Fréttablaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 24. júní 2003 21
KVIKMYNDIR Hollywood-goðsögnin
James Dean var orðinn þreyttur á
kvikmyndaleik þrátt fyrir að hafa
aðeins leikið í nokkur ár þegar
skyndilegan dauða hans bar að. Svo
segir fyrrum vinur hans og leikari
Dennis Hopper í það minnsta.
Hopper segir að Dean hafi verið
kominn með upp í kok af fólki að
skipa sér fyrir. „Hann sökkti sér
svo í persónurnar að honum þótti
óþægilegt í hvert sinn sem eitt-
hvert fíflið bak við myndavélina
stoppaði hann af og truflaði á 5 sek-
úndna fresti. Við sáum líklega allt
það sem Jimmy ætlaði sér að gera
á tjaldinu, jafnvel þó hann hefði lif-
að.“ Hopper segir að Dean hafi haft
mikinn áhuga á leikstjórn og að
þangað ætlaði hann með feril sinn.
„Hann var kominn með handrit að
mynd sem hann ætlaði að leikstýra,
„The Actor“ átti hún að heita og
fjallaði um líf kvikmyndastjörnu.“
Hann dó áður en neitt af þessu
komst á koppinn. Dean ætlaði
aðeins að taka að sér eitt hlutverk í
viðbót,“ fullyrðir Hopper, sem
Rocky Graziano í „Somebody Up
There Likes Me“. Þegar Dean dó
voveiflega í bílslysi 1955 fékk Paul
Newman það hlutverk. ■
Vondar löggur
Höfundar Dark Blue eru af-skaplega uppteknir af spillt-
um og vondum löggum. Myndin
er byggð á sögu James Ellroy, en
hin frábæra LA Confidential var
gerð eftir skáldsögu hans og
handritshöfundur Dark Blue
skrifaði einnig handritið að
Training Day.
Það eru því kunnugleg stef
sem eru leikin í Dark Blue og það
má segja að myndin sé einhvers
konar samsuða upp úr fyrr-
nefndu myndunum og stendur
þeim báðum nokkuð að baki.
Kurt Russell leikur hér harð-
snúna löggu sem hikar ekki við
að beita bolabrögðum, rétt eins
og Russell Crowe í LA Con-
fidential, og báðir fylgja þeir fyr-
irmælum gerspilltra yfirboðara
sinna. Þá er Russell einnig að
skóla til nýliða í fautadeild lögg-
unnar, rétt eins og Denzel Wash-
ington í Training Day.
Fyrir utan það að hér er verið
að gera hluti sem hafa verið bet-
ur gerðir áður er eitthvað bogið
við handrit Dark Blue þannig að
hún kemst aldrei almennilega á
flug og slagkraftinn vantar. Það
má þó hafa gaman af myndinni á
köflum en það sem dregur hana
jafnóðum niður er fyrst og
fremst skelfilegur leikur. Það fer
Kurt Russell engan veginn að
leika illmenni og Scott Speedman
nær nýjum lægðum í vondum
leik í hlutverki félaga hans. Jaxl-
inn Ving Rhames leikur hins veg-
ar andstæðing þeirra félaga í
litlu hlutverki og klikkar ekki
frekar en fyrri daginn.
Þórarinn Þórarinsson
Umfjöllunkvikmyndir
DARK BLUE:
Leikstjóri: Ron Shelton
Aðalhlutverk: Kurt Russell, Scott Speed-
man, Ving Rhames
Kvikmyndagoðsögn:
Þoldi ekki að leika
JAMES DEAN
Varð stórstjarna á örfáum árum og hafði
áhrif á gífurlegan fjölda ungmenna.
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 MATRIX REL. kl. 10.10 b.i. 12
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 (Powersýning)
b.i. 12
Sýnd kl. 5.50 og 8 Sýnd kl. 6, 8 og 10
kl. 4, 6, 8 og 10ANGER MANAGEMENT
THEY kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 IDENTITY kl. 6, 8 og 10 b.i. 16
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
AXELROD OG SINATRA
George Axelrod sést hér, til vinstri, með
Frank Sinatra.
Skrifaði Breakfast at
Tiffany’s:
Axelrod
látinn
FÓLK George Axelrod handritshöf-
undur, sem meðal annars skrifaði
glamúrmyndina Breakfast at
Tiffany’s, lést um helgina. Axelrod
var 81 árs gamall og lést í svefni.
Axelrod skrifaði yfir 400 handrit í
lífinu en sló fyrst í gegn með hand-
riti myndarinnar Grái fiðringur-
inn, The Seven Year Itch, sem
skartaði Marilyn Monroe í aðal-
hlutverki.
Hann skrifaði einnig handrit
myndarinnar The Manchurian
Candidate, sem telst til einnar af
sígildu kvikmyndum sögunnar. ■
Kvikmyndin um græna trölliðThe Hulk setti met um frum-
sýningarhelgina nýliðnu í Banda-
ríkjunum. Alls
halaði myndin
inn 62,6 millj-
ónir dollara og
skaut þar
þriðju Austin
Powers-mynd-
inni ref fyrir
rass. Ang Lee,
sem þekktast-
ur er fyrir
mynd sína
Crouching Tiger, Hidden
Dragon, þykir hafa tekist að ljá
myndinni dýpt sem margar kvik-
myndir byggðar á teiknimyndum
skortir. Margir kannast við sög-
una um The Hulk en fyrir þá
sem ekki vita segir hún frá
drambsfullum vísindamanni sem
verður fórnarlamb eigin tilraun-
ar og breytist í skrímsli þegar
hann skiptir skapi.
Rúmenar fengu óvænt ókeypistónleika með Elton John um
helgina. Lítið sem ekkert hafði
selst af miðum á tónleikana, sem
voru allt of dýrir fyrir venjuleg-
an rúm-
enskan
meðal-
jón, en
miða-
verð var
á bilinu
11 til 80
dollarar
þar rétt
eins og
annars
staðar í
heimin-
um. Tón-
leika-
haldarar ákváðu því að opna
íþróttavöllinn þar sem tónleik-
arnir fóru fram fyrir almenningi
frekar en að láta stórstjörnuna
spila fyrir fáeinar hræður.
Áhorfendur voru víst mjög
ánægðir með tónleikana, sem
von er.
Garðyrkjumeistarinn ehf.
sími 552 6824 og 896 6824. Netfang kriarn@ismennt.is
Alhliða
garðyrkjuhandbók
Se
nd
um
í p
ós
tkr
öfu