Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 16
Siggi, Palli, Stína og Gunnamega vera úti lengur.“ Allir
foreldrar kannast við svona full-
yrðingar. Eða þá að hinn eða þessi
hafi sagt að það
þyrfti ekki að læra
heima fyrir morg-
undaginn. Eða lesa
bara aðra hvora
blaðsíðu fyrir próf-
ið. Eða þá að eng-
inn hafi almenni-
legt nesti með sér í
skólann. Og það virðist stundum
vera óvinnandi vegur fyrir for-
eldra að berjast gegn þessum rök-
um. Það skiptir ekki máli hvað
aðrir gera; þú verður að miða við
sjálfan þig – hvað þú veist og hvað
er þér fyrir bestu. Þetta hljómar
skynsamlega en það eru ekki
mörg börn sem vilja lifa eftir
þessari reglu. Ekki einu sinni full-
orðið fólk. Hversu margir aka um
á bílum sem þeir eiga ekki efni á
af því að nágranninn er á svo
flottum bíl?
Þegar íslenska ríkisstjórnin
ákvað að styðja innrás Banda-
ríkjamanna og Breta í Írak vissi
hún sáralítið um málið. Ráðherr-
arnir treystu fullyrðingum ráða-
manna í Bandaríkjunum og Bret-
landi og báru þær hráar fyrir ís-
lensku þjóðina. Írakar réðu yfir
miklu magni af gereyðingarvopn-
um og voru ógn við alla íbúa Vest-
urlanda. Til að fyrirbyggja þessa
ógn þurfti að bregðast skjótt og
hart við. Nú eru margar vikur síð-
an Íraksher gafst upp og hvarf –
og sást reyndar aldrei í þeirri
mynd sem Bandaríkjamenn höfðu
lýst honum. Hann var hvorki stór
né öflugur; hann var nánast ekki
neitt – hvorki mannafli né her-
gögn. Og enn hafa engin gereyð-
ingarvopn fundist. Stríðinu lauk
áður en orsök þess fannst.
Ef fjöldi fólk hefði ekki misst
líf sitt í stríðinu og ef innrás eins
þjóðríkis í annað væri ekki alvar-
legt mál væri þessi staða fyndin.
Þröngur hópur ráðamanna í
Bandaríkjunum virðist hafa
spunnið upp einhverja þvælu til
að kalla fram taugaveiklunarvið-
brögð hjá þjóð sinni og ráðamönn-
um annarra þjóða. Þeir sem sáu í
gegnum þetta voru úthrópaðir.
Bandarískir ríkisborgarar sem
óþjóðhollir andstæðingar banda-
rískra gilda og ráðamenn annarra
þjóða sem heigulir sérhagsmuna-
púkar. Íslenskir ráðamenn vildu
ekki lenda í þeim hópi og kusu að
styðja ríkisstjórnir Bandaríkj-
anna og Bretlands. Þeir sögðu
þjóð sinni að hún ætti að styðja
innrás í Írak af því að ríkisstjórn-
ir þeirra ágætu landa Bandaríkj-
anna og Bretlands gerðu það.
Það er fallegur eiginleiki að
treysta öðru fólki. En það er ekk-
ert sem segir að maður eigi að
gera það í blindni. Ef góður og
gegn maður heimsækir okkur að
kvöldlagi og stingur upp á að við
heimsækjum nágranna okkar til
að berja hann með kylfum þurfum
við að meta saman mannkosti
mannsins, rök hans fyrir erindinu
og verknaðinn sjálfan. Þeir sem
hafa trú á barsmíðum gætu sleg-
ist í för með manninum vegna
sannfæringar af rökunum, trú á
persónu mannsins og inngróinni
fyrirlitningu fyrir lífi og limum
ókunnugra. En blessunarlega eru
þeir fáir. Flestir myndu hafna að-
förinni af prinsippástæðum; sök-
um þess að þeir hefðu ekki trú á
góðum gildum ofbeldis. Aðrir
myndu stranda á rökstuðningn-
um; hann þyrfti að vera skotheld-
ur. Enn aðrir myndu stinga upp á
að rétt væri að heyra sjónarmið
nágrannans í ljósi þess að alltaf
eru tvær eða fleiri hliðar á öllum
málum. Og svo koll fram af kolli.
Nú kann einhver að segja að
þótt þetta geti átt við í svona
dæmi þá eigi það ekki við al-
þjóðastjórnmálum. Það er mið-
ur. Það er ekkert svið mannlegr-
ar tilveru svo upphafið að við
getum ekki gert kröfur um að
það hlíti almennum siðferðis-
reglum. Og engir menn svo stór-
ir og miklir að við framseljum
siðferðislegar ákvarðanir okkar
undir þá.
Ráðherrarnir íslensku bera
jafn mikla ábyrgð á innrásinni í
Írak og kollegar þeirra í London
og Washington. Ef yfirlýst til-
efni innrásarinnar finnst ekki
eru þeir jafn berir að ósannsögli
og Bush og Blair. Það er gjald
þeirra sem gera ósannsögli ann-
arra að sinni. Til að endurvinna
traust sitt hjá þjóðinni ættu
Davíð og Halldór því að halda til
Íraks í leit að gereyðingarvopn-
um. Þeir hengdu trúverðugleika
sinn á tilvist þessara vopna og
þurfa að sýna þjóðinni þau. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um enn ófundna ástæðu
fyrir innrásinni í Írak.
16 24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Sl. fimmtudag birti Frétta-blaðið grein eftir Þorvald
Gylfason um gömul og ný við-
horf í varnarmálum. Þar segir á
einum stað: „Lýðveldi var ekki
stofnað á Íslandi fyrr en útséð
var um, hvernig vörnum lands-
ins yrði fyrir komið, enda þótt
nokkur ár liðu frá lýðveldis-
stofnuninni 1944 þar til varnar-
samningurinn var gerður við
Bandaríkin 1951.“
Hraustlega hrækt
Hvernig má það vera? Í
samningi þeim sem Ísland og
Danmörk gerðu með sér árið
1918 var þannig búið um hnúta
að eftir áramót 1940 gátu bæði
löndin krafist end-
urskoðunar og – ef
ekki tækjust
samningar innan
þriggja ára – upp-
sagnar.
Íslandi var þan-
nig í sjálfsvald
sett að lýsa yfir
fullveldi strax
árið 1943, varnar-
samningur við
Bandaríkin 1951
kom því máli ekk-
ert við.
En lá þá ein-
hver slíkur samningur í loftinu?
Ef við lesum ræður fulltrúa
stjórnmálaflokkanna andspænis
mannhafinu í miðbæ Reykjavík-
ur þegar lýðveldið var sólar-
hrings gamalt, er ekkert sem
gefur slíkt til kynna. Raunar
þvert á móti:
Ólafur Thors:
„Og loks hefir svo hvert ríkið
eftir annað og meðal þeirra
voldugustu stórveldi heimsins
hraðað sér að veita oss þá viður-
kenningu, sem oss er svo dýr-
mæt.“
Og Eysteinn Jónsson:
„Vér munum unna öðrum
réttar og sannmælis, en halda á
rétti vorum. Slíkar verða land-
varnir þjóðarinnar og aðrar
eigi.“
En voru mennirnir þá alveg
sljóir fyrir hildarleik veraldar-
innar umhverfis. Nei, öðru nær,
allir víkja ræðumennirnir að því
efni.
Einar Olgeirsson:
„Það kann að virðast glæfra-
spil að skapa litla lýðveldið okk-
ar vopnlaust og varnarlaust í
veröld grárri fyrir járnum, –
staðráðnir í að tryggja raunhæft
þjóðfrelsi vort engu að síður.“
Og fulltrúi Alþýðuflokksins,
Haraldur Guðmundsson, bætir
um betur:
„Framtíð okkar og öryggi
hlýtur því að vera mjög undir
því komin, að friður og réttlæti
ríki í umheiminum. Að sambúð
og viðskipti þjóðanna verði með
þeim hætti, að hver þjóð, þótt
hún sé fámenn og vopnlaus, fái
að starfa í friði að sínum eigin
málum og sjálf að ráða í landi
sínu.“
Þetta hlýtur að teljast nokkuð
hraustlega hrækt í veröld sem
var ein rjúkandi rúst undir lok
mesta hildarleiks veraldarsög-
unnar. Sjáum við í anda núver-
andi stjórnmálamenn taka þetta
skref í hinu vænisjúka and-
rúmslofti herskyldunnar? Eða
er ekki með nokkrum ólíkindum
að þegar okkar heimshluti hefur
um hálfrar aldar skeið dómollað
á pollrólegri friðarsiglingu og
fornir andstæðingar eru runnir
saman í eina óaðskiljanlega Evr-
ópuheild, en Rússar og Banda-
ríkjamenn leiðast hönd í hönd –
að þá skuli menn standa á önd-
inni uppi á Íslandi um það
hvernig best megi tryggja varn-
ir landsins!
Er hægt að fá betri mæli-
kvarða á þær breytingar sem
hafa orðið á hugarástandi þjóð-
arinnar á hálfri öld? Hvað her-
seta stórveldisins hefur í raun
leikið hana grátt?
Varnir landsins
Um hvað erum við annars að
tala? Er ekki sjálfsagt mál að
hér sé þyrlusveit til að koma
fólki í sjávarháska til bjargar
eða slösuðum undir læknishend-
ur? Að hér sé landhelgisgæsla
til að annast eftirlit á hafinu eða
viðbúnaður til að koma í veg
fyrir að aðvífandi vitleysingar
vaði uppi?
En ef við treystum okkur
ekki til að hafa þennan lág-
marksviðbúnað á hendi sjálf
ættum við sem skjótast að fara
fram á samningaviðræður, ekki
við Bandaríkjamenn, heldur
Dani – um að taka okkur aftur.
Ef við hinsvegar erum í al-
vöru að fara fram á varnir sem
haldi í ímyndaðri stórstyrjöld er
eins gott að stíga skrefið til
fulls: hundruð þúsunda undir
vopnum, víghreiður hringinn í
kringum landið og kjarnorku-
sprengju til þrautavara.
Þetta ættu þeir umboðsmenn
Bandaríkjaforseta sem nú eru
mættir til leiks að skilja manna
best.
En ef ekki, þá væri reynandi
að leiklesa fyrir þá „Lokaæf-
ingu“ Svövu Jakobsdóttur frá
árinu 1983. Og til að taka af öll
tvímæli klykkja út með „Í ör-
uggri borg“ eftir bróður hennar,
Jökul. ■
Opið bréf til
utanríkis-
ráðherra
Skipverjar á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11
skrifa:
Hæstvirti utanríkisráðherra,Halldór Ásgrímsson.
Við skipverjar á Vilhelm Þor-
steinssyni EA 11 höfum miklar
áhyggjur vegna þess að við meg-
um ekki stunda veiðar á norsk-ís-
lensku síldinni á Jan Mayen og
Svalbarðasvæðunum, vegna stöðu
mála í samningum við Norðmenn
um síldarstofninn. Síldin er nú
gengin úr Síldarsmugunni og inn
á Jan Mayen-svæðið og erum við
hræddir um að kvótinn náist ekki.
Á fundi sem þú hélst um borð í
Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 fyrir
alþingiskosningarnar í maí síðast-
liðnum lést þú á þér skiljast að
það væri ekki erfitt að semja við
Norðmenn, en líklega yrði um ein-
hverja minnkun aflaheimilda að
ræða og sagðist þú ekki vilja fara
að semja um minnkun á meðan þú
varst á atkvæðaveiðum fyrir
komandi kosningar. Við skipverj-
ar á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11
skorum á þig að standa við það
sem þú sagðir á fundinum og drífa
af samninga við Norðmenn.
Með von um skjótan og góðan
árangur. ■
Um daginnog veginn
PÉTUR
GUNNARSSON
■
rithöfundur skrifar um
varnir landsins.
Vígbúnaður
undir jökli
■ Bréf til blaðsins
Goggi og Tony
sögðu það
■ Af Netinu
Siðfræði í viðskiptaskóla
Einmitt sú staðreynd að eitt lyk-
ilhlutverka siðfræðinnar er að
minna fólk á að það sé gætt sið-
ferði, er í mínum huga næg
ástæða til þess að taka upp
formlega kennslu í siðfræði í við-
skiptaskólum.
HANNA KATRÍN FRIÐRIKSDÓTTIR AF TÍKIN.IS
Kom á óvart
Varalögreglustjórinn í Reykjavík
hélt uppi mjög svo nýstárlegri
túlkun á lagaheimild sem tekur
til aðgerða lögreglunnar í Kast-
ljósinu þann 22. júní. Hans rétt-
læting fyrir því að skerða mætti
tjáningarfrelsi nokkurra rólyndis
herstöðvarandstæðinga var sú
að fólk átti ekki von á að þeir
yrðu þar að mótmæla.
AF VEFSÍÐUNNI KREML.IS
Magnús Kristinsson
útgerðarmaður í Vestmannaeyjum
Allur gangur á hvíld
milli vakta
Vel má vera að sumir sjómenn sofi slitrótt, ég ætla
ekki að útiloka það. Allur gangur er á hvernig þeir ná að
sofa og hvílast á milli vakta, sumir ná ekki að festa
svefn en aðrir sofna eins og ekkert sé. Í rannsókninni
hennar Lovísu kemur örugglega eitthvað fram sem bet-
ur má fara. Samt verður að passa upp á að erfiðustu og
þyngstu tilvikunum sé ekki eingöngu varpað fram. Ekki
hefur staðið á okkur útgerðarmönnum að bæta aðbúnað
sjómanna. Við gerum það sem við getum til að aðbúnað-
ur þeirra sé sem bestur og sjómönnunum okkar líði vel.
Túrar eru mjög mislangir eftir skipum. Allar tegundir
af skipum eru við Íslandsstrendur. Misjafnt er á hvernig
veiðum sjómenn vilja vera, sumir vilja ekki vera á öðru
en loðnubátum og aðrir vilja vera á dagróðrarbátum. ■
Birgir Björgvinsson
hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur
Kokkurinn hjarta skipsins
Sjómenn fá slitróttan svefn, menn sofa ekki mikið í
veltingi úti á ballarhafi. Þegar túrarnir fara upp í fjöru-
tíu daga geta þeir verið þreyttir og trekktir. Auðvitað
þyrfti að breyta þessu eitthvað, helst að stytta túrana.
Breyting á vöktum myndi ekki breyta miklu. Þó þeir
fengju átta tíma hvíld myndu þeir ekki sofa mikið
meira. Veðrið hefur líka sitt að segja. Ef þarf að halda
sér í kojustokkinn til að hendast ekki fram úr. Svo sér
sumt fólk ofsjónir yfir tekjum sjómanna, ef eitthvað er
ætti að bæta þær. Það er meira en að segja það að hend-
ast út á ballarhafi í svarta myrkri í rúman mánuð. Alltaf
sama rútínan, kokkurinn er hjarta skipsins. Vinnuað-
staðan um borð í þessum skipum er mjög misjöfn. Best
er hún þar sem sjómennirnir hafa fengið að koma að
hönnuninni. Ekki eintómir fræðingar sem allt vita. ■
Svefn og aðstaða sjómanna
Skiptar skoðanir
■
En ef við treyst-
um okkur ekki
til að hafa
þennan lág-
marksviðbúnað
á hendi sjálf
ættum við sem
skjótast að fara
fram á samn-
ingaviðræður,
ekki við Banda-
ríkjamenn,
heldur Dani –
um að taka
okkur aftur.
■
Engir menn eru
svo stórir og
miklir að við
framseljum sið-
ferðislegar
ákvarðanir okk-
ar undir þá.
Fréttablaðið:
Aðsendar
greinar
GREINAR Fréttablaðið tekur nú við
aðsendum greinum. Greinarnar
eiga að vera á bilinu 200 til 400
orð í word. Senda skal greinarnar
á netfangið kol-
brun@frettabladid.is ásamt mynd
af greinarhöfundi. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til þess að velja og
hafna og stytta greinar. ■