Fréttablaðið - 24.06.2003, Qupperneq 31
Fréttiraf fólki
31ÞRIÐJUDAGUR 24. júní 2003
■ Leiðrétting
Vegna framboðsáhuga Guðmundar Árna Stef-
ánssonar skal tekið fram að þingmaðurinn
hefur meiri áhuga á framboði en eftirspurn.
Sími 517 1500 • Sætún 4 • 105 Reykjavík
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Allar Teknos vörur skv. ISO 9001 gæðastaðli.
w w w . i s l a n d s m a l n i n g . i s
ÍSLANDS MÁLNING
akrýlHágæða
innimálning
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Veldu náttúruliti
frá Íslandsmálningu
HATTADAGUR
Áhorfendur á Derby-veðreiðunum þann 5. júní fylgjast með hestunum úr Drottningar-
stúkunni. Þar voru að sjálfsögðu allir í sínu fínasta pússi og karlarnir voru að sjálfsögðu,
samkvæmt hefðinni, í kjólfötum með gráa hatta.
Urgur er í arkitektum vegnavals á þeim sem fá að sprey-
ta sig við skipulagningu slipp-
svæðisins við Mýrargötu. Fjórir
hópar arkitekta hlutu náð fyrir
augum forvalsnefndarinnar sem í
á sæti, meðal annarra, Þorvaldur
S. Þorvaldsson borgararkitekt.
Sonur hans, Jón Þór Þorvaldsson
hjá arkitektastofunni Úti og inni,
var meðal hinna heppnu, svo og
systkinin Halldóra Bragadóttir
og Sveinn Bragason, sem starfa á
arkitektastofunum Kanon og
Tröð. Systir þeirra er Helga
Bragadóttir, yfirmaður deili-
skipulags Reykjavíkurborgar,
sem hefur ýmislegt um væntan-
lega uppbyggingu á slippsvæðinu
við Mýrargötu að segja.
Þetta eru frábærar viðtökur semvið fáum. Fullt var út úr dyrum
og gamla góða stemningin á fullu,“
sagði Þorvaldur Ársæll Pálsson, en
hann var að taka við rekstri hinnar
kunnu krár Vagnsins á Flateyri.
Eftir breytingar og ýmsar lag-
færingar var opnað aftur og ekki
annað að sjá en að Vestfirðingar
kynnu vel að meta að vera búnir að
fá Vagninn sinn aftur í fullan rekst-
ur, þar sem þeir troðfylltu húsið.
„Við munum halda á lofti því
merki sem staðurinn er þekktastur
fyrir, fjör og frumlegheit. Staður á
undan sinni framtíð, hin gömlu ein-
kunnarorð Guðbjartar Jónssonar,
fyrsta Vagnstjórans, verða okkar
leiðarljós,“ segir Þorvaldur.
Auk þess að halda uppi hinni
landsfrægu kráarstemningu verð-
ur boðið upp á mat og drykk alla
daga þar sem lögð verður áhersla á
heimilismat.
„Við höfum verið að fá þau tæki
og tól sem til þarf til að geta gert
hér gott kaffihús enda staðurinn
kjörinn til þess, miðsvæðis og með
útsýni yfir höfnina.“
Fyrir rekur Þorvaldur greiða-
sölu í tengslum við bensínstöð Esso
á staðnum og mun áfram bjóða þar
upp á hefðbundna þjónustu við
ferðafólk.
„Við erum bjartsýn á sumarið
enda hefur ferðamönnum sem
sækja Vestfirði heim verið að fjöl-
ga verulega undanfarin ár og í júlí
verður haldin hér stór hátíð,
Grænlenskar nætur, þar sem við
búumst við miklum fjölda gesta
enda dagskráin frumleg og með
ævintýrabrag,“ segir Þorvaldur
Vagnstjóri. ■
VAGNINN Á FLATEYRI
Þorvaldur Ársæll Pálsson Vagnstjóri og
Júlía Bjarney Björnsdóttir kaffigerðarmeist-
ari fyrir utan hið kunna veitingahús Vagn-
inn á Flateyri.
Veitingar
■ Húsfyllir var við opnun Vagnsins á
Flateyri þegar nýir eigendur tóku
við rekstrinum.
Staður á undan sinni framtíð
Tannlæknafélag Íslands leitarnú að framkvæmdastjóra eft-
ir að Bolli Valgarðsson sagði upp
störfum þar í aprílmánuði síðast-
liðnum. Þykir langt um liðið en
ýmsir tannlæknar munu þeirrar
skoðunar að tölvutæknin sé orðin
þvílík að hægt verði að komast af
án framkvæmdastjóra eða í
versta falli að láta formann fé-
lagsins um starfið samhliða al-
mennum tannlækningum.
Hinn landskunni Óttar FelixHauksson, liðsmaður
hljómsveitarinnar Pops og at-
hafnamaður, hefur keypt tónlist-
ardeild Eddu útgáfu hf. Óttar er
maðurinn á bak við fyrirtækið
Sonet, sem áður hafði keypt út-
gáfurétt Japis. Í tilkynningu frá
fyrirtækinu segir að með þessu
hyggist Sonet ná samlegðar-
áhrifum til hagsbóta fyrir ís-
lenska tónlistarmenn.
Fréttiraf fólki