölvu allan daginn, svo við höstlum
nú ekkert út á þetta, en maður er
beðinn um eiginhandaráritanir og
einu sinni fékk ég rós frá drengjum
sem sáu mig á gangi.“
MurKarar stefna til útlanda á
eiginlegt heimsmeistaramót í leikn-
um. Mótið CPL er haldið tvisvar á
ári í Dallas í Bandaríkjunum og
þangað mæta öll bestu liðin
hvaðanæva að úr heiminum. „Við
erum að taka þátt í fyrsta skipti, en
höfum fulla trú á að við verðum í
slag um toppsæti,“ fullyrðir Krist-
ján. Á CPL eru peningaverðlaun, en
MurKarar segjast frekar gera þetta
vegna ánægjunnar en fjármuna, þó
þeir væru góður bónus. „Við þurfum
allir að borga meira en 100.000 kr.
fyrir ferðina, en það hefur verið
mjög erfitt að útvega okkur styrkt-
araðila. Bunker, net-cafe, styrkir
okkur, en almennt virðist fólk ekki
gera sér grein fyrir því að við séum
góð auglýsing. Ótrúlegur fjöldi
ungra stráka er að spila þennan
leik.“
david@frettabladid.is
23.00 Hljómsveitin Singapore Sling
spilar á Grand Rokk.
Hinn stórgóði Labbi í Glóru
skemmtir á Gömlu Borg Grímsnesi.
Stórdansleikur með Á móti sól í
Hvíta húsinu, Selfossi, í tengslum við
hátíðina Sumar á Selfossi.
Hljómagoðið Rúnar Júlíusson og
hljómsveit halda uppi stemningunni alla
helgina á Kringlukránni.
Miðsumarsfögnuður á Nasa, nánar
tiltekið Hvítt ball. Allir eru hvattir til að
mæta í hvítu. Páll Óskar verður plötu-
snúður og sérstakur gestur verður ind-
verska prinsessan Leoncie.
Hljómsveitin Spútnik spilar í Pakk-
húsinu.
MURKARAR Í MURKHOLTI
Hér í MurKholti æfa MurK menn sig og keppa við yfir netið, en Counter-Strike byggist á mikilli samvinnu.
Meðal þeirra allra bestu
Counter-Strike er sérsveita- og hryðjuverkaskotleikur sem nýtur gífurlegra vin-
sælda. Hann er stærsta keppnisgrein tölvuleikjastórmótsins Skjálfta, sem var haldið
um síðustu helgi í 20. sinn. Counter-Strike og Quake-klanið MurK sigraði þar.
GULL PLÁNETTAN kl. 2
DIDDA OG DAUÐI KÖTT.. kl. 2
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga.
Vínrauðir
Leðurjakkar
19.900 kr
Stutt kápur
hvað?hvar?hvenær?
18 19 20 21 22 23 24
JÚNÍ
Laugardagur
Leikkonan Demi Moore er mikiðá milli tannanna á fólkinu í
glæsibænum Hollywood þessa
dagana. Kannski ekki að ástæðu-
lausu því hún mætti til frumsýn-
ingar nýjustu myndar sinnar
„Charlie’s Angels 2:
Full Throttle“ með
tvo menn og þrjú
börn upp á arm-
inn. Þar var nýi
ungi elskhug-
inn hennar
Ashton
Kutcher
úr „That
70’s Show“,
fyrrum eig-
inmaður
hennar Bruce
Willis og börn
þeirra þrjú. Vin-
skapur þríeyk-
isins þykir
meira en lítið
undarlegur.
Robert Smith, söngvari TheCure, hefur tekið að sér að
syngja eitt lag með bandarísku
rokksveitinni Blink 182. Lagið á
að vera ríkt í niðursveiflunni og
því vel við hæfi að fuglahræðu-
kóngurinn syngi lagið. Ekki eru
allir Cure-aðdáendur jafn ánægð-
ir með ákvörðun Smiths enda
verður það að viðurkennast að
tónlist Blink 182 hefur hingað til
ekki svipað til depurðar The
Cure. Upptökustjórinn snjalli
Ross Robertson stjórnar upptök-
um á næstu plötu The Cure og er
fyrirhugað að upptökur hefjist í
september.
Leikararnir Will Smith og MartinLawrence vilja gera þriðju
myndina í „Bad Boys“-seríunni. Ef
verður af þriðju myndinni ætti
hún að skila sér í bíó eftir tvö til
þrjú ár.
Leikkonan Elizabeth Taylor eign-aðist fjórða barnabarnabarn
sitt á dögun-
um. Hún náði
þó ekki að
fagna því að
hún væri
orðin
langamma í
fjórða sinn
þar sem hún
var á spítala
vegna maga-
verkja. Að þessu sinni bættist
strákur í fjölskylduna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Þá er komin áþreifanleg sönnunfyrir því að Guð er til. Og hann er
örugglega í þessari hljómsveit, The
Mars Volta.
Afróhausarnir tveir Cedric og
Omar úr At the Drive-in stofnuðu
þessa eftir að sú merka sveit klofnaði
í tvennt á hátindi ferils síns. Hinir
héldu áfram sem Sparta. Munurinn á
hljómsveitunum er ótrúlegur, og nú
greinilegt að ferskari hugmyndirnar
voru allar teknar úr hárflækjum
afróhausanna. Ef þessi plata er ljón,
konungur frumskógarins, er Sparta
eins og saurfluga sem lifir bara í viku
og nærist á úrgangi ljónsins.
Ofsinn, spilagleðin, tilrauna-
mennskan og melódían eru hér í al-
gleymingi. Cedric býr yfir hreint
stórkostlegri rödd. Hreinni, tilfinn-
ingaþrunginni og svo ofarlega á
tónskalanum að hún gæti skorið leið
sína í gegnum stál, steypu og dem-
anta. Hér blanda hann og Omar sam-
an hráu rokki ATDI, sambatónlist á
köflum og „noise“-pælingum með
vænni slettu af „space-echo“ döbbi.
Textar plötunnar eru víst saga
sem segir frá manni sem fellur í dá
eftir að hafa reynt að kála sér með
stórum morfínskammti. Í viku dái
sínu upplifir hann súrrealíska drau-
ma og ævintýri í sinni eigin undir-
meðvitund.
Platan fékk fullt hús hjá Kerrang,
9 af 10 hjá NME. Ef ég mætti gefa
henni stig frá einum upp í tíu yrði
þessi hrein og klár ellefa. Ég verð
hissa ef það kemur út betri plata en
þetta á árinu!
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
Meistaraverk
THE MARS VOLTA:
De-Loused in the Comatorium
AGENT CODY BANKS 3, 5.50 og 8
Nokkur pláss laus í sumar.
Bókaðu strax hjá Guðrúnu
í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882 eða á
www.keramik.is
Hvernig fannst þér á sumar-
námskeiðinu fyrir skapandi
börn hjá Keramik fyrir alla?
Soffía Lára: Frábært! Ég hef mjög
gaman af því að fara í Keramik og
námskeiðið var skemmtilegt, við
áttum mikið af myndum og munum
eftir vikuna.
Námskeið fyrir skapandi börn