Fréttablaðið - 24.06.2003, Qupperneq 20
■ ■ ÚTIVIST
19.30 Ganga verður í Viðey. Þar
verða skoðaðar leifar þorpsins og
merk saga þess rakin. Þorpið stóð í
36 ár og ásamt því að hafa mest 140
íbúa var þar önnur umsvifamesta
höfn landsins um árabil. Ferðin hefst
með siglingu yfir sundið.
■ ■ TÓNLIST
20.30 Þriðjudagstónleikar í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar
leikur gítartvíeykið Duos Campanas
verk eftir spænsk, ítalskt og íslenskt
tónskáld.
21.00 Eivör Pálsdóttir og Þessir
þrír verða með tónleika í Kaffileikhús-
inu. Þau munu spila efni sem verður á
væntanlegri plötu.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Forsýning á Grease í Borg-
arleikhúsinu.
■ ■ FUNDIR
12.00 Stofnun stjórnsýslufræða
og stjórnmála og Þróunarsamvinnu-
stofnun Íslands stendur fyrir opnum
fyrirlestri í Odda, stofu 101, um áhrif al-
þjóðavæðingar í viðskiptum á fátækt og
ójöfnuð í heiminum. Fyrirlesari verður
Robert Hunter Wade, prófessor í stjórn-
málahagfræði við London School of
Economics, Department of Develop-
ment Studies. Fundarstjóri verður dr. Jón
Skaftason, stjórnarmaður í Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands.
■ ■ SÝNINGAR
Sýning á verkum myndlistarkonunn-
ar Óskar Vilhjálmsdóttur í Þjóðarbók-
hlöðunni. Ósk hefur í verkum sínum
gjarnan teflt saman og kannað eigin-
leika einkarýmis og almannarýmis. Hún
hefur m.a. rannsakað þá leyndardóma
einkalífsins sem birtast okkur í fjöl-
skylduljósmyndum.
Þrjár nýjar sýningar í Safnasafninu
– Alþýðulistasafni Íslands, á Sval-
barðsströnd í Eyjafirði. Í Hornstofu
verða sýnd málverk eftir Sigurð Ein-
arsson í Hveragerði. Í garðinum er
sýning á trjáköttum eftir Aðalheiði Ey-
steinsdóttur á Akureyri og nær ánni er
samsýning 11 og 12 ára nemenda í
Valsárskóla.
Katrín Elvarsdóttir sýnir á Mokka.
Sýningin nefnist Lífsandinn en á henni
má sjá 12 ný verk sem eru seinni hluti
myndaraðarinnar Lífsfsanda.
Sýngin Hvað viltu vita? Sýningin er
á vegum Þjóðskjalasafns Íslands og
Menningarmiðstöðvarinnar Gerðu-
bergi. Sýningin er byggð að nokkru leyti
á skjölum frá 18. og 19. öld sem varða
jörðina í Breiðholti og íbúa þar. Jafn-
framt er varpað ljósi á þróun Breiðholts
fram til dagsins í dag í máli og myndum.
Þóra Sigurþórsdóttir leirlistakona er
með myndlistarsýningu að Hvirfli í Mos-
fellsdal. Sýningin, sem er haldin ut-
andyra, verður opin kl. 14-16 alla daga
fram til næstu mánaðamóta.
Sýningin Reykjavík í hers hönd-
um í Íslenska stríðsárasafninu á
Reyðarfirði er sett upp af Borgar-
skjalasafni Reykjavíkur og Þór
Whitehead sagnfræðingi í samvinnu
við Íslenska stríðsárasafnið. Á sýning-
unni getur nú að líta mun meira af
stríðsminjum en áður, sem koma frá
Íslenska stríðsárasafninu.
20 24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
21 22 23 24 25 26 27
JÚNÍ
Þriðjudagur
Það má segja að hugmyndin hafisprottið út frá nafninu, Þriðju-
dagsþruman,“ segir Oddvar
Hjartarson, umsjónarmaður
Listsmiðjunnar.
Götuleikhús Hins hússins, sem
starfrækt er í Listsmiðjunni, byrj-
ar með hádegisleikfimi á Austur-
velli í dag.
„Hitt húsið er alltaf með ein-
hverja fasta viðburði eins og
Föstudagsbræðinginn, Fimmtu-
dagsforleikinn og fleira sniðugt
þannig að okkur þótti tilvalið að
fara af stað með Þriðjudags-
þrumuna. Við fáum líka mikið út
úr þessu sjálf þar sem markmiðið
er að koma okkur í líkamlegt
form.“
Aðspurður hvort þau búist við
eróbikklæddu fólki á Austurvelli
segir Oddvar að það væri auðvitað
óskandi en hins vegar sé þetta ekki
síður gert fólki til skemmtunar.
„Tilgangurinn er fyrst og fremst
að glæða Reykjavíkurborg lífi og
skemmta gangandi vegfarendum.“
Að sögn Oddvars er Þriðju-
dagsþruman ekki það eina sem er
að gerast hjá Götuleikhúsinu. „Það
er alveg fullt í gangi hjá okkur. Við
erum mikið í því að taka að okkur
verkefni og er næst á dagskrá að
taka þátt í Fólki með Sirrý þar sem
við ætlum öll að vera Sirrý. Við
förum reglulega niður í bæ í hin-
um ýmsu gervum, til dæmis sem
fjallgönguhópur sem gengur niður
Laugaveginn og sundhópur sem
syndir um miðbæinn“.
Rauði þráðurinn í uppákomum
sumarsins er íslenskur raunveru-
leiki og menning. „Við ákváðum að
taka fyrir íslenska menningu eins
og hún er í dag. Við vildum ekki
taka fyrir Árbæjarsafn, þjóðbún-
ingana og það gamla heldur frekar
þessa íslensk-amerísku menningu
sem er ríkjandi. Það má því segja
að hressleikinn sem birtist vegfar-
endum á morgun sé hluti af því.“
Þriðjudagsþruman verður á
hverjum þriðjudegi í júní og júlí.
Gestir og gangandi eru hvattir til
að mæta íþróttaklæddir á Austur-
völl í hádeginu og taka þátt.
vbe@frettabladid.is
Spriklað og sprellað á Austurvelli
Mjódd • Dalbraut • Austurströnd
Mjódd • Dalbraut • Austurströnd
1000 kr. tilboð
Aukaálegg að eigin
vali kr. 150
kr. 1.000
Stór pizza með
2 áleggstegundum
sótt
■ LEIKFIMI GÖTULEIKHÚSIÐ
Hópurinn býður upp á hádegisleik-
fimi á hverjum þriðjudegi í sumar.
Gestir og gangandi eru velkomnir í
sprikl og sprell.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Mikið úrval
puma - nike - hummel
buffalo london - el naturalista - bronx
le coq sportif - björn borg - converse
face - roots - intenz - dna
VERSLUNIN
HÆTTIR
Allt á að seljast
20-60%
afsláttur
K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0
Hummel
skór
50%
afsláttur