Fréttablaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 28
59 ÁRA „Ég á mér engar sérstakar óskir um afmælisgjafir. Er neyslugrannur maður, þarf lítið og á nóg,“ segir Leifur Breiðfjörð glerlistamaður sem er 59 ára í dag. Leifur hefur unnið að list sinni dag hvern allt frá því hann lauk námi fyrir 35 árum og tím- inn hefur kennt honum ýmislegt: „Ætli það sé helst ekki reynslan sem gagnast manni núna og svo tölvutæknin, sem ég tók í þjón- ustu mína fyrir nokkrum árum. Nú get ég gert skissur í tölvum og fótósjoppað allt inn, séð verkin frá öllum sjónarhornum, að utan sem að innan, og breytt birtunni í takt við sólarhringinn,“ segir Leifur, sem nú vinnur að gerð glerskreytinga í glugga miðalda- kirkju í Norður-Þýskalandi. Það verk fékk Leifur að undangeng- inni samkeppni og ekki í fyrsta sinn. „Þetta er kirkja frá 12. öld og gaman að eiga við,“ segir hann. Þó árin líði sér Leifur Breið- fjörð ótæmandi möguleika í gler- list sinni. Alltaf sé hægt að finna nýja fleti á nýjum verkum og í raun upplifi hann sig síungan í listinni: „Í dag er maður hins vegar fljótari að sjá lausnir en hér áður fyrr og þar er ekki eingöngu tölv- unni fyrir að þakka. Maður flettir upp í heilabúinu sem bregst við í ljósi reynslunnar,“ segir afmælis- barn dagsins, sem á löngum ferli hefur gert glerverk í kirkjur, stofnanir og heimahús víðs vegar um landið og ekki síður erlendis: „Þegar maður lítur á eldri verk sín sem staðið hafa lengi sér mað- ur stundum ýmislegt sem hægt hefði verið að leysa á annan hátt. En sjaldnast vil ég breyta neinu. Ég er ánægður með þetta eins og það er,“ segir Leifur og á þar bæði við verk sín, lífið og aldur- inn: „Í dag held ég bara áfram að vinna eins og alltaf enda eru 59 ár ekkert stórafmæli,“ segir hann. eir@frettabladid.is Hvernig ber maður kennsl á upp-suðu úr Lé konungi? Jú, gamli fretur hóar saman krökkunum sín- um þremur og gefur til kynna að hann ætli að skipta upp ríki sínu,“ segir Roger Ebert í nýlegri gagn- rýni um Hafið sem birtist í Chicago Sun-Times. Ef skoðanir Eberts, sem er einn þekktasti kvikmyndagagnrýnandi Bandaríkjanna, eru á svipuðum nótum og viðhorf lesenda hans má ljóst vera að Chicago-búum þykir lítið til kvikmyndar Baltasars Kor- máks koma. Ebert hreinlega slátrar myndinni, segir hana ofhlaðna, of- skrifaða, persónurnar leiðinlegar og það sem verra er, áhorfendum stendur nákvæmlega á sama hvað um þær verður. Ebert furðar sig jafnframt á því að þetta sé framlag Íslendinga til Óskarsverðlaunanna, einkum í ljósi þess að á síðasta ári sá hann miklum mun betri íslenska mynd, Mávahlátur, sem hafði yfir sér þokka og tign sem skortir svo átakanlega í „hinu þunglamalega Hafi“. Þeir sem vilja lesa dóminn geta slegið inn slóðina: http://sun- times.com/output/ebert1/wkp- news-sea30f.html ■ 28 24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR Afmæli LEIFUR BREIÐFJÖRÐ ■ glerlistamaður er 59 ára í dag. Hann vinnur nú að því að skreyta glugga í mið- aldakirkju í Þýskalandi og hefur tekið tölvuna í þjónustu sína. Kvikmyndir ■ Roger Ebert, kvikmyndagagnrýnandi Chicago Sun-Times, segir Hafið uppsuðu úr Lé konungi og áhorfandanum standi nákvæmlega á sama hvað um persón- urnar verður.                  !!  "#" $ %  & %  ( ) * ! +%   ) * ,   * % % !   %  ( %, ! +  -'  % %"  . , %  /&0/123 40/25  4$6 072  * +" +  89: ;' < %  ■ Andlát Gísli Rúnar Hjaltason, prófessor við Waterloo University í Kanada, lést 19. júní. ■ Jarðarfarir 13.30 Guðmundur Hermannsson, Háa- gerði 87, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju. 13.30 Guðmundur Þórðarson, Blásöl- um 24, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Selfosskirkju. 13.30 Guðrún Árnadóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Þorbjörg Samsonardóttir Maher verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. BALTASAR KORMÁKUR Hafið fær ekki góða dóma í Chicago og gagnrýnandi furðar sig á að þessi þung- lamalega kvikmynd skuli vera framlag Ís- lands til Óskarsverðlaunanna. Hafinu slátrað í Chicago Sun-Times LEIFUR BREIÐFJÖRÐ Er fljótari að fletta upp í heilabúinu nú en áður og getur skoðað verk sín frá öllum sjónar- hornum og í öllum birtuskilyrðum með aðstoð tölvunnar. Þarf lítið og á nóg Hamraborg 1-3, 200 Kópavogur Sími: 588 3060, Fax: 588 3070 www.icestart.is Fánar í öllum stærðum Vertu sýnilegur! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.