Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.06.2003, Qupperneq 4
4 24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Lögreglufréttir Mun Reykjavíkurlistinn lifa út kjörtímabilið? Spurning dagsins í dag: Er Saddam Hussein enn á lífi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 58% 42% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is GALLABUXUR kr. 490 Virkir dagar frá kl. 10-18 Laugardagar frá kl. 11-16 Sunnudagar frá kl. 12-16 U P P S E L T FJÖLEIGNARHÚS Salerni í þvottahúsi fjórbýlishúss verður ekki fjar- lægt gegn vilja eins eiganda húss- ins samkvæmt niðurstöðu Kæru- nefndar fjöleignarhússmála. Tvær íbúðanna, á fyrstu og annarri hæð hússins, eru með sameiginlegt þvottahús. Maður sem keypti íbúðina á annarri hæð- inni fyrir þremur árum sagðist strax hafa verið ósáttur við sal- ernið. Það tæki of mikið rými og af því stafaði óþrifnaður. Hann sagðist ítrekað hafa rætt við með- eigandann um að fjarlægja sal- ernið, vask og tréveggi umhverfis en að því hafi alltaf verið hafnað. Kærunefndin segir salernið hafa verið byggt sameiginlega af eigend- um íbúðanna tveggja á árunum 1975 til 1977. Löglega hafi verið staðið að því að taka ákvörðun um þá fram- kvæmd. Ekki sé því fallist á kröfu um að fjarlægja salernið. Hins veg- ar er bent á að þar sem aðstaðan sé hvorki á teikningum né í eigna- skiptayfirlýsingu geti einfaldur meirihluti húsfélagsins ákveðið framtíðarörlög salernisins. ■ Mannréttindasamtök gagnrýna Belga: Nató fagnar stefnubreytingu BRUSSEL, AP Robertson lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, fagnaði í gær ákvörðun belgískra stjórnvalda að breyta lögum sínum um stríðs- glæpi. Hann sagðist vonast til þess að breytingin kæmi í veg fyr- ir meiriháttar vandamál. Banda- ríkjamenn höfðu haft í hótunum við Belga og sagt að kærur sem lagðar höfðu verið fram gegn ráðamönnum Bandaríkjanna gætu haft þær afleiðingar að þeir yrðu að sniðganga fundi Nató í Brussel eða krefjast þess að þeir færu fram annars staðar. Í kjölfar þess afréð belgíska stjórnin að breyta lögunum á þá vegu að þau næðu eingöngu til belgískra fórn- arlamba eða gerenda. Lögin voru sett 1993 og samkvæmt þeim hef- ur hingað til verið hægt að sækja menn hvaðanæva að til saka fyrir stríðsglæpi. Fulltrúar mannréttindasam- taka hafa gagnrýnt Belga fyrir að láta undan þrýstingi Bandaríkj- anna um að breyta lögunum. „Þetta er stórt skref aftur á bak,“ sagði Montserrat Carreras hjá Amnesty International í samtali við sjónvarpsstöð. ■ Ísland í lykilaðstöðu til að aðstoða börn Stofnun landsskrifstofu UNICEF hér á landi er á næsta leiti. Hlutverk skrifstofunnar er fyrst og fremst að afla fjár til starfsemi barnahjálparinnar, auka meðvitund landsmanna um stöðu barna í heiminum og efla samkennd. ÞRÓUNARHJÁLP Áformað er að koma á fót landskrifstofu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, hér á landi næsta haust. Af því tilefni var Stephen J. Wood- house, framkvæmdastjóri Evr- ópudeildar UNICEF, staddur hér á landi ásamt Ken Maskall, verk- efnastjóra Evrópudeildarinnar. „Í nóvember á síðasta ári kviknaði sú hugmynd að stofna slíka skrifstofu hér á landi,“ segir Stefán Stefánsson, framkvæmda- stjóri landskrifstofunnar. Á und- anförnum mánuðum hefur verið unnið að undirbúningi stofnunar- innar. „Nú er stjórnin að koma saman til að skrifa undir stofn- samþykktir. Þessir menn eru komnir hingað til lands til að leggja línurnar í því hvernig þetta eigi að vera byggt upp og gefa okkur ráð.“ Stefán bendir á að Barnahjálp- in sé rekin með frjálsum framlög- um, ólíkt öðrum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn- ir leggi til fé auk þess sem stofn- unin reiði sig á fjárframlög frá einstaklingum og félögum. Starf- ræktar eru landskrifstofur í 37 iðnríkjum með það að markmiði að safna fé og kynna starfsemi UNICEF. Stephen J. Woodhouse, fram- kvæmdastjóri Evrópudeildar UNICEF, fagnar því að ákveðið skuli hafa verið að stofna land- skrifstofu hér á landi. Hann minn- ist þess að ekki er langt síðan Ís- land var fátækt og vanþróað. Á mettíma hafi tekist að nýta mann- auð landsins til fullnustu. „Við viljum sjá lönd heimsins ná sam- bærilegum árangri og Íslending- ar,“ segir Woodhouse og ítrekar að landsmenn séu í lykilaðstöðu til að styðja við bakið á börnum ann- ars staðar í heiminum. UNICEF hefur til ráðstöfunar rúma 100 milljarða íslenskra króna á ári. Af þessu fé fara innan við tíu prósent í daglegan rekstur stofnunarinnar en afgangurinn rennur óskiptur til ýmissa verk- efna í 160 löndum, að sögn Wood- house. „Því fátækara sem landið er, því öflugra er starf okkar.“ Einar Benediktsson, formaður stjórnar landsskrifstofunnar, bendir á að UNICEF hafi alltaf notið stuðnings íslenskra stjórn- valda. Frjálst framlag ríkisins sé tíu milljónir króna á ári auk þess sem gefið hafi verið fé til sér- stakra safnana á vegum Barna- hjálparinnar. Einar vonast til þess að með stofnun landsskrifstof- unnar geti íslensk skólabörn orðið meðvitaðri um umheiminn og þau tækifæri sem þau hafi til að taka þátt í því að leysa vandamálin. „Aðalhlutverk landskrifstofunnar verður að auka meðvitund al- mennings um stöðuna í heiminum og efla samkennd.“ ■ Norskir unglingar: Drekka minna og sjaldnar NOREGUR, NRK Drykkja norskra ungmenna hefur minnkað umtals- vert á síðustu árum samkvæmt könnun norskra heilbrigðisyfir- valda. Fjögur þúsund nemendur 10. bekkjar voru spurðir um drykkju- venjur og sagðist þriðjungur hafa neytt áfengis síðastliðinn mánuð. Átta af hverjum tíu sögðust ein- hvern tímann hafa bragðað áfengi. Þetta er heldur minna en í sambærilegri könnun 1999. Fleiri stelpur en strákar sögð- ust hafa prófað áfengi en strákar drekka aftur á móti meira og oft- ar en stelpur. ■ SALERNI Samkomulag var á sínum tíma um salerni í sameiginlegu þvottahúsi og getur nýr eig- andi því ekki krafist þess að það verði fjar- lægt. Myndin sýnir ekki umrætt salerni. Kærunefnd fjallar um klósett í þvottahúsi fjórbýlishúss: Salernið víkur ekki Sjávarútvegsfyrirtæki: Hlutabréf í lægð EFNAHAGSMÁL Vísitala sjávarútvegs hefur lækkað um 7,4% frá áramót- um. Á sama tímabili hefur úrvals- vísitalan hins vegar hækkað um 11,9%. Samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka er það einna helst styrking krónunnar sem hefur vald- ið þessari lækkun. Þá er minna nú en áður um sameiningu og yfirtöku sjávarútvegsfyrirtækja. Greiningardeildin telur að bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum á hluta- bréfamarkaði eigi erfiða tíma fram undan. Allt útlit sé fyrir að krónan haldist áfram sterk vegna fyrirhug- aðra álvers- og virkjanafram- kvæmda á Austurlandi. ■ ROBERTSON LÁVARÐUR Kampakátur eftir að Belgar breyttu lögum um stríðsglæpi. STOFNUN LANDSKRIFSTOFU UNICEF KYNNT Einar Benediktsson, formaður stjórnar landsskrifstofunnar, Stephen J. Woodhouse, fram- kvæmdastjóri Evrópudeildar UNICEF, Ken Maskall, verkefnastjóri Evrópudeildarinnar, og Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri landskrifstofunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T MEÐ TVO HNÍFA Í HENDI Lögregl- unni í Keflavík barst tilkynning aðfaranótt sunnudags um að mað- ur væri slasaður í andliti. Hafði hann verið með hnífa í báðum höndum og ráðist að manni sem varði sig með því að afvopna hann og slá síðan í andlitið. Sá slasaði var fluttur á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. ÓK FRAM ÚR TÍU BÍLUM Lögregl- an í Keflavík stöðvaði ökumann sem tekinn var fyrir að aka fram úr tíu bílum hægra megin á vegaröxlinni þrátt fyrir að mikil umferð væri í báðar áttir. TUTTUGU OG FJÖGUR INNBROT Tuttugu og fjögur innbrot voru framin í Reykjavík um helgina. Í einu tilfelli hafði húsráðandi far- ið að heiman klukkan tíu á föstu- dagsmorgun og komið aftur heim klukkustund síðar. Þá var búið að brjótast inn og stela skartgripum og róta talsvert í hirslum. Málið er í rannsókn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.