Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 28.06.2003, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 28. júní 2003 leikmaður Real því hann var ekki besti leikmaður United. Hann á virðingu skilið fyrir feril sinn hjá United. Hann átti þátt í sögu United og verður minnst af hlý- hug vegna þess en aldrei í sömu andrá og George Best, Denis Law, Bobby Charlton eða Eric Cantona. Þeir yfirgáfu allir Old Trafford en lífið hélt áfram. Beckham er að- eins enn eitt nafnið á þessum lista.“ Gary Neville, leikmaður United, hafði svipaða afstöðu: „Ég veit að Becks er sama þó ég segi að félagið muni lifa af brotthvarf hvaða leikmanns sem er, hvort sem það er Cantona, Schmeichel, Robson eða Hughes. Við munum halda áfram eftir að Beckham er farinn en hann skilur eftir margar góðar minningar og hefur nokkr- ar stórkostlegar með sér héðan.“ Arsene Wenger telur hins veg- ar að salan marki endalok tíma- bils á Old Trafford. „Einn þeirra þátta sem gerðu Manchester öfl- ugt er að hverfa og samstaða leik- mannanna er að byrja að bresta.“ Mark Lawrenson bar saman stöðu United og Juventus. „United hefur tækifæri til að kaupa þrjá leikmenn í heimsklassa í stað Beckham svo ég held að þetta séu frábær viðskipti af hálfu félagsins. Þegar Juventus seldi Zinedine Zidane til Real Madrid héldu allir í Tórínó að það væru endalokin hjá félaginu. Juventus hefur unnið tvo titla síðan hann fór.“ George Best segir hins vegar að Sir Alex Ferguson hafi gert stórkostleg mistök í því að selja Beckham til eins af keppinautum United í Meistaradeildinni. „Þetta eru stórkostleg mistök sem Alex Ferguson mun iðrast. Hann hefur látið tilfinningarnar ráða.“ Roy Keane sagði: „Það er leið- inlegt að hann sé að fara en ég veit að framkvæmdastjórinn ger- ir það sem er best fyrir Manchest- er United. Ef hann telur það best fyrir United að selja Becks þá er í lagi að hann geri það.“ Beckham sagði í kveðjuyfirlýs- ingu sinni: „Ég óska Manchester United góðs gengis og með jafn áhrifamikinn fyrirliða og Roy Keane er ég viss um að liðið mun halda áfram að eflast.“ ■ ALEX FERGUSON OG DAVID BECKHAM Framkvæmdastjórinn og leikmaðurinn hafa unnið saman í rúman áratug.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.