Fréttablaðið - 24.06.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 24.06.2003, Síða 2
2 24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR „Auðvitað, ég kemst ekki hjá því.“ Ný Harry Potter-bók er að gera allt vitlaust í bóka- verslunum víða um heim. Snæbjörn Arngrímsson hjá Bjarti er útgefandi Potters hér á landi. Spurningdagsins Snæbjörn, hefur þú lesið Harry Potter? Alltaf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.800 kr. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 0 5. 20 03 Guðjón Þórðarson er í samstarfi við fjárfesta sem undirbúa kaup á Barnsley: Stjórnar liðinu náist samningar VIÐSKIPTI Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gærdag að Guð- jón Þórðarson, fyrrum þjálfari Stoke og íslenska landsliðsins, leiði hóp fjárfesta sem eigi í viðræðum við eiganda enska 2. deildar liðsins Barnsley um kaup á félaginu. Guðjón staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og segir að ef af kaupunum verði muni hann stjórna Barnsley á næstu leiktíð. Aðeins eru þrjú ár síðan Barnsley lék í ensku úrvalsdeildinni, en heldur hefur hallað undan fæti undanfarin ár. Peter Doyle, fyrr- verandi bæjarstjóri í Barnsley, keypti knattspyrnuliðið fyrir nokkrum mánuðum og hugðist rífa það upp, en það gekk ekki eftir og því vill hann nú selja. Peter Ridsdale, fyrrverandi stjórnarfor- maður Leeds, hefur átt í viðræðum við Doyle og munu þær vera ansi langt komnar. Fjárfestahópurinn sem Guðjón er í samstarfi við samanstendur ef einum Ís- lendingi, einum Rússa og nokkrum Bretum. Guðjón segir að hópurinn verði að hafa hraðann á því tíminn sé naumur. Aðspurður vill hann ekki svara því hvað Barnsley sé metið á, þar sem málið sé á viðkvæmu stigi. Hann segir félagið þó ekki vera mjög skuldsett. Fréttastofa BBC greindi frá því í gær að fjárfesta- hópurinn hafi fyrir skömmu átt í viðræðum við mjög stórt félag í Englandi um kaup. Guðjón segir þetta vera rétt, en vill ekki segja hvaða félag hópurinn hafi verið í viðræðum við. Þá segir hann að hugsanleg kaup á Barnsley hafi alls ekki átt að fara í fjölmiðla. Hins vegar hafi sést til hópsins vera að skoða að- stæður. ■ Með varnarhagsmuni Íslands að leiðarljósi Viðræðunefndir Íslands og Bandaríkjanna funduðu í gær um framtíð varnarliðssamningsins. Marisa Lino, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að varnarhagsmunir Íslendinga yrðu hafðir að leiðarljósi. VARNARLIÐIÐ Viðræðunefndir Ís- lands og Bandaríkjanna í varnar- liðsmálinu kynntu sjónarmið sín fyrir hvorri annarri á fundi í gær. Ekkert hefur verið látið uppi um efni fundarins, en ís- lenska nefndin, með Gunnar Snorra Gunnarsson, ráðuneytis- stjóra í utanríkisáðuneytinu, fer nú yfir málið með Davíð Odds- syni forsætisráðherra og Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra. Marisa Lino, forsvarsmaður bandarísku nefndarinnar, sagði eftir fundinn að varnarhagsmun- ir Íslendinga yrðu hafðir að leið- arljósi í málinu. Ekki er enn ljóst hvernig bandarísk stjórnvöld meta varnarhagsmuni Íslands í málinu, en Bandaríkjamenn hafa sýnt vilja til að skera niður í starfseminni á Keflavíkurflug- velli, sem og öðrum kaldastríðs- stöðvum. Málið er nú í biðstöðu þar sem nefndirnar tvær ráðgast við stjórnvöld. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti fundur verður, né hvor aðilinn boði til hans. Að sögn Lino byggðust við- ræðurnar á bréfaskiptum Bush Bandaríkjaforseta og Davíðs Oddssonar, en hvorugt bréfið hefur verið gert opinbert. Af- staða íslenskra stjórnvalda í mál- inu er skýr, en hún er að halda sem mestum varnarviðbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Mikilvægi bandarísku varnar- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli hefur farið dvínandi frá falli Sovétríkjanna, bæði í efnahags- legu tilliti fyrir Íslendinga og hernaðarlegu fyrir Bandaríkja- menn. Bandaríska varnarmála- ráðuneytið hefur nú almennt að leiðarljósi að herinn sé hreyfan- legur og er áherslan nú lögð á baráttu gegn hryðjuverkum og óvinveittum ríkisstjórnum í stað almenns og útbreidds viðbúnaðar vegna annars risaveldis. Uggur er í Keflvíkingum vegna málsins og óttast þeir að Bandaríkjamenn muni draga úr varnarviðbúnaði með þeim af- leiðingum að hundruð manna missi vinnuna. Um 1.600 Íslend- ingar starfa beint eða óbeint við varnarliðið, auk margfeldisá- hrifa í verslun og þjónustu. Frá falli Sovétríkjanna hefur herþot- um á vellinum verið fækkað úr tólf í fjórar og hermönnum fækk- að úr 3.300 í tvö þúsund. Rekstur varnarviðbúnaðar á Keflavíkur- flugvelli kostar Bandaríkjamenn 27 milljarða á ári. jtr@frettabladid.is Lykilstarfsmenn Bakkavarar utan Bretlands: Eignast meirihluta í dótturfélögum VIÐSKIPTI Sextán lykilstarfsmenn í fyrirtækjum Bakkavarar utan Bret- lands ætla að kaupa meirihluta í dótturfélögum Bakkavarar í sjö öðr- um löndum. Bakkavör Group hefur átt og rekið dótturfélög í Svíþjóð, Frakk- landi, Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi og Chile. Þessi starfsemi er nú seld sem ein heild. Kaupand- inn er nýtt félag, Fram Foods hf., sem áðurnefndir lykilstarfsmenn viðkomandi dótturfélaga eiga 51% í. Bakkavör mun þó eiga 19% í Fram Foods og Kaupþing 30%. Að sögn Bakkavarar er markmið félagsins 20 til 30 prósent vöxtur á hverju ári. Stjórnendur hafa ein- beitt sér að uppbyggingu í Bret- landi þar sem vöxtur markaðarins hefur verið mestur. Aðalfram- leiðsla Bakkavarar hefur verið kældir réttir, meðlæti og ídýfur sem félagið mun nú alfarið einbeita sér að. Hráefnið er hvítt kjöt og grænmeti. Heildarsöluverðið á dótturfé- lögunum nemur 3.440 milljónum króna. Salan færir Bakkavör 400 milljón króna söluhagnað og á að bæta lausafjárstöðu fyrirtækisins um tæpa 3 milljarða króna. Að auki söfnuðust 5 milljarðar í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Félagið ræður því yfir 8 milljörðum til nýrra verk- efna. ■ Sýslumannsráðning: Rannsóknar- skyldu ekki gætt ÚRSKURÐUR Sólveig Pétursdóttir, þá- verandi dómsmálaráðherra, gætti ekki nógu vel að rannsóknarskyldu við mat á umsækj- endum um embætti sýslumanns á Ísa- firði. Ofangreint er álit Umboðsmanns Alþingis. Annmark- ar á embættisveit- ingunni, sem fram fór í fyrra, séu þó ekki nógir til að ógilda hana. Einn tíu um- sækjenda um emb- ættið vísaði málinu til umboðs- manns. Hún taldi dómsmálaráð- herra ekki hafa verið nægilega upp- lýstan um alla umsækjendurna. Umboðsmaður segir ljóst að ákvörðunin hafi „ekki byggst á nægjanlega traustum grunni.“ ■ BÖRN Á LYFJUM Notkun verkja- stillandi lyfja hefur aukist gríð- arlega á meðal danskra skóla- barna. Ekkert bendir þó til þess að börn þjáist meira í dag en áður. Rúmlega helmingur danskra 15 ára stúlkna og 40% drengja taka höfuðverkjapillur í hverjum mánuði, sem er 100% aukning síðan 1988. FLEIRI ÓÁKVEÐNIR UM ESB Fleiri Norðmenn eru óákveðnir er kem- ur að afstöðunni til aðildar að Evrópusambandinu nú en í maí. Í nýrri könnun kemur fram að 14% hafa ekki gert upp hug sinn, 48,2% eru hlynnt aðild og 38,2% andvíg. Meirihluti íbúa Oslóar er fylgjandi aðild, en þó hefur and- stæðingum ESB fjölgað þar und- anfarið. Verktakar: Milljóna sekt fyrir skatt- svik DÓMSMÁL Framkvæmdastjóri verk- takafyrirtækis hefur verið dæmd- ur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot og skattsvik. Hann og fyrirtækið eiga að greiða tæpar 14 milljónir króna í sekt. Annar maður var í sama máli dæmdur í níu mánaða skilorðs- bundið fangelsi og til greiðslu 4,6 milljóna króna sektar. Sá hafði gef- ið út sjö tilhæfulausa reikninga fyr- ir samtals rúmlega 15 milljónir króna. Tveir óreglumenn skrifuðu upp á reikningana, sem lækkuðu skatta verktakans um 5 milljónir. Sami maður hefur verið dæmdur í öðru sams konar máli. ■ ■ Norðurlönd VINSAMLEGUR FUNDUR Marisa Lino, forsvarsmaður bandarísku sendinefndarinnar í varnarliðsmálinu, segir að varnarhagsmunir Íslendinga verði hafðir að leiðarljósi. KAUPHÖLL ÍSLANDS Bakkavör Group hefur selt öll dótturfélög sín utan Bretlands. Fyrirtækið verður því ekki með starfsemi á íslandi, en verður engu að síður skráð áfram í Kauphöllinni. Móðir leyniskyttu: Ásakar lögreglu JAMAÍKA, AP Móðir Lee Boyd Malvo, sem sakaður er um aðild að leyniskyttumorðunum í Bandaríkj- unum á síðasta ári, segist ekki hafa verið tekin alvarlega þegar hún kom á fund bandarísku lögreglunn- ar og varaði við því að sonur sinn væri í hættu vegna félagsskaparins við fósturföðurinn, John Allen Muhammad. Í viðtali við sjónvarps- stöð sagðist Una James hafa snúið sér til lögreglunnar í september 2001 og óskað eftir því að sonurinn yrði tekinn úr umsjá Muhammad. Lögreglan hefði aftur á móti ekkert aðhafst. „Þetta var þeim að kenna. Ég sagði þeim að sonur minn væri í hættu,“ sagði James. ■ SÓLVEIG PÉT- URSDÓTTIR Embættisveiting á ótraustum grunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Guðjón og félagar eru í samkeppni við Peter Rids- dale, fyrrverandi stjórnarformann Leeds, um kaup á Barnsley. Framsóknarmenn: Áhyggjur af R-listanum STJÓRNMÁL Formenn félaga ungra framsóknarmanna funduðu í gær með borgarfulltrúum Framsóknar- flokksins, þeim Alfreð Þorsteins- syni og Önnu Kristinsdóttur. Tilefni fundarins var sú ólga sem er í kringum Reykjavíkurlist- ann vegna ummæla Guðmundar Árna Stefánssonar, alþingismanns Samfylkingar, sem telur að Sam- fylkingin eigi að stefna að því að bjóða fram sér í næstu sveitar- stjórnarkosningum. Þá fór einnig fyrir brjóst samstarfsflokkanna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi borgarstjóri, rifjaði upp harkaleg viðbrögð samstarfsflokk- anna í vetur þegar hún ákvað að bjóða sig fram til Alþingis. Á fundinum í gær fóru Alfreð og Anna yfir stöðuna innan Reykjavík- urlistans. Innan Framsóknarflokks- ins eru háværar raddir um að slíta beri samstarfinu með það fyrir augum að ganga til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.