Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 14

Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 14
14 24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR SAMKEPPNISBROT Kastljósi sam- keppnisyfirvalda á Íslandi hefur á undanförnum árum verið beint í auknum mæli að stórfyrirtækjum. Samkeppnisstofnun hefur tek- ið hverja greinina á fætur annarri til skoðunar og mörg mál eru enn í rannsókn. Samkeppnisstofnun réðist til atlögu við olíufélögin þrjú með húsleit í höfuð- stöðvum fyrir- tækjanna laust fyrir jól árið 2001. Lagt var hald á gífurlegt magn af gögn- um. Meint sök olíufélaganna er brot á banni samkeppnislaga við verðsamráði og markaðs- skiptingu milli keppinauta, auk ólöglegrar samvinnu við gerð til- boða í útboðum. Síðan rannsóknin hófst hafa olíufélögin eitt af öðru gengið til samtarfs við Samkeppnisstofnun um að upplýsa málið. Fyrir sam- vinnuna eiga fyrirtækin von á lægri sektum en ella, hafi þau brotið samkeppnislögin. Tryggingafélög sex ár í skoðun Rannsóknin á olíufélögunum reyndist svo umfangsmikil að Samkeppnisstofnun brá á það ráð að skipta henni í tvennt. Frumnið- urstaða fyrri hluta rannsóknar- innar var send olíufélögunum til umsagnar í janúar á þessu ári. Eftir að öll félögin höfðu ítrekað fengið umbeðna fresti skilaði Esso loks inn sínum athugasemd- um. Olís og Skeljungur sögðust á endanum hins vegar ætla að bíða með sín andsvör þangað til frum- niðurstöður Samkeppnisstofnun- ar liggja fyrir í heild sinni. Vonast er til að það verði með haustinu og að heildarniðurstaðan verði feng- in áður en árið er á enda. Rannsókn hófst á trygginga- félögunum í september 1997. Samkeppnisstofnun gerði þá hús- leit vegna meints samráðs félag- SAMKEPPNISMÁL Gústaf Adolf Skúlason, kynningarfulltrúi Sam- taka atvinnulífsins (SA), segir samtökin telja mjög brýnt að sam- keppnislög verði endurskoðuð. „Við höfum lengi bent á að við- miðunarmörk vegna samruna fyr- irtækja eru hér allt of lág, bæði í samanburði við útlönd og í ljósi sí- fellt alþjóðlegri samkeppni. Það á ekki að vera hlutverk samkeppn- isyfirvalda að stýra uppbyggingu atvinnulífsins heldur á það að beinast gegn mismunun, til dæm- is vegna opinberrar íhlutunar og styrkja, og gegn misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ segir Gústaf. Frá síðustu endurskoðun sam- keppnislaga hafa að sögn Gústafs komið í ljós verulegir ágallar á réttarfari samkeppnismála hér- lendis: „Við leggjum til að Samkeppn- isráð verði lagt niður, jafnræði eflt og andmælaréttur tryggður. Við viljum miklu skýrari ákvæði um húsleit og haldlagningu gagna. Enn fremur þarf að færa sektarheimildir til fyrra horfs þannig að Samkeppnisstofnun sé það heimilt en ekki skylt að leggja á sektir,“ segir Gústaf. Einnig vilja SA að sett verði ákvæði um fyrningarfrest brota og viðmiðunarmörk svonefndrar minniháttarreglu vegna samráða í fyrirtækjum verði hækkuð til sam- ræmis við íslenskar aðstæður. ■ SAMKEPPNISBROT „Ég hef grun um að það sé víðar að finna sam- keppnishömlur og samráð en fram hefur komið,“ segir Jóhann- es Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna. „Samráð á markaði milli aðila er mjög dýrt fyrir neytendur. Þess vegna er mjög mikilvægt að samkeppnisyfirvöld séu virk og grípi inn í þar sem þau telja ástæðu til,“ segir Jóhannes, sem telur sérstaklega mikla hættu á samkeppnisbrotum á litlum mark- aði eins og þeim íslenska. Hann segir að tryggja beri að sam- keppnisyfirvöld geti á sem skemmstum tíma rannsakað mál og komist að niðurstöðu til að lág- marka tjón neytenda: „Rannsóknir taka því miður of langan tíma. Starfsmenn Sam- keppnisstofnunar gera það sem þeir geta en það þarf einfaldlega að efla stofnunina. Það eru mörg verkefni sem bíða samkeppnisyf- irvalda. Þau hafa farið fram af mikilli varkárni og unnið þau mál sem þau hafa farið í. Það sannar að þau vita hvað þau eru að gera.“ ■ GÚSTAF ADOLF SKÚLASON „Það þarf að færa sektarheimildir til fyrra horfs þannig að Samkeppnis- stofnun sé það heimilt en ekki skylt að leggja á sektir,“ segir kynningar- fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins segja marga galla á samkeppnislögum: Vantar skýrari ákvæði um húsleit TRYGGINGAFÉLÖG September 1997 Samkeppnisstofnun berst kvörtun vegna samsteypu trygginga- félaganna í fiskiskipa- tryggingum. Sam- starfinu slitið ári síðar en almenn rannsókn hafin á tryggingafé- lögum. 1999 - 2000 Ábendingar og erindi berast frá FÍB um bílatryggingar. Desember 2001 Frumniðurstaða Sam- keppnisstofnunar send tryggingafélög- um. 2002 Athugasemdir trygg- ingafélaganna berast Samkeppnisstofnun. Júní 2003 Vonast eftir lokanið- urstöðu á þessu ári. „...það er einfaldlega þannig með þessi meintu samráðsmál að rannsóknir þeirra eru mældar í árum. Samkeppnisbrot stórfyrirtækjanna Rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði tryggingafélaga og olíufélaga er ólokið. Rannsóknin á tryggingafélögunum hófst árið 1997. Frum- athugun stendur enn á meintum ólöglegum undirboðum Eimskips. SAMRÁÐ EÐA SAMKEPPNI? Í besta falli þykir einstaka sinnum vera blæbrigðamunur á bensínverði íslensku olíufyrirtækjanna. Myndirnar að ofan voru teknar í gær. JÓHANNES GUNNARSSON „Samkeppnisyfirvöld vita hvað þau eru að gera en þau þarf að styrkja,“ segir fram- kvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin gruna samkeppnisbrot víða: Mörg verkefni bíða yfirvalda Samkeppnisbrot: Opin stórmál OLÍUFÉLÖG Des. 2001 Húsleit hjá olíufélögun- um þremur. Janúar 2003 Frumniðurstaða úr fyrri hluta rannsóknarinnar send olíufélögunum. Apríl 2003 Olíufélagið (Esso) skilar athugasemdum vegna fyrri hluta. Olís og Skelj- ungur kjósa að bíða með athugasemdir þar til frumniðurstaða liggur fyrir í heild. Júní 2003 Stefnt að frumniður- stöðu seinni hluta rann- sóknar í haust og að málinu í heild ljúki með ákvörðun fyrir lok ársins. SKIPAFÉLÖG 22. ágúst 2002 Samskip kvarta undan meintum undirboðum Eimskips á samkeppnis- leiðum. 4. sept. 2002 Húsleit hjá Eimskipi. Júní 2003 Frumrannsókn stendur enn. Samkeppni Dæmi um verð: Áður Nú Jakkapeysa 4100 1600 Bómullarpeysa m/rennilás 5100 1900 Hettupeysa 5700 1900 Dömuskyrta 5200 1400 Tunika 5800 1900 Gallajakki 6600 1900 Sumarkjóll 4900 1800 Síð pils 5500 1700 ÚTSALA - ÚTSALA 60-90% afsláttur Ótrúlega lágt verð Síðumúla 13, 108 Reykjavík, sími 568 2870 Einnig úrval af dömu og herrabuxum á kr 900 Opið frá kl. 10-18

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.