Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 32

Fréttablaðið - 24.06.2003, Side 32
Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Buxur, vesti 2 lítraraf kók ogsnakkpokifrá Maarudfylgir með íkaupbæti Góð vinkona er umkringdmerkjafíklum. Þeir reyna stund- um á þolrifin þar sem hún er ekki fíkill sjálf og þar sem þetta fólk hennar leitar sér ekki lækninga, en umfaðmar þess í stað sjúkdóminn og sekkur sífellt dýpra í neysluna. Desíl, Spesíl, Katrín Milló, Kússí, Búbbílú og Bibbidíbú lifa góðu lífi á því að næra sjúklingana, sem stynja af ánægju þegar þeir hafa tæmt vasa sína og keypt sér svo sem eina vel merkta tusku. UNGLINGURINN hennar er í harðri merkjaneyslu. Dag einn kom hann blaðskellandi og hafði fórnað al- eigunni í Snikksnakk í notaðar ítalsk- ar hermannabuxur. Hann borgaði að sjálfsögðu aukalega fyrir nokkrar málningarslettur og göt sem stöguð höfðu verið af ítölskum dáta með ull- argarni á góðviðrisdegi í herbúðum suður á Ítalíanó. Brækurnar entust ekki langt fram eftir vetri og svo fór að saumar gáfu sig og gliðnuðu enda búið að heyja heilu styrjaldirnar í brókunum góðu og aðeins svo mikið sem buxur þola af lífsreynslu. EINN HIMNESKAN veðurdag rakst móðirin á nýjar slíkar buxur í Náttfatalagernum. Að vísu ekki við- urkennt fíklamerki, en hún keypti brókina samt, enda kostaði hún við- líka og lítið handklæði. Heim komu nýju buxurnar, reynslulausar með öllu, höfðu aldrei háð styrjaldir, tek- ið þátt í málningarvinnu eða verið stagaðar með ullargarni. Unglingur- inn horfði tortrygginn á móður sína, vissi enda að hún hafði ekki hundsvit á merkjum og spurði styggur: Hvar fékkstu þær? Bara í lítilli búð á Laugavegi, svaraði móðirin forhert. Hvaða búð? spurði unglingurinn. Æ, Í TÍSKUBÚÐ sem gæti hafa heitið Fissfuss. Unglingurinn smeygði sér í brókina og skoðaði hana brúnaþungur. Móðirin greip þá til sinna ráða. Ef þú ætlar ekki að eiga þær þá skila ég þeim. Þær kost- uðu formúu. Brúnin á ungmenninu lyftist. Voru þær dýrar? spurði æskulýðsfulltrúinn áhugasamur. Já, heldur betur, svaraði móðirin. Tán- ingurinn sprangaði að speglinum með glott á vör og skoðaði sig betur. Hálfri klukkustund síðar hentist hann inn á gólf: Mamma, þetta eru geðveikar buxur. Takk fyrir mig. Móðirin sneri sér undan: Eitt núll fyrir mig og Náttfatalagerinn, taut- aði hún sigri hrósandi. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.