Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 11

Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 11
11ÞRIÐJUDAGUR 24. júní 2003 Handsprengjuárás í Írak: Einn banda- rískur her- maður lést ÍRAK Bandarískur hermaður í Írak lést þegar handsprengju var hent að bílalest í Khan Azad, 12 mílur suður af höfuðborginni Bagdad. Hermaðurinn lést skömmu eftir komu á sjúkrahús. Annar hermaður særðist lítillega og sneri aftur til skyldustarfa eftir að gert hafði ver- ið að sárum hans. Rannsókn á árásinni stendur yfir en bandaríski hermaðurinn er sá nítjándi sem fellur í skærum frá því að George W. Bush lýsti yfir endalokum stríðs í Írak. ■ Háskóli Íslands: Fjölmenn- asta útskrift frá upphafi ÚTSKRIFT Fjölmennasta útskrift í sögu Háskóla Íslands var í Laug- ardalshöll á laugardag. Þá braut- skráðust 779 kandídatar. Konur voru þar í meirihluta, 450 talsins. Einn úr hópnum, Stefán Ingi Valdimarsson stærðfræðinemi, braut blað í sögu skólans með námsárangri sínum þegar hann hlaut 10 í aðaleinkunn. Páll Skúlason, rektor háskólans, sagði í ræðu sinni í tilefni dagsins „...ég vil vekja athygli ykkar á ævafornum sannindum sem ég tel að okkur nútímafólki sé lífsnauð- syn að taka mið af í lífi okkar og starfi: Það sem mestu máli skiptir í lífinu verður ekki vegið og metið á efnahagslegum mælikvarða.“ ■ 15 GRÖMM AF HASSI Maður um tvítugt var tekinn með fimmtán grömm af hassi á Akranesi. Fíkniefnin fundust í fórum hans við venjubundið eftirlit. Hann hefur játað eign efnisins og telst málið upplýst. EKIÐ Á LAMB Ekið var á lamb sunnan við Fornahvamm á föstu- dagskvöld. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi þurfti að aflífa lambið. Ökumaðurinn gaf sig ekki fram við lögreglu. ■ Lögreglufréttir HANDSPRENGJUM KASTAÐ Á RÚTU Tveir óbreyttir borgarar létu lífið og 38 særðust þegar meintir íslamskir skæruliðar vörpuðu handsprengjum á rútu við biðskýli í bænum Shopiyan í indverska hluta Kasmír. Á annan tug íslamskra vígahópa berjast gegn öryggissveitum indverskra yfirvalda á svæðinu. Vígamenn- irnir krefjast sjálfstæðis héraðs- ins eða sammeiningar við Pakist- an. ■ Asía LEST FÓR ÚT AF SPORINU Að minnsta kosti 23 létu lífið og 25 slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í vesturhluta Ind- lands. Margir hinna slösuðu eru í lífshættu. Grjóthnullungar höfðu fallið á teinana í aurskriðu og ollu þeir því að vagnarnir fóru út af. Lestin var á leið frá Bombay til Karvar. Könnun um sveigjanlegan vinnutíma á Akranesi: Sumarlokun leikskóla á skjön við frí foreldra SVEITARSTJÓRNIR Svör níu fyrirtækja í könnun sem Akraneskaupstaður gerði benda til að opinber þjónusta í bænum auðveldi fyrirtækjunum ekki að bjóða starfsfólki sveigjan- legan vinnutíma. Sex fyrirtæki sögðust óánægð með sumarlokun leikskóla bæjar- ins, sem oft væru á skjön við sumar- frí starfsmanna fyrirtækjanna. Einnig voru gerðar athugasemdir við opnunartíma og sagt að fjölga þyrfti dagvistarplássum. Litlar athugasemdir voru við al- menningssamgöngur innanbæjar en fram kom afgerandi óánægja með almenningssamgöngur til og frá Akranesi. Ferðir til og frá Reykjavík væru of fáar og of dýrar. Aðeins ein athugasemd kom um skóladagvistun en annars sögðu fyr- irtækin starfsmenn sína vera ánægða með hana. Að endingu kom fram í svörum sjö fyrirtækjanna að starfsmenn þeirra væru óánægðir með opnunartíma íþróttamann- virkja. Flestir vildu láta opna fyrr á morgnana, jafnvel klukkan sex, og loka seinna á kvöldin, á bilinu 21 til 23. Eins vildu menn hafa opið leng- ur í Bjarnalaug. ■ AKRANES Starfsmenn fyrirtækja eru óánægðir með sumarlokanir leikskóla, opnunartíma íþróttamannvirkja og of dýrar og fáar rútu- ferðir til og frá Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.