Fréttablaðið - 24.06.2003, Síða 30
Framkvæmdastóri Verkfræð-ingafélags Íslands hefur lýst
yfir áhyggjum vegna atvinnu-
ástands hjá félagsmönnum sínum,
en eitthvað mun vera um atvinnu-
leysi í stéttinni. Höfðu menn
bundið vonir við verkfræðistörf
við Kárahnjúkavirkjun en ósk
ítalska verktakafyrirtækisins
sem þar sér um framkvæmdir,
um að fá að flytja inn ítalska verk-
fræðinga til starfans, sló heldur á
vonir íslenskra verkfræðinga í
þeim efnum.
Aðrar gamalgrónar mennta-
stéttir bera sig hins vegar betur á
vinnumarkaðnum. Til dæmis er
atvinnuleysi nánast óþekkt hjá
lögfræðingum og það sama má
segja um tannlækna:
„Atvinnuástand hjá lögfræð-
ingum er mjög gott og ég veit ekki
betur en að allir sem útskrifast fái
vinnu strax,“ segir Ingimar Inga-
son, framkvæmdastjóri Lög-
mannafélags Íslands. „Mjög hefur
færst í vöxt að stórfyrirtæki ráði
lögfræðinga til vinnu þar sem allt
starfsumhverfi er orðið miklu
flóknara en áður var. Þá hafa
verðbréfa- og fjármálarfyrirtæki
einnig sóst eftir lögfræðingum.
Allt hjálpar þetta til,“ segir hann.
Svipaða sögu er að segja af
tannlæknum. Þrátt fyrir mikla
fjölgun þeirra veit starfsfólk á
skrifstofu Tannlæknafélagsins
ekki um neinn tannlækni á at-
vinnuleysisskrá:
„Í félaginu eru nú 309 tann-
læknar og þar af má gera ráð fyr-
ir að um 270 séu starfandi,“ segir
Anný Antonsdóttir á skrifstofu
tannlæknafélagsins. „En hjá tann-
læknum eins og öðrum er það
þannig að sumir eru að kafna í
verkefnum á meðan aðrir hafa
minna. Ég veit til þess að tann-
læknar sem hafa viljað leigja út
stóla á stofum sínum hafa ekki
fengið miklar undirtektir frá
starfsbræðrum sínum. Það bendir
til þess að allir tannlæknar hafi
nóg að gera,“ segir Anný.
eir@frettabladid.is
Hrósið 30 24. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Þetta er umtalsverð vinna en égget nú samt ekki sagt að ég hafi
legið yfir þessu daga og nætur,“
segir Stefán Ingi Valdimarsson,
sem náði þeim einstaka árangri að
útskrifast með BS-próf frá stærð-
fræðiskor raunvísindadeildar Há-
skóla Íslands með meðaleinkunn-
ina 10,00.
„Ég hafði mjög gaman af þessu
og hef mikinn áhuga á stærðfræð-
inni,“ segir Stefán Ingi og neitar
því ekki að hann sé í þessu af lífi
og sál og reikni svolítið með hjart-
anu. „Ég er mjög ánægður með
þennan árangur enda átti ég ekki
von á að þetta færi svona.“
Stefán Ingi segist alltaf hafa átt
auðvelt með að reikna og hann hafi
áttað sig á því í menntaskóla að
hann ætti eftir að leggja stærð-
fræðina fyrir sig. „Ég var á eðlis-
fræðibraut í MR og keppti fjórum
sinnum í stærðfræði á þeim árum
og ætli það megi ekki segja að ég
hafi fundið það þá að þetta væri
það sem ég vildi gera. Mér hefur
alltaf þótt stærðfræðin spennandi
og hún hefur hentað mér vel.“
Stefán Ingi heldur til Edinborg-
ar í doktorsnám í haust. „Það verð-
ur bara meiri stærðfræði,“ segir
hann um námið. Hann verður þó
ekki einn í Skotlandi þar sem
kærastan hans er á leiðinni í sama
skóla en hún er að ljúka sama námi
á laugardaginn. Þrátt fyrir að þau
hafi átt samleið í náminu segir
Stefán Ingi að möguleikarnir á
samvinnu séu litlir í stærðfræð-
inni. „Þetta er að langmestu leyti
einstaklingsvinna. Hópverkefni
eru mjög lítill hluti af náminu og
prófin gilda yfirleitt 100%.“ ■
Persónan
STEFÁN INGI VALDIMARSSON
■ útskrifaðist frá stærðfræðiskor raunvís-
indadeildar Háskóla Íslands með meðal-
einkunnina 10,00 á laugardaginn. Þetta
er einstakur árangur en Stefán tekur
meðaltalinu með jafnaðargeði enda nýt-
ur hann þess af lífi og sál að reikna.
Imbakassinn
...fá gleraugnasalar fyrir að stilla gleraugu
fyrir fólk endurgjaldslaust því fátt er ókeypis
nú til dags.
Fréttiraf fólki
Reiknar með hjartanu
Innheimtustjóri afnotagjaldaRíkisútvarpsins er að láta af
störfum. Halldór Kristjánsson
hefur starfað hjá Ríkisútvarp-
inu í 16 ár, sem auglýsingastjóri
og nú síðast sem innheimtu-
stjóri. Hefur Halldór ráðið sig
til Byggðastofnunar og mun
starfa þar á þróunarsviði. Hall-
dór flyst fyrir bragðið norður á
Sauðárkrók, þar sem höfuð-
stöðvar Byggðastofnunar eru,
ásamt eiginkonu sinni en börn
þeirra hjóna eru flogin úr
hreiðri og fylgja því ekki með.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Gauti B. Eggertsson.
Charles Taylor.
Beyoncé Knowles.
STEFÁN INGI VALDIMARSSON
Á prófskírteini hans verða 25 námskeið,
samtals 91 eining, þar af 89 einingar eða
24 námskeið með einkunn. Í hverju þess-
ara 24 námskeiða er Stefán Ingi með ein-
kunnina 10,00 en í einu tveggja eininga
skyldunámskeiði er ekki gefin töluleg eink-
unn heldur er námsmatið: „Lokið“.
Atvinna
■ Farið er að bera á atvinnuleysi hjá
verkfræðingum en lögfræðingar bera sig
betur enda hefur atvinnutækifærum
þeirra fjölgað. Tannlæknar una einnig
sáttir við sitt.
Betra hjá tannlæknum
en verkfræðingum
Í STÓLNUM
Tannlæknar kvarta ekki yfir
verkefnaskorti en um 270
eru starfandi hér á landi –
einn á hverja þúsund íbúa.
Rólegir, strákar!
Þetta er bara meinlaus
flúortöfluslanga!
HRIST!
SKRÖLT!