Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. júní 2003
Skerpla • Suðurlandsbraut 10 • 108 Reykjavík • Sími 533 6010 • www.skip.is
Sértilboð á www.skip.is
Veiðifélagi
fyrir sumarið
Í öðru bindi Stangaveiðihandbókarinnar er fjallað um hátt
í 400 veiðiár og veiðivötn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu,
Snæfells- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu og á Vestfjörð-
um, að Hrútafjarðará. Auk þess að fjalla um mörg af
þekktustu veiðisvæðum landsins er hér einnig lýst minna
þekktum svæðum, en mörg þeirra eru sérstaklega áhuga-
verð. Stangaveiðimenn munu því geta lesið um ýmsar
perlur sem þeir hafa jafnvel ekki heyrt um áður.
Stangaveiðihandbækurnar eru ómissandi fyrir hvern veiði-
mann og svara öllum helstu spurningum hans: Hvar eru
bestu veiðistaðirnir? Hvaða veiðiagn á að nota? Hver fer
með veiðiréttinn? Hvað kostar dagurinn?
Stangaveiðihandbókin 1
Fyrsta bindi Stangaveiði-
bókarinnar hlaut frábærar
viðtökur og varð strax að
biblíu stangaveiðimanna.
Bókin fjallar um svæðið frá
Brynjudal að Brunasandi.
Ómissandi veiðifélagi.
Hálendishandbókin
Brautryðjendaverk um há-
lendisferðir á Íslandi. Fjall-
að er um ökuleiðir á há-
lendinu og öðrum jeppa-
slóðum, áfangastaði og
gönguleiðir. Frábær bók í
jeppann.
Mikill fjöldi
ljósmynda
og korta
Verð aðeins
3.980 kr.
Stangaveiðihand-
bækurnar fást í
bókabúðum og
á ESSO-stöðvum
um land allt.
Tvær aðrar ómissandi
Höfundur bókarinnar
er Eiríkur St. Eiríks-
son, blaðamaður og
ritstjóri Skipa.is.
Annað bindið komið út
PAKISTAN, AP Þrjár pakistanskar
konur og nýfætt stúlkubarn voru
myrtar af tveimur ættingjum sín-
um vegna gruns um að ein kvenn-
anna hefði átt í ástarsambandi við
mann utan hjónabands.
Morðingjarnir sneru sér sjálfir
til yfirvalda og játuðu að hafa
kyrkt konurnar þrjár og barnið.
Að sögn lögreglu sögðust þeir
hafa verið að verja heiður fjöl-
skyldunnar og iðruðust einskis.
Fórnarlömbin voru eiginkona,
tvær dætur og barnabarn annars
morðingjans. Hinn misindismað-
urinn var eiginmaður annarrar
dótturinnar en sú hafði fætt barn
sex mánuðum eftir að hún gekk í
hjónaband. Fannst manninum það
heldur snemmt og taldi víst að
hún hefði átt í ástarsambandi við
annan mann. ■
ÍSLAMSKAR KONUR
Árlega eru hundruð pakistanskra kvenna
myrt af eiginmönnum sínum og ættingjum
vegna ásakana um að þær hafi sett blett á
heiður fjölskyldunnar.
Ærumorð í Pakistan:
Myrtar af eigin-
manni og föður
ARIZONA Gríðarlegur kjarreldur
hefur geisað í grennd við Tucson
í Arizona í Bandaríkjunum síð-
ustu daga. Lýst hefur verið yfir
neyðarástandi í ríkinu en miklir
vindar hafa hraðað útbreiðslu
eldsins og komið í veg fyrir að
hægt sé að berjast við hann úr
lofti.
Hundruð heimila hafa orðið
eldinum að bráð og 1.000 manns
hafa þurft að flýja að heiman frá
því eldurinn kviknaði á þriðju-
daginn.
Slökkviliðsstjórinn á staðnum
segist aldrei hafa séð aðra eins
eyðileggingu á svæðinu, hvorki af
völdum flóða né jarðskjálfta. ■
SKÓGARELDUR
Slökkviliðið á staðnum hefur fengið liðs-
styrk frá öðrum borgum í ríkinu og mikil
áhersla er lögð á að vernda stóra geim-
rannsóknarstöð sem eldurinn stefnir að.
Kjarreldur í Arizona:
Óstöðvandi eldhaf
MENGUN Bresk yfirvöld hafa kraf-
ist þess að kjarnorkuendur-
vinnslustöðin í Sellafield láti af
losun geislavirkra efna í hafið
næstu níu mánuðina. Geislaefnið
teknesíum berst úr Sellafield í
Írska hafið og fer þaðan með haf-
straumum norður með vestur-
strönd Noregs og til Svalbarða,
þaðan sem það berst suður til Ís-
lands, líkt og síldin.
Íslendingar hafa í áraraðir
barist fyrir að Sellafield hætti los-
un teknesíum ásamt Írum, Norð-
mönnum og fleiri strandþjóðum
við Norður-Atlantshaf. Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra seg-
ir Íslendinga hafa unnið mikinn
áfangasigur. „Ég fagna þessu og
þetta er frábær niðurstaða í bili.
Bretar sýna á sér betri hlið í mál-
inu en fyrr, en þetta er tímabundið
bann og við munum þrýsta á var-
anlegt bann á losun í hafið. Það er
mikilvægt að lönd séu ekki að
menga fyrir nágrönnum sínum.“
Að sögn Sivjar er um gríðarlegt
hagsmunamál Íslendinga að ræða.
„Við lifum á sjávarútvegi og neyt-
endur eru mjög viðkvæmir fyrir
því ef geislavirk efni finnast í
fiski. Hafið við Ísland er eitt það
hreinasta í heimi og við krefjumst
þess að sú ímynd sé ekki skemmd
fyrir okkur.“
Einungis 0,1 prósent af því
teknesíum sem fellur til í Írska
hafinu berst til Íslands, en fimm
prósent berast til Noregsstranda,
þar sem það hefur greinst í skel-
fiski og þangi. Í Sellafield er end-
urunninn kjarnorkuúrgangur frá
15 löndum og ellefu þúsund manns
hljóta þar atvinnu, sem jafngildir
ríflega sjö varnarliðum fyrir Ís-
lendinga.
Siv fer utan á morgun til fundar
með umhverfisráðherrum við
Norður-Atlantshafið, þar sem hún
hyggst þrýsta á Breta að gera
tímabundið bann varanlegt, en
Bretar telja meiri mengun hljótast
af geymslu teknesíum á landi en
losun í sjó. Helmingunartími efn-
isins er 213 þúsund ár en magn
efnisins í hafinu er undir mörkum
Evrópusambandsins.
Siv heimsótti Sellafield í nóv-
ember síðastliðnum og lýsti
reynslunni í dagbók sinni á vefn-
um. „Mikil öryggisgæsla er á
svæðinu, bæði gagnvart hugsan-
legum hryðjuverkum og vörnum
gegn geislamengun. Áður en við
fengum að fara inn á svæðið vor-
um við klædd í galla og tilheyrandi
útbúnað. Á vinnslusvæðinu mátt-
um við ekki setja hendur að
munni.“
jtr@frettabladid.is
ENDURVINNSLA GEISLAEFNA
Kjarnorkuendurvinnslunni við Sellafield
hefur verið meinað að losa geislavirk efni í
sjó næstu níu mánuðina. Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra heimsótti stöðina í nóv-
ember og segir viðbúnaðinn gríðarlegan.
Skrúfað fyrir
Sellafield
Bresk stjórnvöld hafa krafist þess að losun
geislavirka efnisins teknesíum í hafið við
Sellafield verði stöðvuð næstu níu mánuðina.