Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 6
6 24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 75.14 1.86%
Sterlingspund 124.54 0.87%
Dönsk króna 11.67 0.53%
Evra 86.68 0.56%
Gengisvístala krónu 122,92 0,81%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 189
Velta 1.811 milljónir
ICEX-15 1.491 0,86%
Mestu viðskiptin
Kaupþ. Búnaðarb. hf. 291.143.888
Bakkavör Group hf. 199.196.849
Framtak Fjárfestingarb. hf. 176.730.559
Össur hf. 85.744.077
Pharmaco hf. 23.542.582
Mesta hækkun
Bakkavör Group hf. 8,09%
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 0,33%
Landssími Íslands hf. 2,80%
Líf hf. 0,98%
Pharmaco hf. 0,50%
Mesta lækkun
Eimskipafélag Íslands hf. -2,36%
Opin kerfi hf. -1,52%
Baugur Group hf. -0,46%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 9062,2 -1,5%
Nasdaq: 1609,6 -2,1%
FTSE: 4087,9 -1,7%
Nikkei: 9137,1 0,2
S&P: 980,2 -1,6%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Ungur íslenskur hagfræðingur hefurvakið athygli bandaríska Seðlabank-
ans með skrifum sínum. Hvað heitir mað-
urinn?
2Hvað heitir forseti Líberíu sem dró tilbaka loforð sitt um að láta af embætti
í þágu friðar?
3Aðalsöngkona Destiny’s Child hefurgefið út sína fyrstu sólóplötu og ber
hún nafnið „Dangerously in Love“. Hvað
heitir stúlkan?
Svörin eru á bls. 30
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins:
Þrjú þúsund flutt milli sjúkrahúsa
SLÖKKVISTARF Slökkviliðið á höfuð-
borgarsvæðinu sinnti fleiri útköll-
um í fyrra en árið áður og var
dælubíllinn sendur út 1.325 sinn-
um, samanborið við 1.289 í fyrra.
Sjúkraflutningum fjölgaði einnig
og voru þeir fimmtungi fleiri í
fyrra en árið 1995. Aukningin ligg-
ur að mestu leyti í fjölgun flutn-
inga milli sjúkrahúsa, en gert er
ráð fyrir að þeir séu um þrjú þús-
und á ári. Er þá fyrst og fremst um
að ræða flutninga milli Borgarspít-
ala og Landsspítala, sem sérhæfa
sig á mismunandi sviðum. Útköll
vegna sjúkraflutninga voru um
19.400 í fyrra, eða um tvö hundruð
fleiri en árið áður.
Slökkviliðið á höfuðborgar-
svæðinu fær milljarð á ári í rekst-
ur sinn og skilaði 21 milljónar
króna afgangi árið 2002. ■
Eyjaálfa:
Gallaður Harry Potter
ÁSTRALÍA, AP Unnendur Harry
Potter-bókanna í Eyjaálfu geta
vart á heilum sér tekið eftir að í
ljós kom að galli er í fyrstu út-
gáfu nýjustu bókarinnar, Harry
Potter og Fönixreglan.
Þegar Richard Flynn, 16 ára,
kom að 29. kafla bókarinnar
rann allt í einu upp fyrir honum
að hann var byrjaður á 9. kaflan-
um aftur.
Það voru þó ekki galdrar í
anda bókarinnar heldur gallað
eintak. Þegar Flynn fór í bóka-
verslunina og hugðist fá nýtt
eintak var honum tjáð að fleiri
hefðu kvartað. Svo virðist sem
mistök hafi orðið við prentun 10
þúsund eintaka af 750 þúsundum
sem prentuð voru í Ástralíu og
sett í bókaverslanir þar og á
Nýja-Sjálandi. Tvo kafla vantar
því í þessar bækur.
Líkt og annars staðar í heimin-
um seldist fyrsta prentun bókar-
innar upp í Eyjaálfu. Útgefandi
bókarinnar þar, Allen og Unwin,
hefur lýst því yfir að þrjár vikur
geti liðið þar til ný prentun kemur
í bókaverslanir. ■
Snorrastaðatjarnir:
Fundu virk-
ar sprengjur
LÖGREGLUMÁL Sprengjusérfræðing-
ar Landhelgisgæslunnar og lög-
reglumenn frá Keflavík fóru að
Snorrastaðatjörnum á laugardags-
morgun eftir að tilkynning barst
um að virk sprengja hefði fundist.
Sprengjunni var eytt og í kjölfarið
var leitað eftir fleiri sprengjum.
Tólf sprengjur fundust sem all-
ar voru virkar og því stórhættuleg-
ar. Þeim var öllum eytt. Svæðið
sem sprengjurnar fundust var fyrr
á árum skotæfingasvæði stórskota-
liðs bandarískra dáta. Sprengjurn-
ar voru allar úr svokölluðum
sprengjuvörpum og voru nær allar
80 mm í þvermál. ■
SÉRA JÓN AÐALSTEINN ÁSAMT
HERRA KARLI SIGURBJÖRNSSYNI
Herra Karl Sigurbjörnsson vígði séra Jón
Aðalstein til vígslubiskups.
Jón Aðalsteinn
Baldvinsson:
Nýr vígslu-
biskup á
Hólum
VÍGSLA Jón Aðalsteinn Baldvinsson
hefur tekið vígslu sem vígslubisk-
up að Hólum í Hjaltadal. Það var
herra Karl Sigurbjörnsson, bisk-
up Íslands, sem vígði Jón Aðal-
stein.
Séra Ragnheiður Jónsdóttir
þjónaði fyrir altari ásamt biskupi
Íslands en nývígður vígslubiskup
predikaði. Jón Aðalsteinn lagði út
frá glæstri sögu Hóla í predikun
sinni. Síðan ræddi hann þá ábyrgð
sem hvíldi á vígðum þjónum Þjóð-
kirkjunnar. Þeir hefðu áhrifavald
í samfélaginu vegna þess hlut-
verks að vera þjónar Krists. Að al-
menningur gerði um leið kröfur
til þeirra og ætluðust til að þeir
væru fyrirmynd. Einnig ræddi
hann um að embættismenn kirkj-
unnar væru ekki kirkjan sjálf
heldur þjónar þess fólks sem elsk-
ar Krist og fylgir honum. ■
VLADIMÍR PÚTÍN
Ræðir málin við ráðamenn Bretlands í ferð
sem hefst í dag.
Pútín:
Bætir
tengslin
MOSKVA, AP Vladimír Pútín, forseti
Rússlands, heldur í dag í fyrstu
heimsókn Rússlandsleiðtoga til
Bretlands síðan 1874. Hann hyggst
nota ferðina til þess að bæta
tengslin við Bretland, en ríkin
voru ósammála í afstöðu sinni til
Íraksstríðsins. Einnig mun hann
leggja áherslu á að bæta efnahags-
leg tengsl á milli ríkjanna.
„Svona samvinna er mjög mik-
ilvæg þegar litið er til alþjóða-
mála,“ sagði Pútín. Auk þess að
hitta drottninguna og ektamann
hennar mun Pútín funda með
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands. ■
PRESTASTEFNA
Á Prestastefnu verður meðal annars rætt
um endurskipulagningu prestakalla.
Stefnumótunarvinna:
Prestastefna
á Sauðár-
króki
KIRKJA Prestastefna var sett í gær
klukkan fimm í Sauðárkróks-
kirkju. Þar flutti biskup Íslands
yfirlitsræðu og Björn Bjarnason,
nýr kirkjumálaráðherra, flutti
ávarp.
Helstu mál Prestastefnu að
þessu sinni eru stefnumótunar-
vinna sem Þjóðkirkjan hefur stað-
ið í síðasta árið. Hátt í eitt þúsund
manns víðs vegar að af landinu
hafa komið að þeirri vinnu.
Á Prestastefnu verður einnig
rætt um endurskipulagningu
prestakalla svo og drög að erind-
isbréfi presta og djákna. ■
SJÚKRAFLUTNINGAR
Gert er ráð fyrir að sjúkrabílar slökkviliðsins flytji þrjú þúsund sjúklinga milli sjúkrahúsa á
ári hverju, og er það fyrst og fremst milli Borgarspítalans og Landspítalans.
GLUGGAÐ Í POTTER
Jack Britton, 9 ára Ástrali var fullur eftir-
væntingar þegar hann náði í eintak af
fimmtu Harry Potter-bókinni um helgina.
AP
/M
YN
D
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
SVÍÞJÓÐ Salmonellusmit ógnar nú
stórum hluta svínaræktar í Sví-
þjóð. Salmonella greindist á einu
búi fyrir rúmri viku og var öllum
bústofni þar, 200 skepnum, slátr-
að.
Við rannsókn sænskra heil-
brigðisyfirvalda á smitleið bárust
böndin að verksmiðju í Nörrköp-
ing sem sá svínabúinu fyrir fóðri.
Verksmiðjan sér tugum annarra
sænskra svínabúa fyrir fóðri og
voru sýni einnig tekin þar. Bráða-
birgðaniðurstöður rannsókna
benda til að smit hafi borist í fleiri
bú. Í versta falli er talið að smit
hafi borist til 80 svínabúa. Allt
kjöt frá búunum var innkallað og
rannsakað. Talsmaður sænskra
heilbrigðisyfirvalda telur litlar
líkur á að sýkt kjöt hafi ratað á
borð sænskra neytenda en vill þó
ekki útiloka það. Sænsk yfirvöld
binda vonir við að tekist hafi að
hefta útbreiðslu smitsins.
Árlega koma upp nokkur hund-
ruð salmonellutilfelli í Svíþjóð.
Faraldurinn nú er hins vegar sá
alvarlegasti sem komið hefur upp
þar í landi. Berist salmonella í
fólk getur hún valdið veikindum,
meðal annars magaverkjum, nið-
urgangi, hita og uppköstum. Aldr-
aðir, sjúkir og ung börn eru í
mestri hættu þegar salmonellu-
smit er annars vegar. Dauðsföll af
völdum salmonellu eru afar sjald-
gæf en ekki óþekkt.
Íslensk heilbrigðisyfirvöld
fylgjast grannt með salmonellu-
smiti í bústofni hér á landi. Á vor-
mánuðum var tekinn tugur sýna á
átta svæðum hér á landi. Engin
salmonella fannst í íslenskum
svínum. Engu að síður brýna heil-
brigðisyfirvöld fyrir neytendum
að gegnsteikja svínakjöt og gæta
fyllsta hreinlætis við matreiðslu
þess til að koma í veg fyrir hugs-
anlega krossmengun.
the@frettabladi.is
Salmonella ógnar
sænskri svínarækt
Smit hugsanlegt á áttatíu sænskum svínabúum. Sala afurða frá
búunum var stöðvuð en sænsk heilbrigðisyfirvöld vilja ekki
útiloka að smitað kjöt hafi verið selt.
SALMONELLUFARALDUR
Svínabændur í Svíþjóð eru uggandi vegna víðtæks salmonellusmits en talið er að smit hafi borist á allt að 80 bú.