Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 15
anna. Meðal annars hafði verið
kvartað yfir svokallaðri sam-
steypu íslenskra fiskiskipatrygg-
inga þar sem öll fyrirtækin sömdu
saman við samtök útvegsmanna
um tryggingar á íslenskum fiski-
skipum.
Að sögn Ásgeirs Einarssonar,
yfirlögfræðings hjá Samkeppnis-
stofnun, leiddi rannsóknin til þess
að tryggingafélögin leystu upp
fiskiskipasamstarfið árið 1998. Þá
hafi í raun hafist almenn rann-
sókn á því samstarfi sem trygg-
ingafélögin hafi haft innan sem
utan vébanda Sambands íslenskra
tryggingafélaga. „Síðan jókst við
þá rannsókn með erindum og
ábendingum sem komu frá Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda árið
1999 og 2000,“ segir Ásgeir.
Flókin samvinna
og gagnaflóð
Tryggingafélögunum var í jan-
úar 2002 send frumniðurstaða
vegna meintra brota sem lúta að
ólöglegu samráði. Þau sendu inn
umfangsmiklar athugasemdir við
þær niðurstöður í september
2002. Samkeppnisstofnun er enn
að skoða athugasemdirnar.
„Það er ekki alveg ljóst
hvenær þetta klárast en vonandi
verður það á þessu ári. Mönnum
finnst eðlilega að þetta taki lang-
an tíma en það er einfaldlega
þannig með þessi meintu sam-
ráðsmál að rannsóknir þeirra eru
mældar í árum. Samvinna við-
komandi fyrirtækja er gjarnan
flókin og mikið af gögnum sem
þarf að skoða,“ segir Ásgeir.
Að endingu má nefna að gerð
var húsleit hjá Eimskipi 4. sept-
ember síðasta haust. Samkeppnis-
stofnun hafði tæpum tveimur vik-
um áður borist kvörtun frá Sam-
skipum vegna meintra brota Eim-
skips á bann við misnotkun á
markaðsráðandi stöðu. Eimskip
var sagt hafa í krafti stærðar
sinnar haldið uppi óeðlilega lág-
um töxtum í fragtflutningum á
leiðum sem bæði fyrirtækin bjóða
þjónustu á.
Ingimundur Sigurpálsson, for-
stjóri Eimskips, sagði þegar hús-
leitin var gerð að fyrirtækið hefði
ekkert að fela. Þetta mál er enn í
frumvinnslu hjá Samkeppnis-
stofnun.
gar@frettabladid.is
15ÞRIÐJUDAGUR 24. júní 2003
Eflum Háskóla Íslands í verki.
Happdrætti Háskóla Íslands
Vinningar streyma út
Nú þegar eru þrír á 100 þúsund króna launum á mánuði í 10 ár
eftir að hafa skafið af Launamiðanum. Launin eru skattfrjáls.
Miðarnir voru seldir í:
Snæland Videó, Núpalind, Kópavogi
Ríkinu á Snorrabraut, Reykjavík
Steininum, Neskaupstað.
Þar að auki hafa fjölmargir fengið smærri vinninga á Launamiðanum,
þar af þrír einnar milljónar króna vinning. Þeir miðar voru seldir í:
Lukkusmáranum, Kópavogi
Hagkaupum Skeifunni, Reykjavík
Bláhorninu, Kópavogi.
Alls fengu skafarar Happaþrennunnar 59 milljónir
króna á árinu 2002!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
6
9
0
5
SAMKEPPNISBROT Ásgeir Einarsson,
yfirlögfræðingur hjá Samkeppn-
isstofnun, segir yfirvöld um allan
heim leggja sífellt meiri áherslu á
að rannsaka og uppræta ólöglegt
samráð milli keppinauta.
„Það hefur orðið vakning á
seinustu árum um að skaðlegu
áhrifin á efnahagslífið, hag neyt-
enda og þjóðfélagið almennt hafi
verið vanmetin og að brotin séu
mun algengari en menn héldu,“
segir Ásgeir.
Fyrirtæki ganga sífellt lengra í
því að leyna samkeppnisbrotum. Í
nýlegri skýrslu OECD segir frá
stórfyrirtæki sem tók þátt í ólög-
legu samráði:
„Þar gættu menn sín á því að
geyma öll gögn á einni diskettu
sem geymd var uppi á háalofti hjá
ömmu eins framkvæmdastjórans.
Í Ástralíu voru samkeppnisyfir-
völd að hefja rannsókn. Þau skrif-
uðu fyrirtækjunum og óskuðu eft-
ir upplýsingum. Það leiddi til þess
að menn hlóðu marga bíla og
eyddu deginum í eyðimörkinni í
að brenna gögn í fjórum stórum
bálköstum,“ segir Ásgeir.
Stöðugt er hert á viðurlögum
við ólöglegu verðsamráði í ríkjum
heims:
„Hérlendis geta brot á sam-
keppnislögum bæði varðað fang-
elsi og stjórnvaldssektum. Fang-
elsi hefur þó aldrei verið beitt,“
segir Ásgeir. ■
SAMKEPPNISBROT Mál samkeppnis-
yfirvalda gegn grænmetisfyrir-
tækjum hefur vakið einna mesta
athygli slíkra mála.
Húsleit var gerð hjá fyrirtækj-
unum Sölufélagi garðyrkju-
manna, Mata og Ágæti í septem-
ber 1999. Í mars 2001 ákvað Sam-
keppnisráð að sekta fyrirtækin
um samtals 105 milljónir króna
vegna ólöglegs samráðs. Þar var
sektarheimild samkeppnislaga
beitt í fyrsta sinn.
Eftir grænmetismálið hafa
nokkur fyrirtæki verið sektuð
vegna samkeppnisbrota. Lands-
síminn, Skífan, Harpa og Flug-
leiðir eru meðal þeirra.
Garðyrkjufyrirtækin þrjú
skutu máli sínu til Áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála, sem
staðfesti í júní 2001 að félögin
hefðu brotið af sér en lækkaði
sektirnar niður í 47 milljónir
króna samtals. Héraðsdómur
Reykjavíkur dæmdi í nóvember
2002 fyrirtækin einnig sek um
lögbrot en lækkaði sektina enn
meira, í samtals 37 milljónir
króna.
Mál grænmetisfyrirtækjanna
er nú til meðferðar hjá Hæsta-
rétti. Fyrirtækin krefjast sýknu
en til vara að sektirnar verði
lækkaðar enn frekar. Samkeppn-
isráð krefst þess að brotin verði
staðfest og að félögin verði dæmd
til að greiða sekt í samræmi við
áðurnefnda niðurstöðu Áfrýjunar-
nefndarinnar. Búist er við dómi í
haust. ■
Í fjórða kafla samkeppnislaga er fjallað um bann
við samkeppnishömlum. Þar er að finna tvær
lagagreinar sem eru kjarni stóru brotamálanna
sem Samkeppnisstofnun fæst við.
Í tíundu greininni er meðal annars að finna
bann við verðsamráði. Þessi grein á til dæmis
við um grænmetismálið, mál olíufélaganna og
tryggingafélaganna. Ellefta grein samkeppnislag-
anna leggur bann við misnotkun á markaðsráð-
andi stöðu. Í greininni eru fyrirtækjum sem telj-
ast ráðandi á sínum markaði settar hömlur sem
öðrum minni fyrirtækjum á sama sviði eru ekki
settar.
Kjarni málsins
10. grein:
Allir samningar og sam-
þykktir milli fyrirtækja,
hvort heldur þær eru bind-
andi eða leiðbeinandi, og
samstilltar aðgerðir sem
hafa að markmiði eða af
þeim leiðir að komið sé í
veg fyrir samkeppni, hún
sé takmörkuð eða henni
raskað eru bannaðar.
Bann þetta tekur m.a. til
samninga, samþykkta og
samstilltra aðgerða sem:
a. áhrif hafa á verð, af-
slætti, álagningu eða
önnur viðskiptakjör með
beinum eða óbeinum
hætti,
b. takmarka eða stýra fram-
leiðslu, mörkuðum,
tækniþróun eða fjárfest-
ingu,
c. skipta mörkuðum eða
birgðalindum,
d. mismuna viðskiptaaðil-
um með ólíkum skilmál-
um í sams konar við-
skiptum og veikja þan-
nig samkeppnisstöðu
þeirra,
e. setja sem skilyrði fyrir
samningagerð að hinir
viðsemjendurnir taki á
sig viðbótarskuldbind-
ingar sem tengjast ekki
efni samninganna, hvor-
ki í eðli sínu né sam-
kvæmt viðskiptavenju.]1)
11. grein
Misnotkun eins eða fleiri
fyrirtækja á markaðsráð-
andi stöðu er bönnuð.
Misnotkun getur meðal
annars falist í því að:
a. beint eða óbeint sé kraf-
ist ósanngjarns kaup-
eða söluverðs eða aðrir
ósanngjarnir viðskipta-
skilmálar settir,
b. settar séu takmarkanir á
framleiðslu, markaði eða
tækniþróun, neytendum
til tjóns,
c. viðskiptaaðilum sé mis-
munað með ólíkum skil-
málum í sams konar við-
skiptum og samkeppnis-
staða þeirra þannig
veikt,
d. sett sé það skilyrði fyrir
samningagerð að hinir
viðsemjendurnir taki á
sig viðbótarskuldbind-
ingar sem tengjast ekki
efni samninganna, hvor-
ki í eðli sínu né sam-
kvæmt viðskiptavenju.
EIMSKIP
Húsleit var gerð hjá Eimskipi 4. september í fyrra eftir ásakanir Samskipa um ólögleg
undirboð. Forstjóri Eimskips sagði félagið hafa hreinan skjöld en rannsókn stendur enn.
ÖSKJUHLÍÐ
Forsvarsmenn þriggja garðyrkju-
fyrirtækja sem allsráðandi voru á
markaði urðu frægir að end-
emum þegar fundargerðir sem
samkeppnisyfirvöld lögðu hald á
afhjúpuðu leynifundi þeirra í
Öskjuhlíð. Fundarefnið var ólög-
legt samráð um skipan mála á ís-
lenskum grænmetismarkaði.
Mörg fyrirtæki sek um brot á samkeppnislögum:
Grænmetisfélög sektuð fyrst
ÁSGEIR
EINARSSON
„Það leiddi til þess að
menn hlóðu marga
bíla og eyddu degin-
um í eyðimörkinni í að
brenna gögn í fjórum
stórum bálköstum,“
segir yfirlögfræðingur
Samkeppnisstofnunar.
Ásgeir Einarsson hjá Samkeppnisstofnun:
Skaðleg áhrif vanmetin