Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 22

Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 22
24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR20 Fréttiraf fólki Það var um síðustu jól sem viðákváðum fyrst, eða létum okkur dreyma um öllu heldur, að gera eitthvað í sumar annað en þessa venjulegu sumarvinnu, eins ágæt og hún nú er,“ segir Ás- laug. „Já, okkur langaði helst að gera eitthvað tónlistartengt en vissum ekki alveg hvernig við áttum að bera okkur að því eða nákvæmlega hvað við myndum gera,“ bætir Sigríður við. „Við sáum svo auglýsingu frá Hinu Húsinu varðandi skapandi sum- arstörf og þá duttum við niður á útvarpsstöð. Við byrjuðum strax að leggja línurnar, sömdum og sendum umsókn og fengum svo styrkinn bara í þarsíðustu viku.“ „Það er náttúrlega frábært að það sé þessi grundvöllur fyrir ungt fólk til að gera eitthvað skap- andi ef það hefur eitthvað fram að færa. Þetta framtak hjá Hinu Hús- inu er virkilega lofsvert, en við erum bara lítill hluti þeirra sem fengu svona vinnu,“ segir Bylgja. Sigga heldur áfram: „það er götu- leikhúsið, ýmsir tónlistarmenn, myndlistarfólk, ljóðlistarstarf og fleira í gangi, allt á þeirra vegum.“ En nánar um stöðina; á tímum Birgittuæðis og hiphopfárs, hvers vegna klassík? „Það er ein- mitt málið, sígild tónlist er fyrir alla og eins fjölbreytt og hugsast getur. Það vantar bæði klassíska útvarpsstöð og aukna kynningu á þessum menningarbanka,“ segir Áslaug ákveðin. „Á Sinfóníutón- leikum eru það alltaf sömu 20-30 unglingarnir sem mæta, eina unga fólkið í salnum. Svo eru plötuverslanir að minnka eða jafnvel loka sígildu deildunum sínum í hrönnum. Það þarf að spyrna við. Við viljum breikka þann fámenna hóp sem hlustar á klassík á unga aldri.“ „Dagskráin á Mandólín mun vara milli hálfátta á morgnana til sex,“ útskýrir Bylgja. „Kynning og spilun á tónlist verður aðalefnið. Fastir dagskrárliðir verða svo fjöl- margir; Tónskáld dagsins, flytjandi vikunnar, óperuumfjöllun, þáttur um tengsl tónlistar við önnur list- form og svo framvegis, auk þess sem við reynum að fá reglulega gesti í heimsókn. Annars verður vikudagskráin sett upp á vefsíðuna okkar, mandolin.is, sem við hvetjum alla til að heimsækja.“ Aðspurðar um nafngiftina segja þær einfaldlega að hún sé svo sumarleg og skemmtileg. „Mandólín er bara svo fyndið hljóðfæri,“ segir Áslaug og hlær. „Við viljum sýna fram á gleðina í tónlistinni en ekki bara hátíðleik- ann og alvöruna sem margir teng- ja við sígild verk. Þetta er sumar- verkefni, varir ekki það lengi og við viljum einfaldlega að þetta verði virkilega ánægjulegt fyrir áheyrendur og okkur.“ Útsending- ar Útvarps Mandólíns 98,3 hefjast 1. júlí og lýkur þann 30. ■ Fyrsta júlí fer ný útvarpsstöð í loftið, Útvarp Mandólín 98,3. Verkefnið er hluti af skapandi sumarstörfum Hins Hússins og þar verður einungis spiluð sígild tónlist. Fjórar vinkonur á 19. ári standa að baki stöðinni, sem sendir út allan júlímánuð. Sköllótti Shakespeare-leikarinnPatrick Stewart segist aldrei aftur ætla að leika í Star Trek- mynd, en hann varð frægur fyrir hlutverk sitt sem Kapteinn Jean- Luc Picard í þess- um þekkta vís- indaskáldskap. Þetta ákvað hann eftir slæmt gengi síðustu Trek-myndar, „Nemesis“. „Ég hef algjörlega sagt skilið við Star Trek eft- ir að Nemes- is gekk ekki eins vel og von- ast var til. Við erum öll svo- lítið vonsvikin og jafnvel soldið bitur því mörgum okkar fannst þetta í raun besta myndin í bálknum.“ Auk þess á Stewart erfitt með að sætta sig við að Trek-ferli hans ljúki svo mátt- laust. „Ég er ekki leiður að Star Trek sé búið, ég var tilbúinn fyr- ir það. Ég er leiður yfir að því ljúki með hvísli en ekki hvelli, sérstaklega þegar handritið var svo gott og leikurinn vel heppn- aður hjá öllum.“ Þeir sem litu augum hinn and-litsfríða Johnny Depp þessa dagana tækju eftir áberandi breytingu í útliti hans. Leikarinn er nefni- lega með kjaftinn fullan af gulli, gulltann- garð. Þetta er þó aðeins tíma- bundið ástand, en kapp- inn fékk nýju tennurnar fyrir hlutverk sjóræningja í stórsumarsmelln- um „Pirates of the Caribbean“. Svo þegar tökum lauk gat hann vart beðið eftir að komast aftur heim til Parísar og hafði ekki fyrir því að fjarlægja túlla- múnderinguna. Hann ætlar að fjarlægja þetta í vikunni, en lík- ar hins vegar ekkert allt of vel við tannlækna. MANDÓLÍN-GENGIÐ Áslaug Einarsdóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Sigríður Sunna Reynisdóttir og Bylgja Rún Svansdóttir. JOHNNY ENGLISH kl. 3.45 THE MATRIX R.. 5.30, 8, 10.30 b.i 12 BRINGING DOWN... kl. 3.45, 5.50, 8, 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 kl. 6NÓI ALBINÓI kl. 10 b.i. 12THE MATRIX RELOADED OLD SCHOOL kl. 3.45 5.50. 8 og 10.15 Lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. kl. 4 IDENTITY kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i 16 kl. 6 og 8 b.i. 12 Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20 b.i. 16 ára Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 16Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd í lúxus kl. 6 og 8.30 kl. 5.45, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... kl. 8 og 10 b.i. 16FILMUNDUR: TRYCKY LIFE XMEN kl. 10.15 bi 12 AGENT CODY B... kl. 3.40, 5.50 og 8 SKÓGARLÍF 2 með ísl. tali kl. 4 KANGAROO JACK kl. 4, 6, 8 og 10 Klassískt gaman í sumar Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. ÚTSALA ÚTSALA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.