Fréttablaðið - 24.06.2003, Síða 10
24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR
KÓNGAFÓLK Óbeðinn gestur gerði
nokkurn usla í 21 árs afmæli Vil-
hjálms prins í Windsor-kastala
um helgina. Þar voru saman-
komnir 300 gestir í grímubún-
ingum sem tengdust Afríku að
einhverju leyti. Einhverra hluta
vegna átti boðflennan ekki erfitt
með að komast í gleðskapinn og
ryðjast upp á svið og trufla
prinsinn í miðri ræðu.
Maðurinn var umsvifalaust
hnepptur í varðhald og innanrík-
isráðuneyti Bretlands hefur haf-
ið rannsókn á því hvernig mað-
urinn komst inn í kastalann. ■
VILHJÁLMUR PRINS
Hélt ró sinni þegar ókunnur maður stökk
upp á svið í Windsor-kastala og truflaði
hann þegar hann var að þakka Karli, föður
sínum, og drottningunni, ömmu sinni, fyrir
að halda honum glæsilega afmælisveislu.
Afmæli Vilhjálms prins:
Boðflenna truflaði
gleðskapinn
RÍKISENDURSKOÐUN „Málið er í
vinnslu. Við erum að safna gögn-
um,“ segir Sigurður Þórðarson rík-
isendurskoðandi
um rannsókn á bók-
haldi Sölunefndar
varnarliðseigna.
Rannsóknin er til
komin vegna
ábendinga fyrrum
i n n k a u p a s t j ó r a
Sölunefndarinnar,
sem staðinn var að því að eiga við-
skipti framhjá sölukerfi stofnunar
sinnar. Við yfirheyrslur hjá lög-
reglu mun hann hafa sagt frá fjöl-
mörgum atriðum sem snúa að Al-
freð Þorsteinssyni forstjóra og
öðrum starfsmönnum. Sýslumað-
urinn á Keflavíkurflugvelli til-
kynnti utanríkisráðuneytinu um
þessar ávirðingar og ráðuneytið
ákvað samstundis að óska eftir víð-
tækri rannsókn ríkisendurskoðun-
ar á bókhaldi Sölunefndarinnar.
Þar er sérstaklega horft til bílavið-
skipta stofnunarinnar og þess
hvort sala á bifreiðum hafi verið
lögum samkvæmt. Einnig er um að
ræða umfangsmikil viðskipti með
þvottavélar og önnur amerísk raf-
tæki sem óheimilt var að flytja inn
á Evrópska efnahagssvæðið.
Ríkisendurskoðun hefur þegar
fengið bókhald Sölunefndarinnar
til skoðunar og búist er við því að
reynt verði að stemma það af við
nákvæmt bókhald Varnarliðsins
þar sem gerð er grein fyrir öllum
þeim vörum sem Sölunefndin
keypti af hernum til að flytja inn
til Íslands. Alfreð Þorsteinsson
hefur lýst því að hann óttist ekki í
neinu rannsóknina á stjórnsýslu
hans hjá Sölunefndinni, sem hann
stýrði um áratugaskeið.
Sigurður ríkisendurskoðandi
segir að rannsóknin sé viðamikil
og vill engu um það spá hvenær
henni ljúki.
Ríkissaksóknari hefur óskað
eftir frekari gögnum um mál inn-
kaupastjórans frá lögreglunni á
Keflavíkurflugvelli. Þess er beðið
að viðbótargögnin berist áður en
ákvörðun verður tekin um ákæru á
hendur manninum, sem sakaður er
um á annan tug lögbrota í starfi
sínu.
rt@frettabladid.is
VARNARLIÐIÐ
Ítarleg rannsókn fer fram á innflutningi Sölunefndar varnarliðseigna í framhaldi þess að innkaupastjóri fyrirtækisins var handtekinn.
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir viðbótargögnum vegna innkaupa-
stjóra Sölunefndar varnarliðsins, sem bíður ákæru. Ríkisendurskoðun
er að hefja viðamikla bókhaldsrannsókn.
Bókhaldið komið til
ríkisendurskoðunar
■
Rannsóknin er
til komin vegna
ábendinga fyrr-
um innkaupa-
stjóra Sölu-
nefndarinnar.
INDÓNESÍA, AP Indónesíski herinn
hefur flutt tugi skriðdreka til
Aceh-héraðs til að nota í herferð-
inni gegn uppreisnarmönnum.
Megawati Sukarnoputri forseti
segist þó enn binda vonir við að
hægt verði að leysa deiluna á milli
yfirvalda og aðskilnaðarsinna við
samningaborðið.
Stjórnarherinn stærir sig af
því að vel hafi gengið að kveða
niður andspyrnu aðskilnaðarsinna
í héraðinu og fjöldi uppreisnar-
manna hafi verið tekinn af lífi eða
handtekinn. Indónesískir fjölmiðl-
ar, sem hingað til hafa verið fylgj-
andi hernaði gegn aðskilnaðarsinn-
um, eru aftur á móti teknir að lýsa
yfir efasemdum um að beiting her-
valds sé rétta lausnin. ■
ÁTAKASVÆÐIÐ
Indónesískir fjölmiðlar eru í auknum mæli
teknir að gagnrýna aðferðir stjórnarhersins
í baráttunni gegn aðskilnaðarsinnum í
Aceh-héraði.
Herferð gegn aðskilnaðarsinnum:
Herinn beitir skriðdrekum