Fréttablaðið - 24.06.2003, Qupperneq 12
24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR
flugfelag.is
Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum
greiða 1.833 kr. aðra leiðina.
VOPNAFJARÐAR/
ÞÓRSHAFNAR
3.299kr.
EGILSSTAÐA
6.299kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
ÍSAFJARÐAR
5.199kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
AKUREYRAR
5.199kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
flugfelag.is
25. júní – 1. júlí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
FL
U
2
14
14
06
/2
00
3
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Frá Akureyri til
HEILBRIGÐISMÁL Sigurður Guð-
mundsson landlæknir hyggst
leggja til á þingi norrænna land-
lækna í ágúst að tekinn verði upp
sameiginlegur gagnagrunnur
allra Norðurlandanna varðandi
heilbrigðisstarfsmenn þjóðanna.
Tilefnið er að upp kom mál í
Noregi þar sem heilbrigðis-
starfsmenn sem misst höfðu
leyfi sín á Íslandi réðu sig til
vinnu í Noregi eins og ekkert
hefði í skorist. Tilviljun varð til
þess að norsk heilbrigðisyfirvöld
komust á snoðir um að fólkið
hafði verið svipt starfsleyfum
sínum og því var vísað úr störf-
um sínum.
Sigurður segir að hérlendis
hafi komið upp mál þar sem fólk
hafi reynt að komast í störf án
þess að vera með tilskilin leyfi.
Hann telur því nauðsynlegt að
Norðurandaþjóðirnar haldi sam-
eiginlega skrá yfir þá sem svipt-
ir hafa verið réttindum. ■
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
Hyggst leggja fram tillögu um gagnagrunn
yfir heilbrigðisstarfsmenn á þingi land-
lækna.
Leyfislausir heilbrigðisstarfsmenn:
Landlæknir leggur
til gagnagrunn
SVEITARSTJÓRNIR „Við höfum í tví-
gang óskað skýringa á því hvaða
loforð hafi verið gefin en fáum
ekki svör. Þögn fyrrverandi bæj-
arstjóra vekur spurningar,“ segir
Andrés Sigmundsson, forseti bæj-
arstjórnar Vest-
mannaeyja, um
þær ávirðingar
sem Árni John-
sen, fyrrverandi
alþingismaður,
hefur í bréfi sett
fram á bæjaryf-
irvöld í Vest-
mannaeyjum og
þá sérstaklega
Guðjón Hjör-
leifsson, fyrr-
verandi bæjar-
stjóra. Árni lýsir
í bréfi sínu að
hann hafi þegar greitt bænum öll
gjöld vegna húss síns, Höfðabóls,
sem stendur utan þéttbýlis Vest-
mannaeyjabæjar. Þrátt fyrir það
sé ítrekað verið að krefja hann og
fleiri Ofanbyggjara um gatna-
gerðargjöld sem ekki eigi neinn
rétt á sér. Árni lýsti því að Guð-
jón, þáverandi bæjarstjóri, hefði
lýst skilningi á því að krafan um
gangstéttargjöld væri óréttmæt
en segir Guðjón hafa sýnt hringl-
andahátt sem sé með ólíkindum.
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur í
tvígang tekið málið fyrir án þess
að komast að niðurstöðu. Guðjón
hefur verið krafinn svara án þess
að verða við þeim óskum. Hann
hefur nú frest til næsta fimmtu-
dags til að gera grein fyrir sinni
hlið málsins.
„Árni Johnsen hefur töluvert
til síns máls og það verður að
hlusta á það sem hann hefur fram
að færa. Guðjón þáði ófáar millj-
ónir í laun sem bæjarstjóri og
hann verður að útskýra vinnulag
sitt í þessu máli. Ég þekki dæmi
um að stórum aðila á þessu svæði
þar sem Árni byggði var sleppt
við að greiða umrædd gjöld. Sá
var ekki rukkaður og krafan því
væntanlega fyrnd,“ segir Andrés.
Ekki náðist í Guðjón Hjörleifs-
son vegna þessa máls.
Mál Árna verður tekið fyrir á
bæjarstjórnarfundi næsta
fimmtudag. Á þeim sama fundi
verður kosið í nefndir og ráð á
vegum Vestmannaeyjabæjar.
rt@frettabladid.is
ÁRNI JOHNSEN
Hefur krafist þess að bæjaryfirvöld láti af áreitni vegna innheimtu gangstéttargjalda.
Þögn Guðjóns
vekur spurningar
Andrés Sigmundsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, krefur fyrr-
verandi bæjarstjóra svara um gefin loforð. Hann segir að Árni Johnsen
hafi nokkuð til síns máls í baráttunni gegn gangstéttargjaldi.
SJÓMENN Árni Bjarnason, formað-
ur Farmanna- og fiskimannasam-
bands Íslands, segir að of lítil
áhersla hafi verið lögð á heilsufar
sjómanna í gegnum tíðina. Hann
tekur undir með Lovísu Ólafsdótt-
ur iðjuþjálfa, sem sagði í viðtali
við Fréttablaðið í gær sjómenn
búa við slæmar heilsufarsaðstæð-
ur og hafa verið vanrækta.
„Sjómenn eru þvílíkir jaxlar að
enginn kvartar undan aðstæðun-
um til sjós. Viðhorf sjómanna
gagnvart heilsufari er hið karl-
mannlega viðhorf. Menn eru ekk-
ert að væla út af smámunum og
gera ekkert í heilsubresti fyrr en
allt of seint. Ég þekki marga sjó-
menn sem hafa ekki farið til lækn-
is í áratugi,“ segir Árni, sem var
til sjós í þrjá áratugi. „Ef fer að
grafa fá þeir pensillín, ef þeir
skera sig saumar skipstjórinn eða
stýrimaðurinn þá saman. Þeir eru
teknir eins og trollið og bættir.“
Samkvæmt rannsóknum sem
Lovísa hefur unnið að starfa sjó-
menn við heilsuspillandi aðstæð-
ur og fá ónógan svefn, sem skilar
sér oft í fjölda slysa og bágu lík-
amlegu og andlegu ástandi. Um
fimm þúsund manns starfa við
fiskveiðar á Íslandi.
Árni segir mikla þörf vera á
rannsóknum á högum sjómanna.
„Því miður tengist þetta því að
menn eru hræddir við að opinbera
að það sé eitthvað að þeim. Sam-
keppnin er svo mikil um þessi
störf. Menn harka frekar af sér og
hunskast út á sjó og reyna að ná
sér í næsta fríi, því veikindafríið
er ekki vinsælt hjá vinnuveitand-
anum.“ ■
BITIÐ Á JAXLINN
Rannsóknir sýna að sjómenn búa margir
við heilsubrest og fá slitróttan og lítinn
svefn.
Rannsóknir sýna fram á slæmt heilsufar:
Sjómenn ekki
vanir að kvarta
„Árni John-
sen hefur
töluvert til
síns máls og
það verður
að hlusta á
það sem
hann hefur
fram að færa.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M