Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2003, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 28.06.2003, Qupperneq 18
Flestum bílum er fært í Kerl-ingarfjöll yfir sumarmánuð- ina. Áætlunarbílar ganga frá Reykjavík og Akureyri yfir Kjöl yfir sumartímann og lagt er af stað að morgni frá báðum stöðum. Það tekur um það bil 3-4 tíma að aka frá Reykjavík eða Akureyri til Kerlingarfjalla. Áætlunarbíl- arnir fara ekki í Kerlingarfjöll, en hægt er að hringja í síma 852 4223 áður en lagt er af stað og láta sækja sig gegn vægu gjaldi á vegamót Kjalar og Kerlingar- fjallavegar. Veitingastaður er á staðnum fyrir allt að 80 manns, setustofa og svefnpokapláss fyrir 28. Einnig er hægt að gista í smáhýs- um, þannig að 120 manns geta hæglega gist innanhúss. Þá eru tjaldstæði á eyrum Ásgarðsár. Á staðnum eru baðhús, heitir pottar og lítil dísilrafstöð, en raf- magn er að mestu framleitt í Sælufossvirkjun. Fyrir yngri kyn- slóðina eru trampólín og rólur og að sjálfsögðu umhverfi sem gleð- ur jafnt unga sem aldna. Þá er á svæðinu hestagirðing og aðstaða til að taka á móti stórum hópum hestamanna. ■ Áhugamannafélagið Fannborg,sem meðal annars samanstend- ur af gömlum Kerlingarfjallajöxl- um, ákvað fyrir þremur árum að Kerlingarfjallasvæðið mætti ekki drabbast niður þrátt fyrir snjóleys- ið og nú er þarna frábær aðstaða fyrir ferðamenn. Munurinn er bara sá að í dag skilur fólk skíðin eftir heima, en tekur í staðinn með sér góða gönguskó. Þar með er því ekk- ert að vanbúnaði að leggja land undir fót og virða fyrir sér nátt- úruperlurnar. Í Kerlingarfjöll er farið frá Kjalvegi inn, yfir þrjú vatnsföll, Fossrófulæk, sem er lítill og mein- laus, Blákvísl, sem er nokkuð stærri, en hættulaus yfir að fara, og Ásgarðsána, sem nú hefur verið brúuð. Þegar komið er yfir Ás- garðsána er ekið upp allbratta brekku og síðan eftir malarási með gil Ásgarðsárinnar á hægri hönd. Stuttu síðar opnast sýn inn í Ás- garð, þar sem Fannborg hefur byggt upp aðstöðu sína. Glaðbeittir vinnumenn Í Kerlingarfjöllum þessa helgi voru glaðbeittir harðjaxlar við vinnu og rétt nýbúnir að leggja nýjan dúk á eldhúsgólfið þegar blaðamaður leit inn. „Það kom nú reyndar í ljós að gólfið var morkið undir vaskinum og ekkert við því að gera nema smíða nýtt gólf,“ sögðu smiðirnir brosmildir og horfðu stoltir yfir dagsverkið. Á öðrum stað var verið að rífa niður gamla innganginn í aðalbygging- unni, koma hreinlætisaðstöðunni í gagnið, hreinsa smáhýsin, sem „heimamenn“ kalla nípur, og gera allt klárt fyrir ferðamenn. Ráðs- maðurinn var mættur ásamt eigin- konu og dóttur og fyrr en varði voru komnir dúkar og blóm á borð, að ógleymdri snarkandi matarlykt- inni, sem barst um húsið og æsti upp hungrið í viðstöddum. Snjórinn farinn – en svæðið dýrðlegt eftir sem áður Jónas Kjerúlf er Fannborgar- maður og bílstjóri til fjölda ára. Hann kann margar sögur af svaðil- förum í fjöllin og það örlar á eftirsjá þegar Jónas rifjar upp gömlu ferðirnar. En nú hefur skíða- iðkun lagst af sökum breytinga í snjóalögum og því er áherslan lögð á gönguferðir og aðra útivist. Það er næstum hægt að segja að Jónas þekki Kerlingarfjöllin eins og lófana á sér, en hann segir fjöll- in þyrpingu tinda og eggja sem nái yfir um það bil 150 ferkílómetra svæði. „Ferðafélag Íslands byggði skála í Ásgarði 1937-38,“ segir Jónas, „en það var svo ekki fyrr en 1961 sem menn fóru að kanna möguleika til skíðaiðkunar í Kerl- ingarfjöllum. Þar fór auðvitað fremstur í flokki Valdimar Örn- ólfsson, en í framhaldi af því hóf félagið Fannborg ehf. starfsemi árið 1963.“ Félagið byggði upp öfluga starf- semi í Ásgarði, gisti- og mötuneyt- isaðstoðu, vatnsveitu, rafveitu, frá- veitur, heita potta, skíðalyftur, vegi og annað sem til þurfti vegna starf- seminnar. Fjöllin sjást mjög langt að og hæstu tindarnir eru í 1.500 m hæð yfir sjó. Hæstu tindarnir eru Loðmundur, sem er 1.432 m, og Snækollur, sem er allra hæstur, eða 1.477 m. Kerlingin í fjöllunum Kerlingin sem fjöllin draga nafn sitt af er samkvæmt gamalli þjóð- trú af tröllkonuætt, um 25 metra hár drangur úr móbergi sem stend- ur sunnan í Kerlingartindi. „Sam- kvæmt gamalli trú er talið að þar sé komin tröllkerling sem dagaði uppi og varð að steini,“ segir Jónas. „En vegna þess hversu sárasjaldan menn fóru á þessar slóðir fyrr á öldum er svæðið lítt þekkt. Þjóð- sögur benda þó til að Kerlingarfjöll hafi fyrrum verið griðarstaður úti- legumanna og trölla,“ segir hann og bendir á að ofan af Snækolli sé í góðu skyggni hægt að sjá til hafs bæði í suðri og norðri. „Þá má ekki gleyma jarðhitasvæðinu sem er á söðlinum milli ánna, en það mun vera meðal stærstu jarðhitasvæða á landinu,“ segir Jónas. Vinnugleðin og fjörið smitandi Meðan á dvöl blaðamanns í Kerlingarfjöllum stóð gerðust þar undur og stórmerki. Ungir og gamlir voru virkjaðir til vinnu og undir skemmtilegri og öruggri leiðsögn Friðriks Pálssonar, eins stjórnarmanna í Fannborg, og Jónasar Kjerúlf, fékk blaðamaður að upplifa ævintýri engu líkt. Með- al annars var farið niður á Hvera- svæðið í brúarsmíði, bílnum lagt á tindinum og brúarefnið borið niður brattar fjallshlíðarnar, sem blaða- manni fannst að væru að minnsta kosti milljón, ef ekki „skrilljón“ metra háár. Jónas var þó fljótur að leiðrétta þann misskilning og gerði þar með afrekið ögn ómerkara. En gaman var það. Brúin var smíðuð í grenjandi slagveðri og sól á víxl og stendur nú í botni dalsins svo ferðamönnum sé auðvelt í framtíð- inni að komast að gönguleiðum hin- um megin árinnar. Eftir dýrðlegan kvöldverð var svo lagt af stað í ökuferð um fjöllin og endað í pott- inum góða inn með Ásgarðsá, sem var á föstudagskvöldinu gamalt ryðgað baðkar, en hafði deginum eftir verið breytt í náttúrulegan pott með gosbrunni í miðjunni. Paradís í einskismannslandi, langt, langt úti í óbyggðum. edda@frettabladid.is 18 28. júní 2003 LAUGARDAGUR Hole in One • Bæjarlind 1-3 • sími 577 40 40 • www.holeinone.is Golfskór TILBOÐ 6.500 FARA GOLFSKÓR 4.500KR TILBOÐ NÝTT Í HOLE IN ONE 6.500 FARA GOLFSKÓR 4.500KR TILBOÐ „Bjarnastaða- beljurnar“ ekki lengur aðalsmellurinn Ekkert mál að komast í Kerlingarfjöll GAMLI INNGANGURINN FÉKK AÐ FJÚKA Nú er inngangurinn virðulegri eins og sæmir alvöru gistiskála. AÐALSKÁLINN Í KERLINGARFJÖLLUM Boðið er upp á gistingu fyrir allt að 120 manns í aðalskála og smáhýsum í kring. HEITUR POTTUR VIÐ BORHOLUNA Þegar keyrt er um það bil kílómetra upp með Ásgarðsánni blasir við þessi dýrðlegi pottur, sem rúmar auðveldlega 20 manns. JARÐHITASVÆÐIÐ ER FEGURRA EN ORÐ FÁ LÝST Á Kerlingarfjallasvæðinu eru merktar gönguleiðir, sem henta bæði vönum göngugörpum og þeim sem styttra eru komnir. SMIÐIRNIR LÉTU SIG EKKI MUNA UM AÐ BYGGJA NÝTT GÓLF „Ef gólfið er morkið byggjum við bara nýtt,“ sögðu þeir. Svo var dúkurinn lagður. Þegar blaðamann bar að garði í Kerlingarfjöllum um miðjan mánuðinn var þar allt á útopnu og menn unnu sér engrar hvíldar við að undirbúa svæðið fyrir ferða- menn sumarsins. Það er nefnilega reginmisskilningur að ekkert sé um að vera í Kerlingarfjöllum eftir að snjórinn hvarf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.