Fréttablaðið - 28.06.2003, Page 12

Fréttablaðið - 28.06.2003, Page 12
12 28. júní 2003 LAUGARDAGUR Fótboltaheimurinn virðist verabúinn að jafna sig eftir vista- skipti David Beckham. Líkast til magnast umræðan aftur þegar nær dregur deildakeppnunum á Englandi og Spáni. Enska deildin hefst 16. ágúst og sú spænska hálfum mánuði síðar. Sir Alex Ferguson hefur áður tekið umdeildar ákvarðanir í leik- mannamálum á þeim tíma sem hann hefur stýrt United. Sumarið 1995 seldi hann Paul Ince til Inter Milano og Andrei Kanchelskis til Everton og Mark Hughes fór til Chelsea án endurgjalds. Þetta gerði hann til að rýma til fyrir ungum leikmönnum á borð við Beckham, Butt og Scholes. United steinlá í fyrsta leik gegn Aston Villa og Alan Hansen lét þessi fleygu orð falla: „Þú vinnur ekk- ert með stráklingum.“ Strákling- arnir unnu samt bæði deild og bik- ar vorið eftir. Hér á eftir verða rifjaðar upp skoðanir nokkurra aðila á helstu þáttum sölunnar á David Beck- ham. Ástæðan fyrir sölunni „Yfirleitt þegar leikmaður á eftir tvö ár af samningi sínum endurnýjum við samninginn eða sættum okkur við að það sé best að hann fari annað og að við fáum tekjur af sölunni,“ sagði Peter Kenyon, stjórnarformaður Manchester United, í viðtali við Manchester Evening News. „Það er hins vegar óskynsamlegt að láta bestu leikmennina fara fyrir ekkert þegar samningur þeirra rennur út.“ Ted Beckham, faðir leikmanns- ins, hefur aðra skoðun. „Ég virði Alex Ferguson en í þetta skipti gekk hann of langt. Mér finnst hann hafa rekið rýting í bakið á okkur. David sagði mér að hann langaði til að spila, hann vildi ekki veslast upp með varaliðinu. Hann sá hvað kom fyrir Dwight Yorke og hann vildi ekki að það sama henti sig. Ég er viss um að hann hefði skrifað undir nýjan samn- ing. Hann á stórkostlegt hús og fjölskyldunni leið vel.“ Alan Hansen hjá BBC velti fyr- ir sér samskiptum Ferguson og Beckham. „Umræðan hefur mikið snúist um hvort Beckham hafi verið seldur vegna vandamála milli hans og Ferguson. Ég held að það sé ekki rétt. Ég held að salan sé fjárhagsleg ákvörðun.“ „Það var svo margt í daglegu lífi Beckham utan vallar að kanns- ki hefur Sir Alex Ferguson fund- ist að hann hafi ekki verið 100% trúr Manchester United.“ sagði Mark Lawrenson, fyrrum sam- herji Hansen í Liverpool-vörn- inni, í dálki sínum á BBC-vefnum. „Við höfðum samband við ráð- gjafa Beckham um miðjan maí með framlengingu á samningi hans í huga en fengum ekki já- kvæðar undirtektir,“ sagði Kenyon við Manchester Evening News. „Um svipað leyti höfðu nokkur ítölsk og spænsk félög samband við okkur og höfðu áhuga á að kaupa Beckham. Ráð- gjafar leikmannsins sögðu okkur að erlend félög hefðu haft sam- band við þá vegna Beckham. Eftir þetta var það verkefni okkar að ná réttum samningi fyrir félagið og verkefni ráðgjafanna að gera það sama fyrir Beckham. Ég held að báðum hafi tekist það.“ Verðið Phil McNulty, helsti fótbolta- skríbent BBC, tekur svipaða af- stöðu og United og segir að félag- ið hafi fengið fullkomlega við- unandi tilboð í 28 ára leikmann sem var langt kominn með sinn samning. „Það var skynsamlegt að samþykkja tilboð í leikmann sem er ekki inni í framtíðarplön- um félagsins. Ferguson og Manchester United vissu að það var mögulegt að Beckham léti samninginn renna út og þetta var rétti tíminn til að selja.“ Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, telur hins vegar að David Beckham hafi verið seldur á „tilboðsverði“ vegna deilna sinna við Ferguson. „Persónuleg vandamál í samskiptum Beckham og Ferguson lækkuðu örugglega verðið.“ „Þegar allt kemur til alls er ég sammála Wenger. Mér finnst að David hafi verið seldur of ódýrt,“ sagði Ted Beckham. Skóatvikið Atvikið þegar Ferguson spark- aði fótboltaskó í höfuð Beckham eftis 0:2 tap gegn Arsenal í bikar- keppninni komst aftur í umræð- una þegar Beckham var seldur til Real Madrid. Ted Beckham segir að atvikið hafi ekkert með söluna að gera. „Ég held að fram- kvæmdastjóranum hafi verið brugðið. Þetta hefði getað orðið alvarlegt. Umtalið um að hann hafi ekki beðist afsökunar er bull.“ George Best telur að atvikið sé ástæðan fyrir brotthvarfi Beck- ham. Hann segir að þó Ferguson og Beckham hafi reynt að gera lít- ið úr því munum við síðar heyra aðra sögu. „Við munum að minnsta kosti heyra aðra sögu í september. Ég hef það eftir áreið- anlegum heimildum að David verði ekki sami diplómatinn. Hann mun segja allt.“ Lífið á Spáni Alan Hansen velti fyrir sér væntingunum sem bíða Beckham hjá Real Madrid. „Nýir leikmenn á Englandi fá yfirleitt tíma til að laga sig að aðstæðum. Beckham fær ekki tíma til þess enda eru áhorfendur þar sérstaklega óþol- inmóðir. En Beckham er maður stóru stundanna og mun standast álagið.“ Sjálfur sagði Beckham í sinni yfirlýsingu: „Ég hef gengið til liðs við stórkostlegt félag. Ef ég átti einhvern tímann eftir að yfirgefa United þá var það draumurinn að fara til Real Madrid. Þegar United fékk niðurstöðu í peningahliðina lá endanleg ákvörðun hjá mér. Fyrir mér er þetta góð ákvörðun. Ég er orðinn leikmaður Real Madrid og ég hlakka til. Þetta verður spennandi fyrir alla fjöl- skylduna mína.“ Áhrifin á Manchester United „Liðið hefur sannað, að vissu marki, að Beckham er ekki ómissandi,“ skrifaði Phil Mc- Nulty. „Ruud van Nistelrooy og Paul Scholes eru áhrifameiri karakterar í Old Trafford-leikhús- inu. Beckham verður ekki besti Er viss um að United muni eflast David Beckham telur að Manchester United muni eflast en skiptar skoðanir eru um söluverðið, styrk United án Beckham, áhrif skóatviksins, aðdraganda sölunnar og flestu því sem snýr að vistaskiptum leikmannsins. BECKHAM OG ROBERTO CARLOS David Beckham og Roberto Carlos hafa oft mæst í leikjum Manchester United og Real Madrid og Englands og Brasilíu. Þeir verða sam- herjar frá og með næsta hausti. BECKHAM Frægasti leikmaður Bretlandseyja en ekki eru allir á því að hann sé bestur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.