Fréttablaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 20
Leikhús 20
Myndlist 20
Bíó 22
Íþróttir 18
Sjónvarp 24
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
ÞRIÐJUDAGUR
24. júní 2003 – 140. tölublað – 3. árgangur
PERSÓNAN
Reiknar með
hjartanu
bls. 30
LEIKFIMI
Spriklað á
Austurvelli
bls. 20
TÓNLIST
Forskot á
sæluna
bls. 21
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
Áhrif alþjóða-
væðingar
FUNDUR Stofnun stjórnsýslufræða
og stjórnmála og Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands standa fyrir
opnum fyrirlestri í Odda klukkan
12. Á fundinum verður fjallað um
áhrif alþjóðavæðingar í viðskiptum
á fátækt og ójöfnuð í heiminum.
Fyrirlesari verður Robert Hunter
Wade, prófessor við London School
of Economics. Fundarstjóri verður
dr. Jón Skaftason, stjórnarmaður í
Þróunarsamvinnustofnun Íslands.
Skoðunarferð
um Viðey
ÚTIVIST Skoðunar- og fræðsluferð
um Viðey hefst með siglingu yfir
sundið klukkan 19.30. Í Viðey verða
skoðaðar leifar þorpsins og saga
þess rakin. Þorpið stóð í 36 ár og
þar bjuggu mest 140 manns. Þar
var enn fremur önnur umsvifa-
mesta höfn landsins um árabil.
Breiðablik mætir
Stjörnunni
FÓTBOLTI Einn leikur fer fram í
Landsbankadeild kvenna. Breiða-
blik, sem er í fjórða sæti deildar-
innar, mætir Stjörnunni, sem er í
fimmta sæti. Leikurinn fer fram á
Kópavogsvelli og hefst klukkan 20.
SIGLT Á POLLINUM Þessir ungu menn skemmtu sér konunglega við siglingar á Pollinum við Akureyri. Vel mun viðra á siglingamenn
fyrir norðan á morgun. Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt og 12 til 18 stiga hita.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
REYKJAVÍK Hæg austlæg átt,
skýjað en þurrt að kalla.
Austan 8-13 og rigning undir
hádegi. Hiti 10 til 14 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-8 Skýjað 14
Akureyri 5-10 Skýjað 15
Egilsstaðir 5-8 Skýjað 15
Vestmannaeyjar 10-15 Rigning 13
➜
➜
➜
➜
+
+
SJÚKDÓMAR „Sykursýki tvö, eða
það sem áður var kallað öldrunar-
sykursýki, greinist nú í auknum
mæli hjá ungu fólki, einkum feitu
fólki sem hreyfir sig lítið. Við höf-
um greint sjúkdóminn hjá 18 til
20 ára einstaklingum. Þá hefur
meðgöngusykursýki einnig aukist
töluvert,“ segir Ástráður B.
Hreiðarsson, yfirlæknir göngu-
deildar sykursjúkra á Landspít-
ala.
Samkvæmt upplýsingum
bandarískra heilbrigðisyfirvalda
fjölgaði tilfellum sykursýki tvö í
Bandaríkjunum um 40 prósent á
síðasta áratug. Meginskýringin er
rangt mataræði og hreyfingar-
leysi. Í dag þjást 17 milljónir
Bandaríkjamanna af sjúkdómn-
um, tæplega 6 prósent þjóðarinn-
ar. Verði ekkert að gert mun sjúk-
dómurinn innan fárra ára herja á
þriðja hvern Bandaríkjamann.
Þótt Bandaríkin skeri sig nokkuð
úr er þróunin svipuð víða um
heim. Ísland er þar ekki undan-
skilið. Talið er að eitt til tvö pró-
sent Íslendinga séu sykursjúk.
„Engar nýlegar upplýsingar
liggja fyrir um tíðni sjúkdómsins
en sala lyfja vegna sykursýki tvö-
til þrefaldaðist hér á árunum 1990
til 2001. Það gefur vísbendingar
en segir þó ekki alla söguna því
aðrar skýringar gætu verið ætt-
greining og meiri áhersla á lyfja-
meðferð,“ segir Ástráður Hreið-
arsson.
Hann segir rannsóknir sýna að
íslensk ungmenni séu að fitna og
þar með vaxi líkur á sjúkdómn-
um.
„Erfðir hafa þar mikið að segja
en lífshættir skipta töluverðu
máli. Neysla okkar er stöðug og
við brennum ekki öllu því sem við
látum ofan í okkur. Afleiðingin er
meðal annars sykursýki tvö,
hækkaður blóðþrýstingur, blóð-
fitubrengl og hjarta- og æðasjúk-
dómar. Ef vilji er til að sporna við
þessari þróun þarf að koma af
stað hugarfarsbreytingu. Við
þurfum að breyta mataræðinu og
hreyfa okkur meira og þar með er
hægt að minnka líkur á fyrr-
greindum sjúkdómum verulega,“
segir Ástráður Hreiðarsson.
the@frettabladid.is
Flutningaskip kyrrsett:
Sigldi með
700 tonn af
sprengiefni
GRIKKLAND, AP Grísk yfirvöld kyrr-
settu í gær flutningaskip hlaðið
sprengiefnum, en skipið hefur
siglt um Miðjarðarhafið í rúmar
fimm vikur. Í lestum skipsins
fundust 680 tonn af sprengiefninu
TNT.
Skipið, sem heitir Baltic Sky,
er skráð á Comoroseyjum. Það
var að sögn á leið frá Túnis til
Khartoum, höfuðborgar Súdans.
Sprengiefnafarmurinn var hins
vegar skráður á efnafyrirtæki í
Súdan sem virðist vart meira en
pósthólf í höfuðborginni.
Áhöfn skipsins, fimm Úkraínu-
menn og tveir frá Aserbaidjan, er
í haldi grískra yfirvalda. Hún á
yfir höfði sér ákæru fyrir að
flytja sprengiefni með ólöglegum
hætti. Giorgos Anomeritis, ráð-
herra í grísku ríkisstjórninni,
sagði að málið yrði rannsakað sem
hugsanlegt hryðjuverkamál. ■
Öldrunarsykursýki
sækir á yngra fólk
Sex af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum þjást af sykursýki. Að óbreyttu mun þriðjungur
þjóðarinnar greinast með sjúkdóminn á næstu áratugum. Sykursýkitilfellum hefur
fjölgað mjög á Íslandi en þróunin er þó langt í frá jafn hröð og í Bandaríkjunum.
FISKELDI Skotar hafa bannað inn-
flutning á íslenskum laxaseiðum
og hrognum, vegna þess að tilskip-
un Evrópusambandsins um flutn-
ing lifandi fisks milli landa hefur
ekki verið framfylgt hérlendis.
Vigfús Jóhannsson, stjórnar-
formaður Fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva, kveðst reikna með því að
önnur aðildarlönd ESB loki einnig
á innflutning. „Það reynir fyrst á
Skotland, þar sem við flytjum út
þangað á þessum árstíma. Við höf-
um þegar orðið fyrir miklu tjóni,“
segir hann.
Vigfús fundaði ásamt hags-
munaaðilum með fulltrúum ríkis-
stjórnarinnar og embættismönn-
um, sem hafa nú sent greinargerð
til Skotlands með beiðni um að
banninu verði aflétt þar til þing
hefst að nýju. Frumvarp um að
setja í gildi tilskipun ESB var lagt
fram í lok vorþings fyrir kosning-
ar en var sent til umsagnar hags-
munaaðila af landbúnaðarnefnd,
vegna ótta stangveiðimanna við
að íslenski laxinn myndi til langs
tíma fá sömu sjúkdóma og lax í
Evrópu. Hins vegar gerir tilskip-
unin ráð fyrir að lax verði einung-
is fluttur frá jafn vel settum eða
betur settum löndum hvað varðar
fiskisjúkdóma, og vegna yfir-
burðastöðu íslenska laxins er ólík-
legt að innflutningur hefjist hér.
„Við vonumst til að fá viðbrögð
að utan strax í dag, en málið verð-
ur alvarlegra með hverjum degin-
um sem líður,“ segir Vigfús.
Stofnfiskur hf. og Fiskeldi
Eyjafjarðar flytja árlega út hrogn
og seiði fyrir um 5-600 milljónir
króna og er íslenski laxinn vinsæll
vegna þess hann er tiltölulega
laus við sjúkdóma. Að sögn Vig-
fúsar er útflutningurinn mikill
vaxtarbroddur og óttast Vigfús að
orðspor íslenskra hrogna og seiða
hljóti af hnekki, nú þegar þau hafi
ekki vottorð ESB. ■
Tilskipun ESB ekki framfylgt hérlendis:
Íslensk hrogn og seiði útilokuð
bls. 18
ÍÞRÓTTIR
Þróttarar
prúðastir
bls. 29
PERSÓNAN
Potter-
æðið síst
í rénun