Fréttablaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 8
8 24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR Áttum sigurinn skilið Hins vegar fannst mér þó við eiga sigurinn skilið – við gáf- um þeim markið – en komum til baka og hættum aldrei og öfugt við Þróttarleik- inn í síðustu um- ferð þá uppskárum við núna. Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis. DV, 23. júní. Jafntefli sanngjörn niðurstaða Mér fannst á heildina litið að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða – en kannski ekki – ég veit það hreinlega ekki, svei mér þá. Svona lagað gerist bara – stundum fellur það okkar meg- in og stundum ekki. Bjarki Gunnlaugsson, leikmaður KR. DV, 23. júní. Orðrétt MENGUN Þúsundir lítra af olíu fóru niður á athafnasvæði Ísa- fjarðarhafnar í gær þegar verið var að dæla frá olíuskipinu Keili í tanka. Betur fór en á horfðist því varnargirðing sem er um- hverfis tankana hélt og ekkert af olíunni fór í sjóinn. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í gær að þarna hefði ekki orðið alvarlegt tjón. „Þarna var um að ræða allt að sjö þúsund lítra sem eru innan girðingar. Það er því enginn skaði fyrirsjáanlegur og aðeins þarf að skipta um jarðveg til að ná olíunni,“ segir Guðmundur. Hann segir að ástæða þess að svo fór hafi verið að um borð í olíuskipinu hafi menn misreikn- að sig. Þeir hafi fengið uppgefið hve mikið rými var í olíutankin- um sem átti að fylla. Starfsmenn úr höfuðstöðvum olíufélagsins Skeljungs komu til Ísafjarðar í gær til að vinna að hreinsun á svæðinu. ■ HREINSUN HAFIN Vegna mistaka við dælingu frá olíu- skipi flæddu nokkur þúsund lítrar niður á Ísafirði. Hér er verið að hefja hreinsunarstarf í gær. Olíuskip í Ísafjarðarhöfn: Þúsundir olíulítra niður fyrir mistök FISKVEIÐAR „Full ástæða er til að bæta við skötuselskvótann. Hann er víða og það er mikið af honum þó dregið hafi úr veiði í síðustu viku,“ segir Grétar Mar Jóns- son, skipstjóri á Unu SU. Grétar segir bát- ana sem eru á þess- um veiðum vera á tiltölulega litlu svæði. Hann hafi frétt af skötusel víða. Bæði í köntum og á dýpi. Jafn- vel er veiði í Breiðafirði og vestur í Ísafjarðardjúpi. „Vestfirðingarnir urðu skíthræddir þegar þeir sáu skötusel í fyrsta skipti, því ekki er hann beint fríður. Almennt hefur verið sáralítið af skötusel hér, þar til fyrir um tveimur árum síðan. Þetta byrjaði að breytast með hærra hitastigi sjávar.“ Grétar seg- ir sjóinn vera um fjórum til fimm gráðum heitari við Stafnesið og Garðskagann en í venjulegu ári. Samfara því hafi lítið verið af stóra þorskinum sem netabátarnir eru að eltast við. Skötuselurinn hafi komið í staðinn. Yfirleitt haldi hann sig sunnar en núna. „Fyrir um fjórum árum var byrjað að gera út á skötusel hérna. Vart var við aukningu afla og þar sem skötuselurinn var ekki í kvóta var áhuginn meiri þar sem vilji var til að veiða tegundir sem ekki voru í kvóta. Eftir um eitt ár var settur á kvóti sem miðaðist við veiðireynslu. Sáralítil veiðireynsla var komin þar sem aðeins var búið að veiða skötuselinn í eitt ár.“ Skötuselurinn er á stóru haf- svæði og kemur á óvart hve mikið er af honum á grunnslóð, inni í Faxaflóa, Straumsvík og víðar. Áður veiddist fiskurinn á 300 til 400 faðma dýpi en nú veiðist hann á 20 til 50 faðma dýpi, sem gerir minni bátum kleift að vera á skötuselsveiðum. Kvótinn er um 1.400 tonn. Á sama tíma eru Færey- ingar með um 2.200 tonna kvóta og ESB um 70 þúsund tonna kvóta. Grétar segir að nýjar upplýs- ingar um dreifingu skötuselsins þurfi að taka til skoðunar. Kvót- inn takmarki veiðarnar við 1.400 tonn. „Hafrannsóknastofnun átt- ar sig ekki á hversu gott ástand stofnsins er miðað við það sem áður hefur verið. Þeir ranka jafnvel ekki við sér fyrr en eftir tvö til þrjú ár þegar toppnum hefur verið náð. Þegar þorskur- inn var í sem mestri uppsveiflu frá 1995 til 1998 fór það framhjá Hafrannsóknastofnun og við misstum af sveiflunni. Nú er um að gera að veiða á meðan færi gefst. Um leið og sjórinn kólnar aftur breytast skilyrði á þessum slóðum. Þá hirða aðrir fiskinn. Skötuselurinn er verðmætur, að öllu jöfnu fæst um 50 prósentum hærra verð fyrir hann en fyrir þorskinn.“ hrs@frettabladid.is GRÉTAR MAR JÓNSSON Hann segir það koma á óvart hversu mikið er af skötusel á grunnslóð. Ástæða til að auka skötuselskvótann Grétar Mar Jónsson segir að mikið sé af skötusel og ástæða sé til að auka kvótann. Hærra hitastig sjávar ástæða aukningarinnar og nauðsynlegt að veiða fiskinn áður en skilyrði breytast og aðrir veiði hann. ■ Hafrannsókna- stofnun áttar sig ekki á hversu gott ástand stofns- ins er miðað við það sem áður hefur ver- ið. ÚTBREIÐSLA HEFT Í HONG KONG Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hef- ur gefið út þá yfirlýsingu að tek- ist hafi að hefta útbreiðslu bráðalungnabólgu í Hong Kong. Engin ný tilfelli hafa komið upp á svæðinu í þrjár vikur. Yfirvöld eru þó beðin að vera á varðbergi í ljósi fenginnar reynslu í Toronto í Kanada þar sem sjúkdómurinn braust út aftur eftir að hafa legið niðri í nokkrar vikur. ■ Bráðalungnabólga KJÖR Samkvæmt niðurstöðu Kjararannsóknarnefndar hækk- uðu regluleg laun um að meðal- tali um 5,1 prósent frá fyrsta ársfjórðungi 2002 til sama tíma í ár. Vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 1,9 prósent. Kaupmáttur launa hækkaði því um að meðaltali um 3,2 prósent. Launahækkun starfsstétta var á bilinu 3,8 prósent til 7,2 prósent. Laun kvenna hækkuðu á um- ræddu tímabili meira en laun karla, um 6,2 prósent á móti 4,6 prósentum. Laun á höfuðborgar- svæði hækkuðu um 5,2 prósent en laun utan höfuðborgarsvæðis um 4,9 prósent. Meðallaun á 1. ársfjórðungi 2003 byggja á upplýsingum um laun rúmlega 15 þúsund starfs- manna á almennum vinnumark- aði. Að meðaltali fengu launa- menn greiddar kr. 192.100 í regluleg laun. Meðaltal heildar- launa var kr. 245.500 og meðal- vinnutími 44,9 stundir. ■ Kjararannsóknarnefnd: Laun kvenna hækkuðu meir Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. Traustur banki HJÁLMAR STEINÞÓR BJÖRNSSON Ísafjörður: Lést af slysförum SLYS Maðurinn sem lést af slysför- um þegar hann hrapaði niður hlíð Kirkjubólsfjalls í Skutulsfirði hét Hjálmar Steinþór Björnsson. Hjálmar Steinþór var 43 ára gam- all, til heimilis á Ísafirði. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn frá fyrra hjónabandi. ■ ÓÐUR AF DRYKKJU Ölvuð kona var flutt á slysadeild klukkan sjö á sunnudagsmorgun með áfengis- eitrun. Um svipað leyti var öku- maður handtekinn í Borgartúni grunaður um ölvun. Þegar reynt var að ræða við manninn spark- aði hann í afturrúðu lögreglubíls- ins. Á lögreglustöðinni sparkaði hann síðan í lögreglumenn. ■ Lögreglufréttir M YN D /G S

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.