Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 25
26 5. ágúst 2003 FÖSTUDAGUR Nóbelsverðlaunahafinn MóðirTeresa dó á þessum degi, 87 ára gömul, en í henni kristallað- ist góðmennskan í áratugi. Hún fékk hjartaáfall skömmu fyrir 17 að staðartíma á aðalskrifstof- um trúboðsstöðvarinnar Charity í Kalkútta á Indlandi. Þessi heimsfræga albanska nunna hafði barist við veikindi í þó nokkur ár en þegar fréttir bár- ust af andláti hennar sagði páf- inn að þarna færi kona sem hefði sett mark sitt á sögu aldar- innar. Móðir Teresa var skírð Agnes Bojaxhiu þegar hún fæddist í litlu þorpi rétt fyrir utan Skopje. Hún tók nafnið Systir Teresa í klaustri á Írlandi en var þjálfuð af Loreto-systrunum þar ytra. 1948 setti hún svo á stofn sína eigin reglu og hóf hjálpar- störf í fátækrahverfum Kal- kúttaborgar á Indlandi. Hindúar gagnrýndu hana á stundum, töldu hana reyna um of að kristna hina fáttæku, en frjáls- lynt fólk á Indlandi gagnrýndi hana líka, fyrir íhaldssöm við- horf hennar hvað varðaði fóst- ureyðingar og getnaðarvarnir. Restin af heiminum sér nafn hennar sem tákn fyrir góð- mennsku og samhug. ■ FREDDY MERCURY Freddy heitinn Mercury fæddist á þessum degi fyrir 57 árum en hann lést 1991. Hann deilir deginum með Lúðvíki VIII og Lúðvíki XIV Frakklandskonungum. 13.30 Páll Guðmundsson, Fagradal 1, Vogum, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 13.30 Jón Guðmundsson, húsasmíða- meistari, hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, verður jarðsunginn frá Garðakirkju. 13.30 Birgitta Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 30, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13.30 Jóhann E. Óskarsson verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni. 14.00 Theodór Laxdal, fyrrverandi bóndi í Túnsbergi á Svalbarðs- strönd, verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju. 14.00 Runólfur Óttar Hallfreðsson, Krókatúni 9, Akranesi, verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Ingileif Káradóttir, Drauplaugar- stöðum, áður Espigerði 2, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni. 15.00 Engilbert Ragnar Valdimarsson, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 1877 Indjáninn Crazy Horse var drepinn. 1885 Fyrsta bensíndælan komst í hend- ur bensínstöðvar. 1957 Jack Kerouac sendi frá sér skáld- söguna On the Road. 1958 Fyrsta litasjónvarpsútsendingin var send út á sjónvarpsstöðinni WBTV-TV. 1960 Cassius Clay, eða Muhammad Ali eins og hann kallar sig í dag, fékk gullið á ólympíuleikunum í hnefa- leikum. 1972 Arabískir hryðjuverkamenn drápu 11 Ísraela á ólympíleikunum í Munchen. 1984 Geimskutlan Discovery lenti eftir jómfrúarferðina. 1987 La Bamba með Los Lobos var á toppnum. MÓÐIR TERESA ■ dó á þessum degi fyrir 6 árum. Hún fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín á trúboðsstöð í Kalkútta á Indlandi en dó úr hjartaáfalli 87 ára gömul. 5. september 1997 Móðir Teresa deyr ■ Andlát ■ Afmæli ■ Jarðarfarir Salóme J. Jónsdóttir, Flateyri, lést mið- vikudaginn 3. september. Birgir Lorange, forritari, lést í Danmörku fimmtudaginn 28. ágúst. Árni Guðjónsson, lögfræðingur, Fjarðar- seli 35, lést mánudaginn 1. september. Hárlaugur Ingvarsson, Hlíðartúni, Bisk- upstungum, lést mánudaginn 1. sept- ember. ■ Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dán- arfregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóstfangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. Ég ætla að fara í klippingu ogsíðan æta ég að hitta manninn minn í hádeginu og borða með honum,“ segir Katrín Hermanns- dóttir, sjónvarpsþula og kennari í Garðabæ, sem á afmæli í dag. Katrín segist ekki vera mikið afmælisbarn og tekur þar undir með öðrum í meyjarmerkinu en flestir vilja lítið af afmæli sínu vita. „Já, ég hef alltaf verið þann- ig að mér finnst vont að vera mið- punktur athyglinnar. Ég hef því aldrei haldið upp á afmæli mitt með stórri veislu. Þegar ég var þrítug komu aðeins þeir sem næst mér standa og héldu upp á daginn með mér.“ Katrín kennir við Hofstaða- skóla í Garðabæ en er nú í barn- eignarleyfi. „Ég á fjórtán mánaða strák sem ég vil vera heima hjá eins lengi og mér er unnt. Ég hef gagnrýnt svo marga fyrir að fara of snemma til vinnu frá börnum sínum að það er nú annað hvort að ég standi mig eins og mann- eskja,“ segir hún hlæjandi. Hún hefur verið þula í þrjú ár og kann sérstaklega vel við sig í því starfi. „Það er mikið af góðu og skemmtilegu fólki hjá Sjónvarp- inu og mér líður vel þar. Ég var mjög stressuð fyrstu dagana í starfi en það rann af mér tiltölu- lega fljótt. En það þýðir ekki að maður verði ekki alltaf að halda vöku sinni og maður leynir því alls ekki ef maður er illa upplagð- ur. Það sést svo sannarlega á manni.“ Katrín er alin upp í Reykjavík og á Akureyri. Hún stundaði nám við MS og síðan við Kennarahá- skólann. „Kennslustarfið er mjög gefandi og skemmtilegt en um leið er það krefjandi og erfitt.,“ segir Katrín Hermannsdóttir sjónvarpsþula, sem segir móður- hlutverkið það skemmtilegasta sem hún hefur tekist á við. ■ KATRÍN HERMANNSDÓTTIR Hún á fjórtán mánaða gamlan son sem hún er heima hjá daginn. Um áramót byrjar hún að kenna í Hofstaðaskóla. Afmæli KATRÍN HERMANNSDÓTTIR ■ sjónvarpsþula er þrjátíu og tveggja ára. Hún ætlar í klippingu á afmælinu og út að borða með manninum sínum. Vont er að vera mið- punktur athyglinnar Björn Ingi Hrafnsson tók viðstarfi aðstoðarmanns Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra um mánaðamótin. Hann hefur um skeið verið fram- kvæmdastjóri þingflokks Fram- sóknarflokksins og var í vor á framboðslista flokksins í Reykja- vík. „Starfið leggst afskaplega vel í mig og ég held að það sé mjög spennandi. Ég fæ tækifæri til að kynnast störfum í stjórnsýslunni og stjórnkerfinu sem mér þykir afar gott,“ segir hann. Björn Ingi segir þessa fyrstu daga vera mjög annasama. „Í fyrradag hófst fundur norrænna varnarmálaráðherra og farið var á Höfn í Hornafirði og ratsjár- stöðin skoðuð. Í gær hófst þing- flokksfundur framsóknarmanna á Egilsstöðum,“ segir hann. Björn Ingi var lengi blaðamað- ur á Morgunblaðinu og meðal annars þingfréttaritari blaðsins. Hann hefur lengi haft mikinn áhuga á stjórnmálum eins og fyrri störf hans bera vitni um. „Ég var nærri því að komast á þing í vor og einhvern tíma um nóttina var ég inni. Ég sætti mig vel við það að komast ekki inn því flokkurinn fékk mjög góða kosn- ingu og það er það sem skiptir máli.“ Björn Ingi er vel kunnugur Halldóri Ásgrímssyni og segist hyggja á góða samvinnu við hann. „Við höfum unnið saman lengi og í nánu samstarfi þar sem ég hef verið starfsmaður flokksins. Það er fjölmargt fram undan og hæst ber umræðan við Bandaríkja- menn sem ekki er lokið þrátt fyr- ir að fundist hafi farsæl lausn í bili.“ Björn Ingi er mikill KR-ingur og segir það ljúfa tilfinningu að fagna Íslandsmeistaratitli, bæði í kvenna og karlaflokki. Hann er mikill fjölskyldumaður og hefur sérstakt yndi af að vera með fjög- urra ára gömlum syni sínum. „Ég hef einnig ánægju af skrifum og reyni að gefa mér tíma til þess í amstri hversdagsins. Ég er með ýmis verkefni í gangi og skrifa meðal annars smásögur sem enn eru á harða disknum í tölv- unni. Aldrei að vita hvað verður úr því,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, nýráðinn aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, sem segir pólitíkina vera ástríðu. bergljot@frettabladid.i Stjórnmál eru ástríða Tímamót BJÖRN INGI HRAFNSSON ■ nýráðinn aðstoðarmaður utanríkisráð- herra hefur gaman af fótbolta og er mik- ill KR-ingur. BJÖRN INGI HRAFNSSON Hann er mikill fjölskydu- maður og á fjögurra ára gamlan son sem hann hefur yndi af að um- gangast.. SNORRI MAGNÚSSON Hann er á leið til Líberíu á vegum Samein- uðu þjóðanna. ??? Hver? „Fyrrum rannsóknarlögreglumaður og núverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna.“ ??? Hvar? „Í frí með fjölskyldunni á Íslandi.“ ??? Hvaðan? „Reykvíkingur í húð og hár en bý á Sel- tjarnarnesi, besta bæjarfélagi á landinu.“ ??? Hvað? „Gæta eigna og starfsmanna Samein- uðu þjóðanna í Líberíu.“ ??? Hvernig? „Með vönduðu starfsfólki víðs vegar að úr heiminum.“ ??? Hvers vegna? „Vegna langvarandi borgarastyrjaldar sem geisað hefur í landinu.“ ??? Hvenær? „Ég fer héðan til Kosovo á laugardag og um miðja næstu viku held ég til Líberíu.“ ■ Persónan ■ Þetta gerðist MÓÐIR TERESA Í henni kristallaðist góðmennska seinni hluta síðustu aldar. 5.september Bessi Bjarnason leikari er 73 ára. Hrafnhildur Schram listfræðingur er 62 ára. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri er 60 ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Styrktarreikningur opnaður Opnaður hefur verið styrktarreikningur vegna söfnunar fyrir fjölskyldu Páls Guðmundssonar sem lést þann 29. ágúst sl. af slysförum. Páll lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Fjölskylda Páls er búsett í Vogum á Vatnsleysuströnd og er þeim sem vilja styðja við bakið á eftirlifandi eiginkonu hans og börnum bent á styrktarreikning í Sparisjóðnum í Keflavík: 1109-05-443339.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.