Fréttablaðið - 24.06.2003, Síða 18
FÓTBOLTI Nýliðar Þróttar voru
prúðastir liða í fyrsta þriðjungi
Landsbankadeildar karla. Þróttar-
ar fengu átta gul spjöld í sex leikj-
um, þar af þrjú gegn Fylki í 5. um-
ferð.
Framarar og KA-menn fengu
einnig átta gul spjöld í fyrsta
þriðjungi deildarinnar en einum
Framara var vísað af velli og
tveimur leikmönnum KA. FH-ing-
ar og Eyjamenn fengu 14 gul
spjöld í þessum hluta mótsins, en
Hafnfirðingarnir hafa ekki fengið
rautt spjald, frekar en Þróttur og
KR. KA fékk hins vegar eitt fé-
laga tvo brottrekstra.
Gulu spjöldin í deildinni eru
orðin 98. Heimalið fengu 50 spjöld
en gestirnir 48, sigurlið 43 en
taplið 40. Fimmtán gul spjöld voru
gefin í jafnteflisleikjum.
18 24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR
■ Fótbolti
ROBERTO CARLOS
Roberto Carlos fagnar marki sínu gegn Athlet-
ic Bilbao á sunnudag. Carlos skoraði annað
mark Real Madrid í 3:1 sigri sem færði félag-
inu Spánarmeistaratitilinn í 29. sinn.
Fótbolti
A
U
G
L
Ý
S
I
N
G
A
S
E
T
R
I
Ð
Collector 33
Rafmagnssláttuvél
1000W rafmótor
27 ltr grashirðupoki
Euro 45
Bensínsláttuvél
4 hestöfl B&S mótor
55 ltr grashirðupoki
Silent 45 Combi
Bensínsláttuvél
4 hestöfl B&S mótor
55 ltr grashirðupoki
Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900
Park Comfort
Bensínsláttuvél
15,5 hestöfl B&S mótor
Slátturbúnaður að framan
Verð: 544.000
Estate President
Bensínsláttuvél, 13,5 hestöfl B&S mótor
250 ltr grashirðupoki
Verð: 354.000
Hágæða sláttuvélar
Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864
FÓTBOLTI Hollendingurinn Frank
Rijkaard verður næsti þjálfari
Barcelona samkvæmt vefsíðu
Mundo Deportivo. Hann tekur við
af Radomir Antic, sem þjálfaði fé-
lagið frá miðjum vetri. Antic tók
við af Louis van Gaal þegar
Barcelona var í mikilli fallhættu
og tókst að þoka félaginu upp í
sæti sem gaf þátttökurétt í UEFA-
bikarkeppninni.
Franklin Edmundo Rijkaard,
eins og hann heitir fullu nafni,
verður fjórði Hollendingurinn
sem þjálfar Barcelona en Johan
Cruyff, Louis van Gaal og Rinus
Michels eru meðal forvera hans.
Áður hafði Hollendingurinn Guus
Hiddink afþakkað boð Barcelona.
Rijkaard var einn af burðarás-
um hollenska landsliðsins sem
varð Evrópumeistari árið 1988.
Hann lék með Ajax frá 1980 til
1987, Real Zaragoza hluta leiktíð-
ar 1987-88, AC Milan 1988 til 1993
og Ajax að nýju 1993 til 1995.
Hann þjálfaði hollenska landsliðið
á árunum 1998 til 2000 og undir
hans stjórn komst liðið í undanúr-
slit Evrópumeistarakeppninnar. ■
Tapliðin í Landsbankadeild karla:
Fengu sjö af átta
brottvísunum
RIJKAARD
Frank Rijkaard verður
næsti þjálfari Barcelona.
DÓMARAR
Leikir
Bragi Bergmann 2
Egill Már Markússon 3
Erlendur Eiríksson 2
Eyjólfur Ólafsson 3
Garðar Örn Hinriksson 3
Gylfi Þór Orrason 4
Jóhannes Valgeirsson 4
Kristinn Jakobsson 4
Magnús Þórisson 3
Ólafur Ragnarsson 1
Samtals 29 98 8
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Spænska knattspyrnan:
Frank Rijkaard þjálfari Barcelona
Mike Newell verður næstiframkvæmdastjóri Luton
Town. Newell keppti um stöðuna
við Joe Kinnear og Steve Cotter-
ill, sem var stjóri Stoke City í
stuttan tíma í fyrra. Newell, sem
lék með Luton á árunum 1985 til
1987, hafði stuðning stjórnar og
hluthafa en það gerði útslagið að
hann sigraði í símakosningu
stuðningsmanna félagsins.
Eftirspurn eftir miðum á leikiá Evrópukeppni landsliða í
fótbolta á næsta ári hefur verið
töluvert umfram framboð. Rúm-
lega 500 þúsund pantanir bárust
í fyrstu lotu miðasölunnar, um
50 þúsund fleiri miðar en í boði
voru.
Spánverjinn José AntonioCamacho verður áfram þjálf-
ari portúgalska félagsins Ben-
fica. Camacho, fyrrum landsliðs-
þjálfari Spánar, tók við Benfica í
nóvember í fyrra og tókst að
stýra því í 2. sæti deildarinnar
sem gaf félaginu þátttökurétt í
undankeppni Meistaradeildar-
innar.
Þriðju Héraðakeppni UEFA(UEFA Regions Cup) lýkur
með úrslitaleik á laugardag.
Fjörutíu áhugamannalið hófu
keppni í fyrra en átta félög frá
Sviss, Aserbaídsjan, Frakklandi,
Hollandi, Ítalíu, Ungverjalandi
og Þýskalandi taka þátt í loka-
keppninni, sem fer fram í Þýska-
landi.