Fréttablaðið - 24.06.2003, Síða 29

Fréttablaðið - 24.06.2003, Síða 29
■ Áhugamálið mitt Rétta útimálningin getur sparað þér tugi þúsunda króna Steinakrýl - mjög góð viðloðun, gott rakagegnstreymi og mikið veðrunarþol Kópal Steintex - frábært á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols Steinvari 2000 - besta mögulega vörn fyrir húsið - yfirburðamálning fyrir íslenskar aðstæður - verndar steypuna fyrir slagregni - flagnar ekki og hefur frábært veðrunarþol Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á steinsteypu og áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði hér innanlands. Á rannsóknarstofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað málningu frá okkur sérstöðu. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Bláfell Grindavík. 29ÞRIÐJUDAGUR 24. júní 2003 Harry Potter og Fönixreglankemur út á íslensku 1. nóvem- ber klukkan 11:11. Af hverju? Það er góð stund. Og svona prívatgrín hjá okkur,“ segir Snæbjörn Arn- grímsson, forleggjari hjá Bjarti – handhafi útgáfuréttar bókarinnar á íslensku. Snæbjörn fylgdist með æs- ingnum þegar hafist var handa við að selja bókina á ensku í bóka- búðum hérlendis aðfaranótt laug- ardags. Hann er ýmsu vanur í þeim efnum en ekki er annað að heyra en lætin hafi komið honum á óvart. Sjálfur var hann búinn að panta sér eintak en það var selt burtu frá honum og fékk hann ekki bókina í hendur fyrr en á laugardaginn. Snæbjörn er kom- inn inn í miðja bók. Þýðingu bókarinnar annast Helga Haraldsdóttir, en hún situr nú við úti í Hollandi og þýðir baki brotnu. Sá háttur verður hafður á að ganga frá hverjum kafla um sig til útgáfu jafnharðan og hann berst. Snæbjörn hefur ekki áhyggjur af því að sá mikli áhugi sem nú sýndi sig muni koma niður á sölu bókarinnar á íslensku. „Það leið heilt ár áður en 4. bókin kom út á íslensku frá því hún kom út á ensku. Það virtist engu breyta, hún seldist upp hjá okkur. Margir krakkar eru farnir að lesa á ensku en sjálfsagt er átak fyrir þau flest að fara í gegnum 700 blaðsíður ensks texta. Flest vilja lesa bókina á íslensku.“ Snæbjörn taldi að hámarkinu hefði verið náð með 4. bókinni, sem Bjartur keyrði út og seldi í brettavís, en engin bók hefur selst eins hratt og þessi. „Þetta er svakaleg manía og verður sjálf- sagt sami æsingurinn og jafnvel meiri en áður.“ Harry Potter-útgáfan hefur haldið Bjarti uppi þessi ár en Snæbjörn segir forlagið hafa á móti varið peningunum til að gefa eitthvað það út sem ekki stendur undir sér. „Já, okkur til skemmt- unar.“ ■ Ég hef óstjórnlegan áhuga áfólki í öllum sínum birtingar- myndum,“ segir Sigríður Arnar- dóttir, sem stjórnar þættinum Fólk með Sirrý á SkjáEinum. „Ég fæ aldrei nóg af því að spá í allar mögulegar hliðar manneskjunnar, les mikið um fólk og hlusta mikið á þætti um daglegt líf fólks á er- lendum útvarpsstöðvum. Ég les líka mikið af bókum þar sem fólk lýsir daglegu lífi sínu og hvers- dagslegum störfum. Mér finnst bara manneskjan í öllu sínu veldi svo áhugaverð.“ ■ BRITT EKLAND Lék í James Bond og var gift Peter Sellers. Nú má skíra eftir henni á íslensku. Emelína lögleg MANNANÖFN Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kven- mannsnafnið Emelína með þeim rökstuðningi að nafnið taki eign- arfallsendingu og teljist að öðru leyti fullnægja 1. málsgrein laga númer 45 frá árinu 1996. Á fundi nefndarinnar fyrir skemmstu samþykkti hún einnig að Brit væri gjaldgengt nafn, svo og Silv- ana og Manúel. Nefndin féllst hins vegar ekki á að Iris (með I-i) væri íslenska né heldur Elíza. Í úr- skurði mannanafnanefndar um Elízu segir meðal annars: „Nafnið Elíza telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né telst nafnið hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Að mati mannanafnanefndar hafa ekki komið fram ný sjónarmið sem leiða til þess að fyrri afstöðu sé raskað...Beiðni um eiginnafnið El- íza er því hafnað.“ ■ SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON Forleggjarinn telur allt benda til þess að æsingurinn verði ekki minni þegar 5. bókin um Harry Potter kemur út á íslensku en var þegar 4. bókin kom út. Útgáfa ■ 5. bókin um Harry Potter kemur út á íslensku 1. nóvember klukkan 11:11. Bjartur er útgefandinn og velgengni bókanna hefur veitt svigrúm til að gefa út bækur burtséð frá því hvort þær standa undir sér eða ekki. Potter-æðið síst í rénun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.