Fréttablaðið - 21.06.2003, Síða 29
LAUGARDAGUR 21. júní 2003 29
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 MATRIX REL. b.i. 12 kl.10.10
BRINGING DOWN T... 3.45, 5.50 og 8
KANGAROO JACK kl.4, 6 og 10
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 b.i 12
10.15 powersýning
KRINGLUKAST forsýning Sýnd kl. 8
Sýnd kl. 4, 6. 8 og 10
2, 4, 6, 8 og 10ANGER MANAGEMENT
IDENTITY bi 16. ára kl. 4, 6, 8 og 10THEY bi 16. ára kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
TÖLVULEIKIR Á síðasta ári kom út fjöl-
spilunarleikurinn Battlefield 1942,
sem notið hefur þó nokkurra vin-
sælda. Það sem skildi hann frá
hinni gríðarlegu mergð áþekkra
fyrstu persónu skotleikja var hið
eiginlega stríðsandrúmsloft (þó án
dauða óbreyttra, nauðgana og
rána); borðin voru gríðarstór, fjöldi
spilara hverju sinni mikill og ýmis
farartæki stóðu mönnum til boða;
flugvélar, skriðdrekar og bátar. Sá
var tíma- og staðsettur í síðari
heimsstyrjöld. Nú er svo að koma
út framhald, Battlefield Vietnam.
Þar verða Víetnam-stríðinu gerð
stafræn skil, en hægt verður að
spila sem Bandaríkjaher, norður-
víetnamski herinn og víetkong
skæruliðar. Þyrlur eru nýjung í
Battlefield-seríunni og gömlu far-
artækin snúa öll aftur. Þau, ásamt
vopnabúri leiksins, verða öll sögu-
lega nákvæm. Mynd og hljóð verða
að sjálfsögðu bætt eins og oft er
með framhaldsleiki, en spilun
leiksins mun einnig breytast. Til að
mynda geta nú allt að fjórir spil-
arar stigið um borð í sama farar-
tækið og allir nema bílstjóri enn
skotið af vopnum sínum. Þyrlur
geta flutt önnur farartæki og frum-
skógarátök bjóða upp á annars kon-
ar bardaga en strendur, sveitir og
bæir Evrópu. Leikurinn kemur út í
byrjun árs 2004. ■
Battlefield Vietnam:
Frumskógur í fjölspilun
Nöfnum BritneySpears, Halle
Berry og Anth-
ony Hopkins
verður bætt á
gangstétt
Hollywood Walk
of Fame á
næstunni.
Að fá stjör-
nu á gang-
stéttinni
þykir enn
mikil heiður. Aðrir sem fá stjörnu
með nafni sínu á næstunni verða
Kevin Costner, Glenn Close, John
Singleton og fjölmiðlajöfurinn
Ted Turner.
Leikkonan Kate Hudson á von áfyrsta
barni sínu.
Þar með
verður
leikkonan
Goldie
Hawn, sem
er móðir
Kate, að
ömmu.
Barnsfaðir stúlkunnar er söngv-
ari Black Crowes, Chris Robinson.
Barnið ætti að koma í heiminn
snemma á næsta ári. Hudson sló í
gegn í myndinni „Almost
Famous“ og nú síðast í myndinni
„How to Lose a Guy in 10 Days“.
Það hefur vakið mikla athygliað strandvarðagellan Pamela
Anderson er
búin að taka
af sér trú-
lofunar-
hringinn
sem rokkar-
inn Kid
Rock gaf
henni við
bónorðið.
Pamela
Anderson
hefur gefið í
skyn að hún
sé á lausu
og að búið sé að aflýsa brúð-
kaupi þeirra „um aldur og ævi“.
Það er því nokkuð víst að Kid
Rock situr eftir með sárt ennið
þessa dagana.
The Libertines:
Úti er
ævintýri?
TÓNLIST Svo gæti farið að saga
bresku rokksveitarinnar The
Libertines sé öll rétt nokkrum
mánuðum eftir að sveitin gaf út
frumraun sína. The Libertines
hefur átt vaxandi vinsældum að
fagna í heimalandi sínu og fyrsta
platan, „Up the Bracket“ selst
ágætlega. En svo virðist sem liðs-
menn séu ekkert sérlega sam-
heldnir, sem sýndi sig best í vik-
unni þegar söngvarinn og gítar-
leikarinn Pete Doherty yfirgaf
sveitina á miðri tónleikaferð
sveitarinnar um Evrópu.
Höfuðpaur sveitarinnar, gítar-
leikarinn Carl Barat, réð þess í
stað gítarrótara sveitarinnar í
stað Pete og sagðist ekki vilja
leika með fyrrum félaga sínum
aftur. NME segir sveitina vera
aðeins skugga af sjálfri sér án
söngvarans.
„Hann vill ekki spila með mér
í núverandi „ástandi“ mínu,“ út-
skýrir Pete á heimasíðu sveitar-
innar.
„Ég veit ekki alveg hvað hann
á við en þetta er alvarlegt og þeir
eru búnir að taka ákvörðun um
málið. Það þýðir ekkert fyrir mig
að væla út af þessu, ég held bara
áfram án þeirra. Guð veit að ég
elska þá enn, en þetta er ekki í
gangi lengur svo þeir mega bara
fara í rassgat.“ ■
THE LIBERTINES
Frægðarsól The Libertines var á hraðri uppleið í Bretlandi. Fráhvarf söngvarans
gæti hugsanlega togað hana niður.
BATTLEFIELD
Nýlega kom út aukapakkinn Battlefield 1942: The Road to Rome fyrir gamla leikinn.