Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2003, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 28.06.2003, Qupperneq 37
37LAUGARDAGUR 28. júní 2003 ■ Hreyfingin mín Þar sem ég sé ekki til að keyrafer ég flestra minna ferða fót- gangandi. Í því felst mikil hreyf- ing,“ segir Helgi Hjörvar alþing- ismaður, sem fyrir bragðið er í ágætu formi: „Í sæmilegu formi,“ segir hann. Þá syndir Helgi ekki ósjaldan í sundlaugum höfuðborg- arinnar, sækir líkamsræktarstöð endrum og sinnum og svo eru það gönguskíðin: „Geri sitt lítið af hverju en helst eru það göngurnar sem halda mér við.“ ■ 72 ÁRA „Ég er fluttur upp í Lækjar- botna og hér ætla ég að njóta lífs- ins á afmælisdaginn,“ segir Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og fyrrum forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, sem er 72 ára í dag. Jakob og eiginkona hans festu kaup á sumarbústað í Lækjar- botnum fyrir rúmum 30 árum og hafa búið þar á sumrin lengi vel: „Hingað þótti mér gott að koma eftir þrasdag í vinnunni og þykir enn. Ekkert sjónvarp en það gerir ekkert til því ég á svo skemmti- lega konu,“ segir Jakob og á þar við Margréti Jónsdóttur, fyrrum fréttamann Ríkisútvarpsins, en þau hjón hættu störfum á sama degi fyrir tveimur árum þegar Jakob varð sjötugur. „En konan er miklu yngri en ég,“ segir Jakob, sem gerir ekki ráð fyrir miklum veisluhöldum í tilefni dagsins. Segir þau hjón una hag sínum vel í sumarhúsinu við lestur góðra bóka, spjall og tónlist. Og svo ganga þau mikið: „Það er mann- skepnunni mikilvægt að hreyfa sig þegar hún er komin á þennan aldur – ekki síður en fiskunum. Við göngum hér um allt og á fjöll. Erum nú að undirbúa fimm daga gönguferð um hálendið upp af Skagafirði,“ segir Jakob en á af- mælisdegi hans í fyrra voru þau hjón í fjallgöngum í Ölpunum. „Það er alltaf gott veður á afmæl- isdeginum mínum, sérstaklega man ég eftir frábæru veðri þegar ég varð sextugur 1991.“ Jakob og Margrét fá sér lík- lega eitthvað gott að borða í Lækj- arbotnum í kvöld að lokinni gönguferð. Jakob segist ágætur kokkur og sjá um hversdagsmat- inn: „Veislumaturinn er hins veg- ar á könnu konunnar,“ segir hann svo það hlýtur að koma í hlut Mar- grétar að skerpa undir pottunum á afmælisdegi bóndans. eir@frettabladid.is JAKOB JAKOBSSON Alltaf gott veður þegar hann á afmæli. Sérstaklega var það gott þegar hann varð sextugur 1991. Skemmtileg kona í stað sjónvarps Afmæli JAKOB JAKOBSSON ■ fiskifræðingur er 72 ára í dag. Hann er fluttur upp í Lækjarbotna þar sem hann dvelur á sumrin ásamt eiginkonu sinni og plumar sig vel. Segist í fínu formi enda hreyfi hann sig mikið, en það sé mann- fólkinu ekki síður mikilvægt en fiskunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó LF U R Fimm Útkallsbækur ÓttarsSveinssonar blaðamanns eru komnar út í kiljum en í þeim segir Óttar sannar frásagnir af slysum og björgunum. Í Útkall TF-SIF/- TF-LÍF er úrval frásagna úr fyrstu bók Óttars, Útkall Alfa-TF- SIF og fjórðu bók hans, Útkall TF- LÍF. Þar eru sannar og áhrifaríkar sögur þyrluflugmanna Landhelg- isgæslunnar og fólks sem þeir hafa bjargað þar sem barist var upp á líf og dauða. Útkall Geysir er horfinn segir frá einu mesta björgunarafreki Ís- landssögunnar þegar áhöfn Geys- is er bjargað af Vatnajökli. Í Útkall á jólanótt lýsa fimm skip- brotsmenn af ms. Suðurlandi ótrú- legri vist um borð í hálfbotnlaus- um gúmbáti eftir að skip þeirra sökk á jólanótt 1986. Útkall í Djúpinu greinir frá því þegar tugir breskra og íslenskra fiskiskipa lenda í versta illviðri í manna minnum í febrúar árið 1968. Bókin hefur einnig verið gefin út í enskri þýðingu, Doom in the Deep, sem er hugsuð fyrir er- lenda ferðamenn og gjöf til vina hér heima sem erlendis. Doom in the Deep verður væntanlega gefin út erlendis síðar á árinu. Vaka-Helgafell hefur gefið út íkilju metsölubókina Hvernig á því stendur að karlar hlusta aldrei og konur geta ekki bakkað í stæði. Í þessari óvenjulegu bók er leitast við að út- skýra hvernig á því stendur að karlar og konur eru svo ólík sem raun ber vitni. Höfundarnir byggja á nýjustu rannsóknum á starfsemi heilans, eigin athugunum og viðtölum við fólk um allan heim. Niðurstöður þeirra hafa vakið mikla athygli og umræður, enda oft á skjön við ríkjandi skoðanir um hlutverk og jafnrétti kynjanna. Bókin hefur komið út víða um heim og setið vikum saman á metsölulistum. ■ Nýjar bækur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.