Fréttablaðið - 28.06.2003, Síða 38
Maður lærir að setja vissmörk. Ég finn oft fyrir því í
lok dags að ég er mjög orkulaus,“
segir Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri hjá Útfararstofu Ís-
lands, aðspurð hvort hún taki
starf sitt inn á sig.
Nýlega fór af stað auglýsinga-
herferð gegn umferðarslysum.
Ein myndanna þar er sérlega
dramatísk en þar er Bryndís í
hlutverki útfararstjóra og er í
ákveðnum skilningi að leika sjálfa
sig.
„VÍS hafði samband við mig og
sagði mér frá þjóðarátaki gegn
umferðarslysum. Forvarnarher-
ferðin byggir á því að ræða við að-
ila sem kynnast afleiðingum um-
ferðarslysa í starfi. Þar er talað
við lækna, lögreglumenn, sjúkra-
flutningamenn, sjúkraþjálfara og
svo útfararstjóra – sem er ákveð-
in endastöð.“
Bryndís segist hafa kunnað
ágætlega við sig í hlutverki ljós-
myndafyrirsætu en leggur
áherslu á alvöru málsins. Hún
segir gott að geta lagt eitthvað af
mörkum af sinni reynslu geti það
orðið til góðs og vakið til umhugs-
unar. Og júní og júlí eru hættuleg-
ustu mánuðirnir. En á henni er að
heyra að hún hafi verið tvístíg-
andi.
„Þetta er náttúrlega mjög við-
kvæmt og þó að ég komi þarna
fram fyrir hönd Útfararstofu Ís-
lands er þetta alls ekki ætlað sem
auglýsing fyrir hana heldur er ég
þarna í hlutverki útfararstjóra.“
Bryndís hefur starfað sem út-
fararstjóri í tvö ár með hléum en
samhliða guðfræðinámi, sem hún
nú hefur lokið, starfaði hún sem
kirkjuvörður að sumri til og
kynntist starfinu þá. Hún segir
ekki frítt við að fólk hafi ákveðna
fordóma gagnvart starfi sínu.
„Fólk náttúrlega deyr – það eina
sem vitað er er að við fæðumst og
við deyjum. Sumum finnst dauðinn
óhugnanlegur. Þegar fólk veit hvað
ég geri, en við sækjum látna ein-
staklinga, klæðum og snyrtum –
töluverður tími fer í að laga fólk til
eftir umferðarslys – þá heyri ég að
sumum finnst þetta svoldið hrylli-
legt. Jú, fólk er forvitið um starfið.“
jakob@frettabladid.is
Hrósið 38 28. júní 2003 LAUGARDAGUR
TÓNLIST „Hér er brjáluð blíða og
yndislegt veður,“ segir Ólafur
Páll Gunnarsson, útvarpsmaður
á Rás 2, sem nú er á Hró-
arskelduhátíðinni í Danmörku
og sendir þaðan út tónlist og tal.
„Hér er uppselt en seldir voru 75
þúsund miðar. Þá er starfsfólk
hátíðarinnar um 18 þúsund tals-
ins og af öllu þessu fólki trúi ég
að Íslendingar séu ekki færri en
þúsund hér,“ segir útvarpsmað-
urinn. „Hér er mikið fjör og á
sunnudaginn verður ókeypis inn
fyrir alla fimmtuga og eldri.“
Ólafur Páll Gunnarsson er
fæddur og uppalinn á Akranesi
en flutti alfarið til höfuðborgar-
innar 1991. Hóf hann þá störf
sem tæknimaður á Ríkisútvarp-
inu en söðlaði yfir í dagskrár-
gerð fimm árum síðar. Gegnir
hann nú starfi tónlistarstjóra
Rásar 2. Óli Palli, eins og hann
er yfirleitt kallaður, er 34 ára og
býr í Hafnarfirði ásamt eigin-
konu sinni, Stellu Maríu Sigurð-
ardóttur, sem starfar hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu. Saman
eiga þau tvö börn, Ólaf Alexand-
er, átta ára, og Tinnu Maríu sem
er tíu ára.
„Sjálfur spila ég vart á hljóð-
færi en er gítareigandi og spila
oft mér til ánægju en öðrum til
ama. Svo syng ég stundum þegar
sá gállinn er á mér og öðrum,“
segir Óli Palli í Hróarskeldu,
sem heitir Roskilde á dönsku og
hefur fóstrað marga af bestu
sonum Danmerkur; þar á meðal
skáldið H.C. Andersen. ■
Persónan
ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON
■ útvarpsmaður er á Hróarskeldu-
hátíðinni í Kaupmannahöfn ásamt 80
þúsund öðrum. Hann er rafeindavirki
ofan af Skaga.
Imbakassinn
...fær Hæstiréttur Bandaríkjanna
fyrir að hnekkja lögum í Texas
sem meðal annars bönnuðu náin
samskipti samkynhneigðra.
Fréttiraf fólki
Ókeypis fyrir fimmtuga
Sú ákvörðun lögreglunnar aðvísa mótmælendum frá hátíð-
arhöldunum á Austurvelli á 17.
júní hefur vakið nokkra athygli
og mörgum þykir yfirvaldið hafa
sýnt tjáningarfrelsinu lítilsvirð-
ingu með uppátækinu. ÍTR og
þjóðhátíðarnefnd eru aðstandend-
ur samkomunnar og Kolbeinn
Óttarsson Proppé hefur tekið
málið upp innan stjórnar ÍTR. Á
síðasta stjórnarfundi lét hann
færa til bókar spurningar sínar
til lögreglunnar um hver hafi
ákveðið að vísa mótmælendunum
frá og að beiðni hvers. Nokkur
orðaskipti urðu á fundinum
vegna málsins og Kjartan Magn-
ússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, er til dæmis mjög á öndverð-
um meiði við Kolbein. Málinu var
vísað til þjóðhátíðarnefndar, sem
fundar ekki fyrr en 12. ágúst. Það
vill svo skemmtilega til að Kol-
beinn og Kjartan eiga báðir sæti í
nefndinni og munu því væntan-
lega takast frekar á um málið
þegar nefndin fundar.
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að ný lög í
Texas um samneyti samkynhneigðra karl-
manna gilda ekki í samnefndum söluturni
við Ingólfstorg.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Texas.
Á Selfossi.
Eminem.
Súlumót frá formaco
● úr pappa
● einföld og þægileg í notkun
● fæst í mörgum lengdum
og breiddum
Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík
Sími 577 2050 • Fax 577 2055
formaco@formaco.is • www.formaco.is
Hættið þessu, krakkar!
Þið getið orðið svona!
Mér er alvara!
1
6
7 8
9
10 11
13 14
15
12
2 3 4 5
Lárétt:
l hrörlegar, 6 beiskar, 7 kraftur,
9 setur takmörk, 10 sælu, 13 kyrr,
14 ullarvinna, 15 kýs.
Lóðrétt:
1 stór hönd, 2 kjána, 3 segir öðruvísi,
4 einkenni, 5 skundar, 8 rykkorn,
11 askur, 12 sunna, 14 drykkur.
Lausn:
Lárétt: 1hrumar, 6ramar, 7atorka,
9markar, 10unir, 13rór, 14tó,15vel.
Lóðrétt: 1hrammur, 2rata,3umorðar,
4mark,5arkar, 8ar, 11nói,12sól,
14te.
ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON
Gítareigandi og tónlistarstjóri
Rásar 2 á útihátíð í Danmörku.
BRYNDÍS VALBJARNARDÓTTIR
Leikur sjálfa sig í auglýsingunni. Það getur tekið langan tíma að laga lík til eftir umferðarslys.
Sumum finnst dauð-
inn óhugnanlegur
Auglýsingar
BRYNDÍS VALBJARNARDÓTTIR
■ leikur útfararstjóra í auglýsingaherferð
VÍS gegn umferðarslysum. Sjálf er hún
útfararstjóri og segir ákveðinna
fordóma gæta gagnvart hinu
viðkvæma starfi sínu.