Fréttablaðið - 28.06.2003, Síða 28

Fréttablaðið - 28.06.2003, Síða 28
28. júní 2003 LAUGARDAGUR28 FOOSBALL Talið er að leikurinn hafi fyrst orðið til í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar. Þar í landi, og víðs vegar í Evrópu, er spilið jafn al- gengt á börum og billjardborð eða píluspjald. GULL PLÁNETTAN m/ísl. kl. 2 JOHNNY ENGLISH kl. 2, 3.45 THE MATRIX R.. 5.30, 8, 10.30 b.i 12 BRINGING DOWN... kl. 3.45, 5.50, 8, 10.20 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓI kl. 4, 6, 8 og 10 RESPIRO kl. 4JOHNNY ENGLISH kl. 2, 4, 6, 8 og 10 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. kl. 2 og 4 ANGER MANAGEMENT 5.45, 8 ,10.30 Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.30 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 b.i. 12 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 POWERSÝNING Sýnd í lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og10 b.i 14 kl.3.40, 5.50 8, 10.15HOW TO LOSE A... 4, 8 og 10 b.i. 16FILMUNDUR: TRICKY LIFE XMEN kl. 10.15 bi 12 AGENT CODY B... kl. 3, 5.30 og 8 SKÓGARLÍF 2 m/ísl. kl. 2 og 4 KANGAROO JACK kl. 2, 4, 6, 8 og 10 DARK BLUE kl. 5.40, 8, 10.20 b.i 16 Sköftum snúið til sigurs Á morgun verður fyrsta opinbera mótið í Foosball haldið á Bar 11 við Laugaveg 11. Þar hafa áhugamenn á þessum sérkennilega borðleik æft sig og keppt sín á milli frá opnun staðarins. Nú er að færast alvara í leikinn. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Fjölmenningarhljómsveitin Spaðarnir kemur í Ketilhúsið og skemmtir með léttri tónlist, upplestri, söng og dansi.  Gunnar Óla og Einar Ágúst úr Skítamóral leika og syngja lög eftir sjálfa sig og aðra á Ásláki í Mosfellsbæ.  Sumardjamm FM957 á Sauðárkróki en þar mun Á móti sól halda dansleik í Miðgarði, Skagafirði.  Hljómsveitin Írafár á Hótel Egils- búð í Neskaupstað.  Trúbadorinn Óskar Einarsson skemmtir á Ara í Ögri.  Gullfoss og Geysir verða í sveittri sveiflu á Kjallaranum.  Stuðbandalagið frá Borgarnesi skemmtir á Kringlukránni.  Hljómsveitin Dikta leikur á Grand Rokk.  Hljómsveitin Spútnik ætlar að halda dúndrandi sumardansleik í Útlag- anum á Flúðum.  Halli Reynis leikur á Catalinu í Hamraborg.  Threesome og Garðar Garðars leika á Celtic Cross.  Hljómsveitin Í svörtum fötum leik- ur á Gauknum.  Hljómsveit Rúnars Júlíussonar leik- ur á Græna hattinum á Akureyri.  Stórsveit Ásgeirs Páls leikur á Gullöldinni.  Hljómsveit Rúnars Þórs leikur á Ránni í Reykjanesbæ.  Hljómsveit Harðar G. Ólafssonar á Oddvitanum Akureyri.  Papar leika á Players í Kópavogi.  Dj Sesar spilar á Spotlight.  Land og synir í Stapanum, Kefla- vík.  Fyrsti dansleikur sumarsins með Geirmundi Valtýssyni í Úthlíð, Biskups- tungum.  Hljómsveitin Fjandakornið leikur á Vídalín.  Þór Óskar trúbador spilar á Kránni Laugavegi 73. sniðin að þörfum húðarinnar með mildum ilmi Krem sápa ph 3,5 e in n t v e ir o g þ r ír 2 8 5. 0 18 hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 30 1 JÚNÍ Laugardagur Hingað til hefur það verið velþekkt á ölstofum bæjarins að menn beri saman færni sína í pool, billjard eða pílukasti. En lengi vel var borðfótboltaspil, eða foosball eins og Kanarnir vilja kalla það, hvergi að finna. Nú hefur orðið breyting á því á hinum nýopnaða Bar 11 er að finna borðfótboltaspil á efri hæð hússins. Þar hafa gestir tekist á frá opnunardegi og þykja nokkrir þeirra vera orðnir afar færir í því að snúa sköftunum. Það er því kannski ekkert undarlegt að nú sé að færast alvara í leikinn. Á morgun hefst fyrsta opinbera mót staðarins. „Það eru nokkrar gamlar fé- lagsmiðstöðvarottur hérna sem eru orðnar útúrgóðar í þessu,“ segir Andri Viðarsson, dagskrár- gerðamaður X-ins 977 á daginn og áhuga foosball-spilari á kvöldin. „Einn þeirra er t.d. Bjössi „Kid“ , trommari Mínus, sem er alveg svakalegur. Hann var líka starfs- maður í félagsmiðstöð í mörg ár. Úlli, söngvari Stjörnukisa, er svo baneitraður spilari. Einnig má nefna Rikka og Guðna, þeir eru með svakalegt lið. Alveg „dedd- lí“.“ Andri segir að fastagestir stað- arins hafi pressað á eigandann um að halda svona mót, enda menn orðnir „sjóðheitir“ í það að fá við- urkenningu fyrir spilamennsku sína. Andri tekur sjálfur þátt og segir hann að síðast þegar hann gáði hafi um fimmtán lið verið búin að skrá sig. Keppnin hefst ekki fyrr en kl. 21 annað kvöld og stendur skráning yfir fram að því. Snerpa er samkvæmt Andra það fyrsta sem leikmenn verða að tileinka sér eigi þeir að ná árangri. Mikilvægt er að samhæfa hend- urnar vel því stranglega bannað er að „spinna“ í svona mótum, en það kallast það þegar menn snúa köll- unum í stöðuga hringi í von um að hitta á boltann og skora í slysni. „Menn eru komnir á það stig að vera með smá stæla og sýna brögð. Hliðarskot, spil og svo framvegis. Menn eru að sýna ótrú- legustu tækni á borðinu.“ Dómari frá húsinu mun sjá til þess að menn haldi sig við leik- reglurnar en þær eru mjög harðar. Ef menn taka t.d. upp á því að skora með því að „spinna“ fær sá stigið sem skorað var hjá. Sigurlaunin eru glæsilegur far- andsbikar og nokkrir kassar af bjór. En truflar það ekkert snerpu að spila stöðugt undir áhrifum? „Hmm, ég bara veit það ekki,“ svarar Andri hissa. „Sumir hérna hafa ekkert spilað þetta öðruvísi. Ég held að maður sé alltaf bestur í þessu þegar maður er kominn á svona annan bjór.“ Keppt verður í fyrsta riðli ann- að kvöld, en eftir það verður keppt á öllum sunnudögum þar til úrslit ráðast. biggi@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/INGÓLFUR Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. ÚTSALA ÚTSALA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.