Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2003, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 24.06.2003, Qupperneq 19
Þegar kemur að brottvísunum er niðurstaðan afgerandi. Tapliðin hafa fengið sjö af átta rauðum spjöldum, en einum leikmanni var vísað af velli í jafnteflisleik. Hvort brottvísun hafði áhrif á úr- slit leikja er ekki ljóst en í sex skipti var leikmaður sendur af velli eftir að lið hans hafði lent undir. Sjö leikmönnum gestaliðs hefur verið vikið af velli en Bjarn- ólfur Lárusson, leikmaður ÍBV, er eini heimamaðurinn sem hefur fengið rautt spjald. Leikur Fylkis og KR í 6. umferð var mesti spjaldaleikur fyrsta þriðjungs Landsbankadeildarinn- ar. Þrír Fylkismenn fengu gult spjald og fimm KR-ingar. Leikur ÍBV og KA í 1. umferð var á svip- uðu róli. Eyjamenn fengu tvö gul spjöld og misstu mann af velli en gestirnir fengu fjögur gul spjöld. Prúðustu viðureignirnar voru hins vegar leikir Þróttar og KR í 1. umferð og KA og FH í 2. umferð. Þar var aðeins einn leikmaður áminntur í hvorum leik. Egill Már Markússon og Jó- hannes Valgeirsson hafa fengið flest tilefni til að áminna leik- menn. Gylfi Orrason stóð í ströngu í baráttuleik Fylkis og KR á sunnudag en hann dæmdi einnig prúðustu viðureignirnar. ■ 19ÞRIÐJUDAGUR 24. júní 2003 Handlyftarar Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519 haraldur@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is Lyftigeta 2,3 tonn Sterkbyggðir og öruggir Standard Quicklift kr kr 48.515,- 55.966,- m/vsk m/vsk LANDSBANKADEILD KARLA Leikur Þróttar og KR í 1. umferð var meðal prúðustu viðureigna fyrsta þriðjungs Landsbankadeildar karla. SPJÖLD KR Þróttur Fylkir Grindavík ÍA KA Fram Valur ÍBV FH samtals 98 8 Fram og KA hafa leikið fimm leiki en hin félögin sex.  15.10 Stöð 2 Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  19.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  19.30 Sýn Fastrax 2002 (Vélasport). Hraðskreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærð- um og gerðum koma við sögu.  20.00 Kópavogsvöllur Breiðablik og Stjarnan leika í 7. umferð Landsbankadeildar kvenna.  20.00 Ásvellir Haukar fá Keflavík í heimsókn í 6. um- ferð 1. deildar karla. hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 JÚNÍ Þriðjudagur FÓTBOLTI „Hann reyndist vel, jafn- vel í hávaða úti á vellinum,“ sagði Adjovi Hugues, aðstoðardómari frá Benín, um nýjan þráðlausan sam- skiptabúnað sem dómarar hafa prófað í Álfukeppni FIFA. Dómar- arnir voru almennt ánægðir með nýja búnaðinn eftir að hafa prófað hann á æfingu. Rússinn Valentin Ivanov benti á að tuttugu mínútur á æfingu væru ekki nóg: „Við skulum sjá til hvernig hann virkar í heilum leik.“ Íranski dómarinn Masoud Moradi bætti við: „Þetta er ný tækni og tíminn leiðir í ljós hvernig þetta reynist.“ ■ Dómgæsla: Í góðu sambandi KVENNAHLAUP Góð þátttaka var í kvennahlaupi ÍSÍ á laugardag. Hlaupið var á yfir níutíu stöðum á landinu og segir Gígja Gunn- arsdóttur, framkvæmdastjóri hlaupsins, fyrstu tölur benda til að þátttakendur hafi verið ná- lægt 16.000 talsins. „Þetta eru ívið færri konur en tóku þátt í hlaupinu í fyrra. Þá voru þátttakendur 17.000 talsins. Við erum að tala um að 11% allra íslenskra kvenna hafi hlaupið í ár og verður það að teljast góður árangur.“ Gígja segir konur á öllum aldri hafa tekið þátt í hlaupinu. Sú elsta sem hún vissi um var ní- ræð kona sem hljóp 5 km í Garðabæ. ■ 11% kvenna hlupu: Níræð kona hljóp 5 km VASKUR KVENNAHÓPUR Kvennahlaupið í ár er það 14. í röðinni og í samstarfi við Beinvernd. Yfirskrift hlaupsins var Sterk bein alla ævi – hreyfðu þig reglulega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.